Börn á biðlista Valgerður Sigurðardóttir skrifar 26. ágúst 2020 09:30 Fuglarnir eru teknir að hópa sig, berin eru þroskuð og fjöldi barna í Reykjavík er á biðlista eftir því að fá þá þjónustu sem foreldrar þeirra völdu fyrir þau. Það er nefnilega þannig að líkt er og það sé náttúrulögmál að ekki takist að manna frístundaheimili Reykjavíkurborgar áður en skólastarf byrjar með tilheyrandi raski fyrir fjölda foreldra og barna. Þjónustuborg Reykjavíkurborg er í mikilli samkeppni við nágrannasveitafélögin, þar er gríðarleg uppbygging og vöxtur margra þeirra er ævintýralegur. Því miður gilda ekki sömu lögmál um Reykjavík og vöxtur sveitarfélagsins er langt frá því að vera í líkingu við það sem er að gerast í sveitarfélögunum í kringum okkur. Þangað er að flytjast ungt fólk, ungt fólk sem metur kosti þjónustu. Ungt fólk sem vill kaupa sér húsnæði þar sem þjónustan er góð. Það er ekki og verður aldrei góð þjónusta að börn séu á biðlista. Það að endalausu álagi sé varpað á barnafjölskyldur í Reykjavík er ekki góð þjónusta. Meirihlutinn í Reykjavík verður að fara að átta sig á því að við erum í samkeppni um íbúana. Ef Reykjavíkurborg skarar ekki fram úr í þjónustu við barnafjölskyldur þá flytur fólk einfaldlega í önnur sveitarfélög. Skipulagsleysi Það er merkilegt að horfa á atvinnuleysistölur sem eru himinháar miðað við undanfarin ár og heyra að ekki sé búið að manna í allar stöður á frístundaheimilum, skólum eða leikskólum. Það hlýtur að vera hægt að skipuleggja skólastarf í Reykjavíkurborg með þeim hætti að það sé byrjað að huga að ráðningu starfsfólks fyrr þannig að foreldrar ungra barna geti treyst því að þeir fái þá þjónustu sem þeir hafa óskað eftir að kaupa fyrir börn sín. Foreldrar ungra barna hafa gengið í gegnum miklar hremmingar þetta árið verkföll í Reykjavík voru lengri en í öðrum sveitarfélögum, einn leikskóli náði ekki að opna á réttum tíma eftir sumarleyfi og því var lokað þar viku lengur en til stóð þetta hafði áhrif á 160 börn. Búið er að skerða opnunartíma leikskóla Reykjavíkur vegna COVID sem allir loka núna klukkan 16:30. Síðan er fjöldI barna á biðlista vegna þess að ekki hefur tekist að manna frístundaheimili Reykjavíkurborgar. Allt þetta hefur verið að bitna illa á foreldrum reykvískra barna. Við rekstur sveitarfélags verður að vera tryggt að þjónusta við barnafjölskyldur sé alltaf fumlaus. Þess vegna verður að tryggja að búið sé að manna allar stöður til þess að koma í veg fyrir óþarfa álag á barnafjölskyldur, því ætti auðveldlega að vera hægt að breyta með betra skipulagi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fuglarnir eru teknir að hópa sig, berin eru þroskuð og fjöldi barna í Reykjavík er á biðlista eftir því að fá þá þjónustu sem foreldrar þeirra völdu fyrir þau. Það er nefnilega þannig að líkt er og það sé náttúrulögmál að ekki takist að manna frístundaheimili Reykjavíkurborgar áður en skólastarf byrjar með tilheyrandi raski fyrir fjölda foreldra og barna. Þjónustuborg Reykjavíkurborg er í mikilli samkeppni við nágrannasveitafélögin, þar er gríðarleg uppbygging og vöxtur margra þeirra er ævintýralegur. Því miður gilda ekki sömu lögmál um Reykjavík og vöxtur sveitarfélagsins er langt frá því að vera í líkingu við það sem er að gerast í sveitarfélögunum í kringum okkur. Þangað er að flytjast ungt fólk, ungt fólk sem metur kosti þjónustu. Ungt fólk sem vill kaupa sér húsnæði þar sem þjónustan er góð. Það er ekki og verður aldrei góð þjónusta að börn séu á biðlista. Það að endalausu álagi sé varpað á barnafjölskyldur í Reykjavík er ekki góð þjónusta. Meirihlutinn í Reykjavík verður að fara að átta sig á því að við erum í samkeppni um íbúana. Ef Reykjavíkurborg skarar ekki fram úr í þjónustu við barnafjölskyldur þá flytur fólk einfaldlega í önnur sveitarfélög. Skipulagsleysi Það er merkilegt að horfa á atvinnuleysistölur sem eru himinháar miðað við undanfarin ár og heyra að ekki sé búið að manna í allar stöður á frístundaheimilum, skólum eða leikskólum. Það hlýtur að vera hægt að skipuleggja skólastarf í Reykjavíkurborg með þeim hætti að það sé byrjað að huga að ráðningu starfsfólks fyrr þannig að foreldrar ungra barna geti treyst því að þeir fái þá þjónustu sem þeir hafa óskað eftir að kaupa fyrir börn sín. Foreldrar ungra barna hafa gengið í gegnum miklar hremmingar þetta árið verkföll í Reykjavík voru lengri en í öðrum sveitarfélögum, einn leikskóli náði ekki að opna á réttum tíma eftir sumarleyfi og því var lokað þar viku lengur en til stóð þetta hafði áhrif á 160 börn. Búið er að skerða opnunartíma leikskóla Reykjavíkur vegna COVID sem allir loka núna klukkan 16:30. Síðan er fjöldI barna á biðlista vegna þess að ekki hefur tekist að manna frístundaheimili Reykjavíkurborgar. Allt þetta hefur verið að bitna illa á foreldrum reykvískra barna. Við rekstur sveitarfélags verður að vera tryggt að þjónusta við barnafjölskyldur sé alltaf fumlaus. Þess vegna verður að tryggja að búið sé að manna allar stöður til þess að koma í veg fyrir óþarfa álag á barnafjölskyldur, því ætti auðveldlega að vera hægt að breyta með betra skipulagi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun