Borgarstjórn

Fréttamynd

100 miðborgaríbúðir fyrir stúdenta

Liðlega eitt hundrað miðborgaríbúðir fyrir stúdenta og þrír íbúðaturnar með rúmlega eitt hundrað íbúðum að auki verða að veruleika eftir að borgarráð samþykkti skipulag fyrir svokallaðan Barónsreit í gær. Svæðið afmarkast af Barónsstíg, Hverfisgötu, Skúlagötu og Vitastíg.

Innlent
Fréttamynd

25 í framboði hjá D-lista

Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík rann út klukkan 17 síðastliðinn föstudag. Þrír af núverandi borgarfulltrúum flokksins bjóða sig ekki fram að þessu sinni, þau Björn Bjarnason, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson.

Innlent
Fréttamynd

Vatnsmýrin skipulögð með SMS

Upplýsinga- og hugmyndamiðstöð í Listasafni Reykjavíkur opnar í dag þar sem borgarbúum gefst kostur á að koma á framfæri sínum hugmyndum um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar. Þeir sem eiga ekki heimangengt geta haft áhrif með því að senda gjaldfrjáls SMS eða myndskilaboð í símanúmerið 1855.

Innlent
Fréttamynd

Borgarbúar skipuleggja Vatnsmýrina

Á morgun gefst Reykvíkingum færi á að hafa bein áhrif á skipulag Vatnsmýrarsvæðisins. Búið er að setja upp upplýsinga- og hugmyndamiðstöð í Listasafni Reykjavíkur þar sem borgarbúar geta gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Innlent
Fréttamynd

Aðrar leiðir verði kannaðar

Undirbúningshópur stofnunar íbúasamtaka í Laugardalshverfum telur að þó svo að það virðist sem að svokölluð „innri leið“ hafi verið valin við skipulagningu Sundabrautar í Reykjavík, þá sé ekki fullreynt að kanna aðrar leiðir.

Innlent
Fréttamynd

D-listi fengi hreinan meirihluta

Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta og níu fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur ef kosið yrði núna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups fyrir Ríkisútvarpið. Liðlega 56 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn, tæp 28 prósent Samfylkinguna, 11,5 prósent Vinstri græna, tæp þrjú prósent Framsóknarflokkinn og tvö prósent Frjálslynda flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Júlíus Vífill styður Vilhjálm

Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, sem gefur nú kost á sér í annað sætið á lista Sjálfstæðsiflokksins í Reykjavík, segist styðja Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson sem borgarstjóraefni flokksins. Þetta kom fram í þættinum Ísland í bítið í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Hugmyndasamkeppnin ótímabær

Bæði borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins og Ólafur F. Magnússon, fulltrúi F-lista, telja að alþjóðleg hugmyndasamkeppni um Vatnsmýrarsvæðið, sem borgarráð samþykkti í gær að efna til, sé ótímabær þar til lokið verði viðræðum fulltrúa Reykjavíkurborgar og samgönguráðuneytis um málið.

Innlent
Fréttamynd

21 milljón í hugmyndasamkeppnina

Reykjavíkurborg hefur gert samstarfssamning við Íslandsbanka, KB banka, Landsbankann og fasteignafélagið Þyrpingu vegna alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Hefur verið ákveðið að bankarnir og Þyrping leggi til 21 milljón króna í hugmyndasamkeppni um skipulag svæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Anna stefnir á fyrsta sætið

Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Anna tilkynnti þetta á blaðamannafundi fyrir stundu.

Innlent
Fréttamynd

Öll hækkunin afturkræf

Forsvarsmenn stúdenta hafa leitað eftir svörum við því hjá borgaryfirvöldum hvort samþykkt borgarráðs um að falla frá fyrirhuguðum hækkunum á gjaldskrá leikskólanna þar sem annað foreldrið er í námi, eigi einnig við um þá hækkun sem tók gildi 1. júní síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Össur gagnrýnir Steinunni Valdísi

Össur Skarphéðinsson gagnrýnir ummæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur sem sagði að Stefán Jón hafi gengið með borgarstjórann í maganum og því komi ákvörðun hans um að bjóða sig fram sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar ekki á óvart. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan var við að missa tökin

Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir ástandið á menningarnótt hafa verið ískyggilegt og ekki sé hægt að líða slíkt ár eftir ár. Mikið fyllerí, unglingafyllerí, fíkniefnaneysla, spennuþrungið og hættulegt ástand. Þannig lýsir Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur ástandinu í miðborginni eftir miðnætti umrædda nótt. 

Innlent
Fréttamynd

Samið um 40 ljósleiðaratengingar

Í dag var undirritaður samningur milli Reykjavíkurborgar og Og fjarskipta um 40 ljósleiðaratengingar vegna jafn margra starfsstaða borgarinnar. Samningurinn gildir til fjögurra ára og var gerður í kjölfar útboðs á ljósleiðaratengingum fyrir helstu starfsstaði borgarinnar. Verðmæti samningsins er um 111 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Afstaða ráðherra hefur ekki áhrif

Ekki er áformað samkvæmt þeim hugmyndum sem Reykjavíkurborg kynnti Háskólanum í Reykjavík að byggja innan flugvallargirðingarinnar næstu tíu til fimmtán árin. Afstaða samgönguráðherra hefur því engin áhrif á framkvæmdir fram að þeim tíma. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans.

Innlent
Fréttamynd

Enginn er eyland í R-listanum

„Það býður enginn flokkur fram Reykjavíkurlista einn og sér - það er ekki R-listi,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Tveir menn eru skráðir fyrir Reykjavíkurlistanum í fyrirtækjaskrá - annar er framsóknarmaður og hinn er í Samfylkingunni.

Innlent
Fréttamynd

Rætt við hæstbjóðanda

Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að gengið yrði til viðræðna við hæstbjóðanda í hlut borgarinnar í Vélamiðstöðinni ehf. sem borgin á í félagi við Orkuveitu Reykjavíkur. Þá var samþykkt tillaga um að byggja nýtt fimleikahús fyrir Ármann og Þrótt í Laugardal.

Innlent
Fréttamynd

32% vilja Össur sem borgarstjóra

Þrjátíu og tvö prósent þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun sem Plúsinn gerði eftir hádegi í gær sögðust vilja sjá Össur Skarphéðinsson sem næsta borgarstjóra. Sextíu og átta prósent voru því andvíg en spurt var hvort fólk vildi hann í embættið eða ekki.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir ekki að borgarstjórastól

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, segist ekki stefna að því að verða borgarstjóraefni R-listans og hefur hann enga ákvörðun tekið í þeim efnum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja opið prófkjör

Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi R-listans, segir hugmyndir Össurar Skarphéðinssonar um opið prófkjör Samfylkingarinnar sem fram koma á heimasíðu hans í dag ekki vera nýjar af nálinni. Slíkt hafi verið gert tvisvar áður á síðustu árum og hefur hann verið talsmaður þess að sem flestir komi að prófkjöri.

Innlent
Fréttamynd

Össur vill opið prófkjör

Össur Skarphéðinsson vill að prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík verði opið. Þannig segir hann að leið myndi opnast fyrir Dag B. Eggertsson til að vera á listanum.

Innlent
Fréttamynd

Stefán Jón gegn Steinunni?

Kúvending á málflutningi viðræðunefndar Samfylkingarinnar eftir fund með ráðamönnum í flokknum olli því að sátt náðist á fundi R-lista flokkanna í gær. Náist sátt um áframhaldandi samstarf stefnir í baráttu núverandi borgarstjóra og Stefáns Jóns Hafstein um borgarstjórastólinn.

Innlent
Fréttamynd

Framtíð R-listans að ráðast

Það gæti ráðist á fundi viðræðunefndar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna í dag hvort R-lista flokkarnir bjóða áfram sameiginlega fram fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar.

Innlent
Fréttamynd

R-listi: Viðræðum haldið áfram

Flokkarnir þrír sem standa að R-listanum ákváðu rétt fyrir klukkan sex að halda áfram viðræðum um samstarf. Fyrr í dag hótuðu framsóknarmenn í samninganefnd fyrir R-listann að hætta samstarfinu ef Samfylkingin kæmi ekki með nýtt útspil á fundi flokkanna sem haldinn var síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Vendipunktur hjá R-listanum

Ákveðinn vendipunktur varð á fundi fulltrúa aðildarflokka R-listans í dag að því er segir í tilkynningu frá fundarmönnum. Hvað þar var um að ræða er ekki útskýrt nánar.

Innlent
Fréttamynd

VG ræða framboðsmál í Reykjavík

Félagsmenn Vinstri grænna í Reykjavík ætla í kvöld að fjalla um framboðsmál sín fyrir næstu borgarstjórnarkosningar en sem kunnugt er eru Vinstri grænir hluti R-listans. Líklegt er talið að Vinstri grænir muni velja frambjóðendur sína með innanflokksprófkjöri.

Innlent
Fréttamynd

Kynning á framkvæmdum við Hlemm

Kynning á nýju deiliskipulagi og byrjuðum og fyrirhuguðum framkvæmdum í næsta nágrenni Hlemms fer fram í strætóskýlinu á Hlemmi á morgun. Einnig verður flutt sögulegt ágrip svæðisins og nýtt leiðakerfi Strætó bs. kynnt.

Innlent
Fréttamynd

Hvatt til samstarfs R-listans

Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem hvatt er til viðræðna um endurnýjað samstarf í borgarstjórn undir merkjum Reykjavíkurlistans.

Innlent
Fréttamynd

Íbúaþing D-lista í Laugardalnum

Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna efnir til íbúaþings í dag klukkan 17 í veitingatjaldi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal</u />. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokksins, setur íbúaþingið og mun kynna hugmyndir um betri borg.

Innlent