Stangveiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Við drógum áðan úr innsendum veiðifréttum og það var Ólafur Daði Hermannsson sem var dreginn úr pottinum. Við óskum honum til hamingju og þökkum honum, og öllum hinum sem sendu inn fréttir kærlega fyrir skemmtilega veiðifrétt. Ólafur hlýtur veiðileyfi fyrir 2 stangir í Baugstaðarós/Vola frá SVFR. Veiði 1.6.2011 12:04 Af veiðum í Minnivallalæk og Breiðdalsá Ekki hafði eldgosið áhrif á Minnivallalæk, smá aska um tíma sem hvarf svo fljótlega. Fyrir gos var hópur að veiðum helgina 13-15. maí sem veiddi mjög vel er mér tjáð, meðal annars bolti um 80 cm úr Stöðvarhyl og bókaður 6 kg, og einnig veiddust nokkrir mjög stórir úr Viðarhólma neðar í ánni. Veiði 1.6.2011 11:42 Fleiri veiðimenn tilkynna laxagöngur í Elliðaánum Daníel Örn Jóhannesson var staddur við Sjávarfoss í Elliðaánum fyrir nokkrum mínútum og sá þar greinilega nokkra laxa. Hann hringdi í okkur hjá Veiðivísi og ætlaði að kíkja víðar í ánna til að sjá hvort fleiri laxar væru gengnir í ánna. Ásgeir Heiðar sá laxa í morgun í ánum og það er því klárt mál að þeir sem eiga daga í opnun geta farið að hlakka til. Ef kistan er lokuð þá stoppa laxarnir í Teljarastreng og Efri Móhyl, þar sjást þeir vel ef menn skyggna hyljina varlega. Veiði 1.6.2011 11:09 Laxarnir mættir í Elliðaárnar Svo virðist sem að lax sé genginn í Elliðaárnar samkvæmt arnaraugum Ásgeirs Heiðars leiðsögumanns. Laxinn er töluvert seinna á ferðinni en undanfarin sumur. Veiði 1.6.2011 10:10 Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Tommi í Veiðiportinu fékk draumafiskinn í Þingvallavatni fyrir skömmu. Var um að ræða 23 punda risaurriða samkvæmt frétt frá Veiðikortinu. Veiði 1.6.2011 10:04 Ótrúlega gott ástand á Laxárurriðanum Vanir veiðimenn við Laxá í Mývatnssveit hafa sjaldan séð urriðann jafn vel haldinn og nú. Sannkölluð stórfiskaveiði hefur verið fyrstu dagana og veiddust 100 fyrsta daginn! Veiði 31.5.2011 16:09 Laxinn mættur í Blöndu Þeir hjá Lax-á fengu skemmtilegan póst í gær frá Höskuldi B Erlingsyni Lögreglumanni og leiðsögumanni í Blöndu og svona hljómar hann: "Ég fór sumsé í gær og aftur í morgun og kíkti í Damminn og Holuna. Fínasta veður og vatn með besta móti í Blöndu. Ég tyllti mér á brúnina fyrir ofan Damminn og sat þar nokkra stund. Þá bylti sér fallegur 2 ára lax í miðjum damminum. Silfurbjartur og fallegur og á að giska 12-14 pund. Annað sá ég ekki en ég neita því ekki að hjartað tók kipp. Veiði 31.5.2011 14:43 Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Við gerðum okkur ferð uppá hálendið í gær til að kanna stöðuna á vötnunum og almennt ástandið á umhverfinu eftir öskufall úr Grímsvatnagosinu. Það er nokkur aska ofan á jarðveginum en samt ekkert í líkingu við það sem maður átti von á. En það er ennþá rétt að detta í vor á hálendi suðurlands. Ís á Fellsendavatni, mikið jökulgrugg í flestum ám og lækjum, vegurinn inní Landmannalaugar ekki fær nema vel útbúnum jeppum o.s.fr. En það sem situr þó mest eftir er að sjá