Innlent

Fjögurra stiga skjálfti í Bárðar­bungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“

Agnar Már Másson skrifar
Síðast varð skjálfti yfir fjórum af stærð þar 29. október 2025, sá mældist 5,4 að stærð.
Síðast varð skjálfti yfir fjórum af stærð þar 29. október 2025, sá mældist 5,4 að stærð. Vísir/RAX

Skjálfti af stærðinni 4,2 mældist í Bárðarbungu rétt fyrir klukkan níu í morgun, nýársdag.

Engir eftirskjálftar hafa mælst en Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur segir að slíkir skjálftar séu algengir í Bárðarbungu.

„Þetta er frekar eðlileg hegðun í Bárðarbungu,“ segir Jóhanna Malen en Bárðarbunga er eitt öflugasta eldstöðvakerfi landsins.

Síðast varð skjálfti yfir fjórum af stærð þar 29. október 2025, sá mældist 5,4 að stærð.

„Það má segja að þetta sé stærsti skjálftinn á árinu,“ segir Jóhanna í samtali við Vísi þennan 1. janúar.

Skjálftinn var á rúmlega fjögurra kílómetra dýpi og mældist sex kílómetrum austnorðaustur af bungunni en hún er eitt viðamesta eldstöðvarkerfi landsins, og er allt að 190 kílómetra langt og 25 kílómetra breitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×