veiðiperluna Köldukvísl við Tungná eyðilagða í nafni virkjana. Veiði 31.5.2011 13:31 Nýtt frítt veftímarit um sportveiði Veiðislóð, tímarit um sportveiði og tengt efni er nú komið út. Það fjallar eins og fram hefur komið, um allrar handa sportveiði í fersku vatni og söltu. Síðar kemur skotveiði einnig inn í myndina. Veiði 31.5.2011 09:38 Vitlu eiga séns á stórlaxi í sumar? Samkvæmt könnun sem Flugur.is framkvæmdu er Laxá í Aðaldal draumaá flestra íslenskra veiðimanna. Líklega er það stórlaxinn sem sækir á drauma veiðimanna og skyldi engan undra. Sá sem hefur sett í stórlax í hinu magnaða umhverfi Laxár verður aldrei samur. Nessvæðið hefur verið sérstaklega gjöfult á stórlaxa enda er það nánast uppselt í sumar. Enn eru þó lausar stangir á Tjarnarsvæðinu, sem hefur í gegnum tíðina ávallt verið hluti Nessvæðisins. Veiði 31.5.2011 09:29 Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiðiflugur geta glatt veiðimenn á því að veiðivestið frá Marc Petitjen er komið í búðina. Veiði 31.5.2011 09:14 Opnunardagur í kulda fyrir norðan Veiði er hafin í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal. Mjög kalt hefur verið nyrðra og urriðann þarf að sækja niður við botn að þessu sinni. Veiði 29.5.2011 22:09 Vötnin að lifna við á suður og vesturlandi Núna er besti tíminn fyrir vatnaveiðina að fara af stað, í flestum vötnum. Fæðuframboðið er ekki orðið það mikið að bleikjan sé orðin vandlát á það sem hún étur þannig að sé hún almennt á staðnum ættu menn að setja í hana fljótlega ef réttar flugur eru undir og veitt sé á réttu dýpi. En stundum er líka bara gott að vera heppinn. Veiðivísir fékk símtal frá veiðimanni sem var að koma úr Þingvallavatni, en þar var hann í sinni fyrstu ferð eftir að hafa æft sig í vor úti á túni. Hann fór nýlega á kastnámskeið og fjárfesti í græjum sem á að nota mikið í sumar. Til að gera langa sögu stutta lagði hann bílnum, eins og hann sagði sjálfur, "við einhvern veg í þjóðgarðinum", labbaði að vatninu og fór að kasta. Veiði 29.5.2011 21:30 Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Það fer ekkert á milli mála að það er mættir einhverjir laxar í árnar. Það hefur sést til laxa nokkrum sinnum í Laxá í Kjós og þá má það heita pottþétt mál að Norðurá, Þverá/Kjarrá, Blanda og jafnvel fleiri ár séu þegar komnar með einhverja laxa í sína hylji Veiði 29.5.2011 21:17 SVAK býður uppá lifandi leiðsögn á sinum veiðisvæðum Nú er unnið að gerð leiðsagnar á formi myndbanda um öll veiðisvæðin sem eru í vefsölu SVAK. Verða fengnir veiðimenn sem þekkja svæðin vel til að tala inn þau. Á vaðið ríður Þóroddur Sveinsson og fer hann yfir öll 7 svæði Hörgár í jafnmörgum myndböndum. Myndböndin verða sett inn á síður svæðanna jafnóðum og þau eru tilbúin. Veiði 28.5.2011 21:19 Ný glær flotlína frá Airflo Veiðimenn eru nýjungagjarnir og taka þróun í veiðivörum vel. Þróun í línum fyrir flugustangir er mikil og á hverju ári koma fram línur sem þykja skara framúr í eiginleikum og það er oft ótrúlegur munur á milli ára hjá framleiðendum. Veiði 27.5.2011 15:52 Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Ef þú ert að veiða frá bát í fjarðarminni á norðurslóðum, setur í vænan fisk, þá er líklega það síðast sem þú átt von á er að þurfa að slást við ísbjörn um fiskinn! Þessari frétt fylgir myndskeið sem er svo ótrúlegt að maður þarf að horfa á það tvisvar til þess að trúa því. Veiði 27.5.2011 11:34 Skráðu þig á fluguveiðinámskeið fyrir sumarið Veiðikortið og Veiðiheimur hafa blásið til fluguveiðinámskeiðs þar sem áhersla er lögð á silungsveiði í vötnum landsins. Þátttökugjaldi er stillt í hóf. Veiði 27.5.2011 11:20 Kleifarvatn að lifna við eftir mögur ár Hér kemur ein skemmtileg veiðisaga úr Kleifarvatni. Gleðifréttir að veiðin sé að glæðast í þessu vatni og ræktunarátak klárlega að skila árangri. Hér fyrir mörgum árum var oft góð veiði í vatninu og þá sérstaklega í suðurendanum þar sem hverirnir eru. Þegar vatnyfirborðið var hærra gekk bleikjan stundum inní pollinn í torfum og tók fluguna oft vel. Eftir skjálftahrinu sem olli því að yfirborð vatnsins lækkaði um nokkra metra datt allur botn úr veiðinni og vatnið verið lítið stundað síðan. En núna virðist líf færast í vatnið aftur. Veiði 27.5.2011 10:44 Bleikjan horfin úr Hítará? Veiðitölur í vor styðja það sem mikið hefur verið í umræðunni undanfarið, meðal annars af hendi Veiðimálastofnunar, að bleikjuveiði á Vesturlandi er í mikilli lægð. Svo mikilli að víða jaðrar ástandið við algjört hrun. Veiði 26.5.2011 15:07 Ertu með veiðifrétt? Við minnum ykkur á að við erum í leit að veiðifréttum frá ykkur og ætlum að verðlauna eina innsenda frétt í maímánuði með veiðileyfi fyrir 2 stangir í Baugstaðarós/Vola á Tungubár (miðsvæði) frá SVFR. Skemmtilegt svæði og veiðin getur oft verið mjög góð. Við drögum úr innsendum fréttum þann 1. júní. Veiði 26.5.2011 14:22 Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Urriðasvæðin í Laxárdal og Mývatnssveit opna næstu helgi. Árnefndin hefur staðið í stórræðum og væntingar veiðimanna miklar fyrir sumarið.Samkvæmt upplýsingum frá árnefnd þá hóf hún vorstörf í Laxárdal og Mývatnssveit 28. apríl sl. Þegar þetta er ritað er þeim enn ekki alveg lokið. Allt verður þó klárt fyrir opnun 29. maí. Stóra verkefnið þetta vorið var að mála veiðihúsið Hof í Mývatnssveit. Þess vegna var afráðið að fjölga í árnefndinni í 14 manns til að tryggja að verkefnið kláraðist fyrir opnun. Ekki náðu þó allir í árnefndinni að taka þátt í vorverkunum. Veiði 26.5.2011 10:47 Gróska í veiðiþáttum í sumar Það verður gott framboð af veiðiþáttum á næstunni sem hlýtur að vera gleðiefni fyrir alla veiðimenn. Gunnar Bender verður á ferðinni í sumar og þættirnir hans eru sýndir á ÍNN öll miðvikudagskvöld klukkan 20:30. Veitt með Vinum sería 6 er líka í tökum og veiðimenn geta átt von á að sjá það tökulið víða um land í sumar, m.a. að prófa nýjar neðanvatnsmyndavélar. Væntanlegir tökustaðir eru t.d. Tungulækur, Jökla, Affallið o.fl. Veitt með Vinum eru sýndir á Stöð 2 Sport. Veiði 26.5.2011 09:49 Ein sterkasta flugan snemmsumars í vatnaveiðinni Fyrir þá sem eru duglegir að hnýta þá skellum við einni mynd af flugu sem hefur verið gífurlega sterk undanfarin ár í vötnum eins og Elliðavatni, Vífilstaðavatni, Meðalfellsvatni og víðar. Hún eiginlega veiðir vel í öllum vötnum á þessum árstíma þegar stærsti hluti ætis hjá bleikjunni eru mýpúpur. Veiði 25.5.2011 15:29 Voru við veiðar í Tungulæk þegar gosið hófst Félagarnir Ragnar Jónsson, Sigurður Þorsteinsson, Jóhannes Jóhannesson, Ólafur Stefánsson, Jón Vignir Steingrímsson og Steinn Steinnson voru við veiðar í Tungulæk á laugardaginn þegar gosið hófst. Veiði 25.5.2011 10:22 Tilkynning frá Veiðimálastofnun Fréttir berast af því að veiðiárnar í Skaftárhreppi séu litaðar af öskuframburði. Í eldfjallaösku geta verið eiturefni eins og flúor og álsambönd. Þegar úrkoma verður skolast þessi efni auðveldlega út og í nærliggjandi vötn. Púls eiturefna getur því borist í vötn og valdið þar dauða lífvera. Það sem ræður skaðsemi þessa er magn öskufalls og magn eiturefna í öskunni. Á þessari stundu liggja fyrir takmarkaðar upplýsingar um efnainnihald öskunnar, en fyrstu mælingar sýna að lítið er af flúor í öskunni, sem betur fer. Veiði 25.5.2011 09:22 Norðurá í Skagafirði í sölu hjá SVAK SVAK hefur tekið að sér sölu á veiðileyfum í Norðurá í skagafirði. Um er að ræða bleikjuveiði í júlí, ágúst og september. Mikil veiði var í Norðurá í fyrra sumar og til að mynda veiddust vel á annan tug bleikja þegar fluguveiðiskóli svak var haldin þar, uppistaðan er c.a. 1-2 pd fiskur en oft veiðast stærri fiskar inn á milli og þá sérstaklega í júlí á meðan stórbleikjan er að ganga. Veiði 24.5.2011 15:28 Bleikjan farin að taka á Þingvöllum Veiðivísir fékk fregnir af tveimur veiðimönnum sem lögðu leið sína í þjóðgarðinn á Þingvöllum á laugardaginn og eyddu þar stórum hluta af deginum við veiðar. Það var víst afskaplega rólegt og þeir lítið varir þrátt fyrir að fara yfir helstu staðina svo sem Vatnskot, Nautatanga og Öfugsnáða. Þeir fóru í smá göngutúr frá Vatnskoti í vesturátt og þegar þeir komu að fyrstu víkinni breyttist vindáttinn aðeins og þá eins og hendi væri veifað fór allt af stað í vatninu. Veiði 24.5.2011 15:06 Engar afbókanir erlendra veiðimanna Þrátt fyrir að Ísland sé í öllum miðlum heimsins út af eldgosinu í Grímsvötnum virðast þeir erlendu veiðimenn sem hér eiga veiðileyfi í sumar pollrólegir yfir ástandinu. Upplýsingagjöfin í kringum þetta gos er mikið betri og skilvirkari þar sem reynslan af gosinu í Eyjafjallajökli er klárlega að skila sér. Menn eru meðvitaðir um að gosið stendur líklega yfir í stuttann tíma og eru því ekki að hugsa um að afbóka ferðir sínar til Íslands. Veiði 24.5.2011 14:37 Veiðiferðirnar eru oft misjafnar Veiðiklúbburinn Ásbjörn fór til veiða um daginn og sendi okkur eftirfarandi frétt, við tökum það fram að það hafa ekki borist neinar fréttir af aflabrögðum frá þeim félögum. Við þökkum þeim kærlega fyrir þetta skemmtilega innlegg: Veiði 23.5.2011 12:56 « ‹ 89 90 91 92 93 94 … 94 ›
Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Við drógum áðan úr innsendum veiðifréttum og það var Ólafur Daði Hermannsson sem var dreginn úr pottinum. Við óskum honum til hamingju og þökkum honum, og öllum hinum sem sendu inn fréttir kærlega fyrir skemmtilega veiðifrétt. Ólafur hlýtur veiðileyfi fyrir 2 stangir í Baugstaðarós/Vola frá SVFR. Veiði 1.6.2011 12:04
Af veiðum í Minnivallalæk og Breiðdalsá Ekki hafði eldgosið áhrif á Minnivallalæk, smá aska um tíma sem hvarf svo fljótlega. Fyrir gos var hópur að veiðum helgina 13-15. maí sem veiddi mjög vel er mér tjáð, meðal annars bolti um 80 cm úr Stöðvarhyl og bókaður 6 kg, og einnig veiddust nokkrir mjög stórir úr Viðarhólma neðar í ánni. Veiði 1.6.2011 11:42
Fleiri veiðimenn tilkynna laxagöngur í Elliðaánum Daníel Örn Jóhannesson var staddur við Sjávarfoss í Elliðaánum fyrir nokkrum mínútum og sá þar greinilega nokkra laxa. Hann hringdi í okkur hjá Veiðivísi og ætlaði að kíkja víðar í ánna til að sjá hvort fleiri laxar væru gengnir í ánna. Ásgeir Heiðar sá laxa í morgun í ánum og það er því klárt mál að þeir sem eiga daga í opnun geta farið að hlakka til. Ef kistan er lokuð þá stoppa laxarnir í Teljarastreng og Efri Móhyl, þar sjást þeir vel ef menn skyggna hyljina varlega. Veiði 1.6.2011 11:09
Laxarnir mættir í Elliðaárnar Svo virðist sem að lax sé genginn í Elliðaárnar samkvæmt arnaraugum Ásgeirs Heiðars leiðsögumanns. Laxinn er töluvert seinna á ferðinni en undanfarin sumur. Veiði 1.6.2011 10:10
Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Tommi í Veiðiportinu fékk draumafiskinn í Þingvallavatni fyrir skömmu. Var um að ræða 23 punda risaurriða samkvæmt frétt frá Veiðikortinu. Veiði 1.6.2011 10:04
Ótrúlega gott ástand á Laxárurriðanum Vanir veiðimenn við Laxá í Mývatnssveit hafa sjaldan séð urriðann jafn vel haldinn og nú. Sannkölluð stórfiskaveiði hefur verið fyrstu dagana og veiddust 100 fyrsta daginn! Veiði 31.5.2011 16:09
Laxinn mættur í Blöndu Þeir hjá Lax-á fengu skemmtilegan póst í gær frá Höskuldi B Erlingsyni Lögreglumanni og leiðsögumanni í Blöndu og svona hljómar hann: "Ég fór sumsé í gær og aftur í morgun og kíkti í Damminn og Holuna. Fínasta veður og vatn með besta móti í Blöndu. Ég tyllti mér á brúnina fyrir ofan Damminn og sat þar nokkra stund. Þá bylti sér fallegur 2 ára lax í miðjum damminum. Silfurbjartur og fallegur og á að giska 12-14 pund. Annað sá ég ekki en ég neita því ekki að hjartað tók kipp. Veiði 31.5.2011 14:43
Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Við gerðum okkur ferð uppá hálendið í gær til að kanna stöðuna á vötnunum og almennt ástandið á umhverfinu eftir öskufall úr Grímsvatnagosinu. Það er nokkur aska ofan á jarðveginum en samt ekkert í líkingu við það sem maður átti von á. En það er ennþá rétt að detta í vor á hálendi suðurlands. Ís á Fellsendavatni, mikið jökulgrugg í flestum ám og lækjum, vegurinn inní Landmannalaugar ekki fær nema vel útbúnum jeppum o.s.fr. En það sem situr þó mest eftir er að sjá veiðiperluna Köldukvísl við Tungná eyðilagða í nafni virkjana. Veiði 31.5.2011 13:31
Nýtt frítt veftímarit um sportveiði Veiðislóð, tímarit um sportveiði og tengt efni er nú komið út. Það fjallar eins og fram hefur komið, um allrar handa sportveiði í fersku vatni og söltu. Síðar kemur skotveiði einnig inn í myndina. Veiði 31.5.2011 09:38
Vitlu eiga séns á stórlaxi í sumar? Samkvæmt könnun sem Flugur.is framkvæmdu er Laxá í Aðaldal draumaá flestra íslenskra veiðimanna. Líklega er það stórlaxinn sem sækir á drauma veiðimanna og skyldi engan undra. Sá sem hefur sett í stórlax í hinu magnaða umhverfi Laxár verður aldrei samur. Nessvæðið hefur verið sérstaklega gjöfult á stórlaxa enda er það nánast uppselt í sumar. Enn eru þó lausar stangir á Tjarnarsvæðinu, sem hefur í gegnum tíðina ávallt verið hluti Nessvæðisins. Veiði 31.5.2011 09:29
Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiðiflugur geta glatt veiðimenn á því að veiðivestið frá Marc Petitjen er komið í búðina. Veiði 31.5.2011 09:14
Opnunardagur í kulda fyrir norðan Veiði er hafin í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal. Mjög kalt hefur verið nyrðra og urriðann þarf að sækja niður við botn að þessu sinni. Veiði 29.5.2011 22:09
Vötnin að lifna við á suður og vesturlandi Núna er besti tíminn fyrir vatnaveiðina að fara af stað, í flestum vötnum. Fæðuframboðið er ekki orðið það mikið að bleikjan sé orðin vandlát á það sem hún étur þannig að sé hún almennt á staðnum ættu menn að setja í hana fljótlega ef réttar flugur eru undir og veitt sé á réttu dýpi. En stundum er líka bara gott að vera heppinn. Veiðivísir fékk símtal frá veiðimanni sem var að koma úr Þingvallavatni, en þar var hann í sinni fyrstu ferð eftir að hafa æft sig í vor úti á túni. Hann fór nýlega á kastnámskeið og fjárfesti í græjum sem á að nota mikið í sumar. Til að gera langa sögu stutta lagði hann bílnum, eins og hann sagði sjálfur, "við einhvern veg í þjóðgarðinum", labbaði að vatninu og fór að kasta. Veiði 29.5.2011 21:30
Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Það fer ekkert á milli mála að það er mættir einhverjir laxar í árnar. Það hefur sést til laxa nokkrum sinnum í Laxá í Kjós og þá má það heita pottþétt mál að Norðurá, Þverá/Kjarrá, Blanda og jafnvel fleiri ár séu þegar komnar með einhverja laxa í sína hylji Veiði 29.5.2011 21:17
SVAK býður uppá lifandi leiðsögn á sinum veiðisvæðum Nú er unnið að gerð leiðsagnar á formi myndbanda um öll veiðisvæðin sem eru í vefsölu SVAK. Verða fengnir veiðimenn sem þekkja svæðin vel til að tala inn þau. Á vaðið ríður Þóroddur Sveinsson og fer hann yfir öll 7 svæði Hörgár í jafnmörgum myndböndum. Myndböndin verða sett inn á síður svæðanna jafnóðum og þau eru tilbúin. Veiði 28.5.2011 21:19
Ný glær flotlína frá Airflo Veiðimenn eru nýjungagjarnir og taka þróun í veiðivörum vel. Þróun í línum fyrir flugustangir er mikil og á hverju ári koma fram línur sem þykja skara framúr í eiginleikum og það er oft ótrúlegur munur á milli ára hjá framleiðendum. Veiði 27.5.2011 15:52
Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Ef þú ert að veiða frá bát í fjarðarminni á norðurslóðum, setur í vænan fisk, þá er líklega það síðast sem þú átt von á er að þurfa að slást við ísbjörn um fiskinn! Þessari frétt fylgir myndskeið sem er svo ótrúlegt að maður þarf að horfa á það tvisvar til þess að trúa því. Veiði 27.5.2011 11:34
Skráðu þig á fluguveiðinámskeið fyrir sumarið Veiðikortið og Veiðiheimur hafa blásið til fluguveiðinámskeiðs þar sem áhersla er lögð á silungsveiði í vötnum landsins. Þátttökugjaldi er stillt í hóf. Veiði 27.5.2011 11:20
Kleifarvatn að lifna við eftir mögur ár Hér kemur ein skemmtileg veiðisaga úr Kleifarvatni. Gleðifréttir að veiðin sé að glæðast í þessu vatni og ræktunarátak klárlega að skila árangri. Hér fyrir mörgum árum var oft góð veiði í vatninu og þá sérstaklega í suðurendanum þar sem hverirnir eru. Þegar vatnyfirborðið var hærra gekk bleikjan stundum inní pollinn í torfum og tók fluguna oft vel. Eftir skjálftahrinu sem olli því að yfirborð vatnsins lækkaði um nokkra metra datt allur botn úr veiðinni og vatnið verið lítið stundað síðan. En núna virðist líf færast í vatnið aftur. Veiði 27.5.2011 10:44
Bleikjan horfin úr Hítará? Veiðitölur í vor styðja það sem mikið hefur verið í umræðunni undanfarið, meðal annars af hendi Veiðimálastofnunar, að bleikjuveiði á Vesturlandi er í mikilli lægð. Svo mikilli að víða jaðrar ástandið við algjört hrun. Veiði 26.5.2011 15:07
Ertu með veiðifrétt? Við minnum ykkur á að við erum í leit að veiðifréttum frá ykkur og ætlum að verðlauna eina innsenda frétt í maímánuði með veiðileyfi fyrir 2 stangir í Baugstaðarós/Vola á Tungubár (miðsvæði) frá SVFR. Skemmtilegt svæði og veiðin getur oft verið mjög góð. Við drögum úr innsendum fréttum þann 1. júní. Veiði 26.5.2011 14:22
Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Urriðasvæðin í Laxárdal og Mývatnssveit opna næstu helgi. Árnefndin hefur staðið í stórræðum og væntingar veiðimanna miklar fyrir sumarið.Samkvæmt upplýsingum frá árnefnd þá hóf hún vorstörf í Laxárdal og Mývatnssveit 28. apríl sl. Þegar þetta er ritað er þeim enn ekki alveg lokið. Allt verður þó klárt fyrir opnun 29. maí. Stóra verkefnið þetta vorið var að mála veiðihúsið Hof í Mývatnssveit. Þess vegna var afráðið að fjölga í árnefndinni í 14 manns til að tryggja að verkefnið kláraðist fyrir opnun. Ekki náðu þó allir í árnefndinni að taka þátt í vorverkunum. Veiði 26.5.2011 10:47
Gróska í veiðiþáttum í sumar Það verður gott framboð af veiðiþáttum á næstunni sem hlýtur að vera gleðiefni fyrir alla veiðimenn. Gunnar Bender verður á ferðinni í sumar og þættirnir hans eru sýndir á ÍNN öll miðvikudagskvöld klukkan 20:30. Veitt með Vinum sería 6 er líka í tökum og veiðimenn geta átt von á að sjá það tökulið víða um land í sumar, m.a. að prófa nýjar neðanvatnsmyndavélar. Væntanlegir tökustaðir eru t.d. Tungulækur, Jökla, Affallið o.fl. Veitt með Vinum eru sýndir á Stöð 2 Sport. Veiði 26.5.2011 09:49
Ein sterkasta flugan snemmsumars í vatnaveiðinni Fyrir þá sem eru duglegir að hnýta þá skellum við einni mynd af flugu sem hefur verið gífurlega sterk undanfarin ár í vötnum eins og Elliðavatni, Vífilstaðavatni, Meðalfellsvatni og víðar. Hún eiginlega veiðir vel í öllum vötnum á þessum árstíma þegar stærsti hluti ætis hjá bleikjunni eru mýpúpur. Veiði 25.5.2011 15:29
Voru við veiðar í Tungulæk þegar gosið hófst Félagarnir Ragnar Jónsson, Sigurður Þorsteinsson, Jóhannes Jóhannesson, Ólafur Stefánsson, Jón Vignir Steingrímsson og Steinn Steinnson voru við veiðar í Tungulæk á laugardaginn þegar gosið hófst. Veiði 25.5.2011 10:22
Tilkynning frá Veiðimálastofnun Fréttir berast af því að veiðiárnar í Skaftárhreppi séu litaðar af öskuframburði. Í eldfjallaösku geta verið eiturefni eins og flúor og álsambönd. Þegar úrkoma verður skolast þessi efni auðveldlega út og í nærliggjandi vötn. Púls eiturefna getur því borist í vötn og valdið þar dauða lífvera. Það sem ræður skaðsemi þessa er magn öskufalls og magn eiturefna í öskunni. Á þessari stundu liggja fyrir takmarkaðar upplýsingar um efnainnihald öskunnar, en fyrstu mælingar sýna að lítið er af flúor í öskunni, sem betur fer. Veiði 25.5.2011 09:22
Norðurá í Skagafirði í sölu hjá SVAK SVAK hefur tekið að sér sölu á veiðileyfum í Norðurá í skagafirði. Um er að ræða bleikjuveiði í júlí, ágúst og september. Mikil veiði var í Norðurá í fyrra sumar og til að mynda veiddust vel á annan tug bleikja þegar fluguveiðiskóli svak var haldin þar, uppistaðan er c.a. 1-2 pd fiskur en oft veiðast stærri fiskar inn á milli og þá sérstaklega í júlí á meðan stórbleikjan er að ganga. Veiði 24.5.2011 15:28
Bleikjan farin að taka á Þingvöllum Veiðivísir fékk fregnir af tveimur veiðimönnum sem lögðu leið sína í þjóðgarðinn á Þingvöllum á laugardaginn og eyddu þar stórum hluta af deginum við veiðar. Það var víst afskaplega rólegt og þeir lítið varir þrátt fyrir að fara yfir helstu staðina svo sem Vatnskot, Nautatanga og Öfugsnáða. Þeir fóru í smá göngutúr frá Vatnskoti í vesturátt og þegar þeir komu að fyrstu víkinni breyttist vindáttinn aðeins og þá eins og hendi væri veifað fór allt af stað í vatninu. Veiði 24.5.2011 15:06
Engar afbókanir erlendra veiðimanna Þrátt fyrir að Ísland sé í öllum miðlum heimsins út af eldgosinu í Grímsvötnum virðast þeir erlendu veiðimenn sem hér eiga veiðileyfi í sumar pollrólegir yfir ástandinu. Upplýsingagjöfin í kringum þetta gos er mikið betri og skilvirkari þar sem reynslan af gosinu í Eyjafjallajökli er klárlega að skila sér. Menn eru meðvitaðir um að gosið stendur líklega yfir í stuttann tíma og eru því ekki að hugsa um að afbóka ferðir sínar til Íslands. Veiði 24.5.2011 14:37
Veiðiferðirnar eru oft misjafnar Veiðiklúbburinn Ásbjörn fór til veiða um daginn og sendi okkur eftirfarandi frétt, við tökum það fram að það hafa ekki borist neinar fréttir af aflabrögðum frá þeim félögum. Við þökkum þeim kærlega fyrir þetta skemmtilega innlegg: Veiði 23.5.2011 12:56
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent