Bobby Fischer Stýrði ekki atburðarásinni Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirlýsinga og umræðna sem tengjast framgöngu Stöðvar 2 við komu Bobbys Fischers til Íslands í gærkvöldi. Þar neitar hann að hafa stýrt atburðarásinni á Reykjavíkurflugvelli. Þá segir Páll í hlutarins eðli að Stöð 2 hafi reynt eftir fremsta megni að tryggja sér sem bestan aðgang að Fischer. Innlent 13.10.2005 18:57 Tekur ekki þátt í skáklífinu Bobby Fischer ætlar ekki að taka neinn þátt í skáklífinu hér á landi, hvorki að tefla við aðra íslenska skákmenn né koma að skákkennslu. Hann vill frekar halda áfram þróun sinni á annarri útfærslu skákíþróttarinnar, svokallaðri „random chess“, þar sem meðal annars er önnur uppröðun skákmannanna en gengur og gerist. Innlent 13.10.2005 18:57 Vandaði ráðamönnum ekki kveðjurnar Bobby Fisher er á leiðinni til Íslands og er búist við honum til landsins í kvöld. Hann vandar Bandaríkjaforseta og forsætisráðherra Japans ekki kveðjurnar og segir að þá eigi að hengja. Sæmundur Pálsson segist vona að Fisher róist eftir að hafa fengið hvíld. Innlent 13.10.2005 15:32 Flogið frá Kristianstad Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, var í föruneyti Fischers á Sturup-flugvelli í Malmö skömmu fyrir klukkan sjö. Hann sagði að svartaþoka væri þar og aðeins 50 metra skyggni og því yrði brugðið á það ráð að fara til Kristianstad sem væri fyrir norðan Malmö. Þar væri vélin lent og með henni kæmi föruneytið heim. Innlent 13.10.2005 15:33 Sagði að hengja ætti ráðamenn Fyrstu skilaboð skákmeistarans til heimsbyggðarinnar, eftir að hann var látinn laus úr prísundinni í Japan, var að hengja ætti Bandaríkjaforseta og forsætisráðherra Japans. Erlent 13.10.2005 15:33 Velur á milli tveggja hótela Og Fischer þarf stað til að gista á þegar hann kemur til Íslands í kvöld. Starfsmenn tveggja hótela í Reykjavík, eiga von á því að hýsa skáksnillinginn. Innlent 13.10.2005 15:33 Fischer kemur til landsins í kvöld Bobby Fisher er á leiðinni til Íslands og er búist við honum til landsins í kvöld. Skákmeistarinn var látinn laus úr prísundinni í Japan í nótt og er nú á leið til Kaupmannahafnar ásamt unnustu sinni, Miyoko Watai, þangað sem hann væntanlegur klukkan fjögur síðdegis. Innlent 13.10.2005 15:32 Viðbúnaður vegna komu Fischers Mikill viðbúnaður er á Reykjavíkurflugvelli vegna komu Bobbys Fischers til landsins. Sýnt verður beint frá því þegar stórmeistarinn kemur í aukfréttatíma á Stöð 2. Þá eru einnig fjölmargar erlendar stöðvar hingað komnar til að fylgjast með atburðinum og þá hafa stóru, erlendu fréttaþjónusturnar þegar keypt réttinn á þeim myndum sem íslenskar stöðvar senda út í kvöld. Innlent 13.10.2005 15:33 Fagnaðarfundir á Kastrup-flugvelli Það voru fagnaðarfundir þegar Sæmundur Pálssson tók á móti vini sínum Bobby Fischer á Kastrup-flugvelli í dag. Fischer segist kominn til að vera á Íslandi. Innlent 13.10.2005 15:33 Fischer að lenda á Kastrup Flugvél Bobbys Fischers sem kemur frá Japan er nú í aðflugi að Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn og á hún lenda á vellinum eftir um stundarfjórðung. Skákmeistarinn var látinn laus úr prísundinni í Japan í nótt eftir að hann undirritaði yfirlýsingu þess efnis að hann félli frá málsókn á hendur japönskum yfirvöldum. Innlent 13.10.2005 15:32 Fischer flýgur heim frá Malmö Skákmeistarinn Bobby Fischer flýgur heim til Íslands frá Malmö í Svíþjóð en ekki Kaupmannahöfn eins og til stóð. Ástæðan er sögð vera þoka og gat þota sem flytja á Fischer til Íslands ekki lent í Kaupmannahöfn. Flugvél Fischers frá Japan lenti á fjórða tímanum á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn en hann fór ekki sömu leið og aðrir farþegar heldur var honum fylgt frá flugvélinni af nokkrum lögreglumönnum og öryggisvörðum á flugvellinum og upp í lögreglubíl. Innlent 13.10.2005 15:33 Til Íslands í óþökk Bandaríkjanna Bobby Fischer er á leiðinni heim til Íslands. Japönsk stjórnvöld ætla að sleppa honum í nótt og þá liggur leiðin hingað til lands, í mikilli óþökk Bandaríkjastjórnar. Innlent 13.10.2005 18:57 Bobby Fischer sleppt í kvöld Bobby Fischer verður sleppt úr haldi klukkan níu að japönskum tíma í fyrramálið, eða á miðnætti að íslenskum tíma í kvöld, og fær þá ferðafrelsi til þess að fara til Íslands. Fulltrúar japanska útlendingaeftirlitsins og dómsmálaráðuneytisins staðfestu þetta við lögmenn Fischers í morgun. Innlent 13.10.2005 18:57 Vilja Fischer enn framseldan Adam Ereli, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, segir að þarlend stjórnvöld hafi óskað eftir því í gær að Japanar framseldu Fischer til Bandaríkjanna þrátt fyrir aðgerðir Íslendinga. Ereli sagði Bandaríkjamenn vonsvikna vegna þess að Íslendingar hefði veitt Fischer ríkisborgararétt enda væri hann glæpamaður á flótta. Erlent 13.10.2005 18:57 Fischer: Bandaríkjamenn vonsviknir Bandarísk stjórnvöld segja að það valdi þeim vonbrigðum að Bobby Fischer hafi verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Yfirvöld í Japan íhuga að senda Fischer til Íslands, um leið og ríkisborgararéttur hans verður staðfestur. Innlent 13.10.2005 18:57 Fischer strax á launaskrá? Flest bendir til þess að Bobby Fischer komist strax á launaskrá hjá hinu opinbera, ef hann kemur hingað til lands, því hann á rétt á launum sem svara menntaskólakennaralaunum þar sem hann verður íslenskur stórmeistari í skák. Innlent 13.10.2005 18:57 Japanar munu íhuga lausn Fischers Japanar munu íhuga að senda Bobby Fischer til Íslands ef þeim berst staðfesting á því að honum hafi verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir Chieko Nohno, dómsmálaráðherra Japans, í morgun. Innlent 13.10.2005 18:57 Fischer orðinn Íslendingur Bobby Fischer er orðinn Íslendingur eftir að umsókn hans um ríkisborgararétt fékk sérstaka flýtimeðferð í þinginu. Aukafundur var haldinn í allsherjarnefnd síðdegis vegna athugasemda sem bárust frá bandarískum stjórnvöldum. Innlent 13.10.2005 18:56 Reiknar með að sækja Fischer Sæmundur Pálsson, einkavinur Bobbys Fischers, er himinlifandi yfir þeim fregnum að Fischer verði líklega veitt íslenskt ríkisfang fyrir páska. Hann er nýkominn frá Japan en ætlar að fara þangað aftur og aðstoða vin sinn við ferðalagið heim til Íslands. Hann reiknar með að kærasta Fischers komi líka. Innlent 13.10.2005 18:56 Hengdur upp á höndunum Þrenn handjárn voru sett á Bobby Fischer og hann hengdur upp á höndunum eftir að hann sló fangavörð, að sögn Sæmundar Pálssonar. Hann segir Íslendinga ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að Fischer geti ekki framfleytt sér hér á landi. Innlent 13.10.2005 18:56 Fischer verður Íslendingur Allsherjarnefnd samþykkti í gær einróma að mæla með því að Bobby Fischer yrði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Stefnt er á flýtimeðferð á Alþingi og vonast til að málinu verði lokið í næstu viku. Davíð Oddsson telur málið það sérstætt að það sé ekki fordæmisgefandi.</font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:56 Líklegt að nefndin samþykki Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar í allsherjarnefnd, segir líklegt að nefndin samþykki strax í dag að veita Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt. Í viðtali við fréttastofu AP í gær segir Guðrún að ef af þessu yrði myndi málið fá flýtimeðferð á Alþingi. Innlent 13.10.2005 18:55 Fischer: Tillaga lögð fram Tillaga var lögð fram í allsherjarnefnd Alþingis í morgun að Bobby Fischer verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Aukafundur verður líklega haldinn um málið á næstu dögum að sögn Bjarna Benediktssonar, formanns nefndarinnar. Innlent 13.10.2005 18:55 Fischer: Verstu dagar lífs míns „Þetta voru fjórir verstu dagar lífs míns,“ sagði Bobby Fischer er hann hringdi til stuðningshóps síns hér á landi í morgun. Þar lýsir hann veru sinni í illa þefjandi klefa í fjóra sólarhringa í niðurnýddri álmu innflytjendabúðannna í Japan. Innlent 13.10.2005 18:55 Óvíst um umsókn Fischers Það er alls óvíst hvort umsókn Bobbys Fischers um ríkisborgararétt verði tekin til meðferðar í allsherjarnefnd, þó nefndin ætli að funda með stuðningsmönnum hans í fyrramálið. Innlent 13.10.2005 18:55 Málið rætt í allsherjarnefnd? Allsherjarnefnd fundar á morgun en ekki liggur fyrir hvort að mál Bobby Fischers verður þar rætt. Eins og greint var frá í morgun myndu Japanar veita Fischer leyfi til að fara til Íslands ef hann fengi íslenskt ríkisfang, eftir því sem japanskur stjórnmálamaður hefur eftir yfirmanni japanska útlendingaeftirlitsins. Innlent 13.10.2005 18:55 Ríkisborgararéttur fyrir Fischer? Ríkisborgararéttur til handa Bobby Fischer er á dagskrá á fundi allsherjarnefndar í fyrramálið. Fjórir stuðningsmenn Fischers eru boðaðir á fund nefndarinnar. Fulltrúi í nefndinni kveðst ekki geta túlkað þetta öðruvísi en svo að samstaða sé um að veita Fishcer ríkisborgararétt. Innlent 13.10.2005 18:55 Fær ekki að koma til Íslands Japönsk stjórnvöld útilokuðu í gær að Bobby Fischer skákmeistari fengi að fara til Íslands. Talsmaður japanska dómsmálaráðuneytisins lýsti þessu yfir við þingnefnd sem fjallaði um málið í gær að ósk eins þingmanna stjórnarandstöðunnar. Hann sagði að ef Fischer yrði fluttur úr landi þá yrði hann sendur til Bandaríkjanna. Erlent 13.10.2005 18:54 Utanríkisráðherra taki af skarið Utanríkisráðherra þarf að taka af skarið í máli Fischers og ræða við japönsk og bandarísk stjórnvöld og finna lausn, segir fulltrúi Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd. Japönsk stjórnvöld hafa kveðið upp úr með að Fischer verði ekki fluttur til Íslands því hann hafi bandarískt ríkisfang. Innlent 13.10.2005 18:55 Leita aftur ríkisborgararéttar Japönsk stjórnvöld útilokuðu í gær að Bobby Fischer, skákmeistari, fengi að fara til Íslands. Vinir Fischers reyna enn að fá allsherjarnefnd Alþingis til að mæla með að honum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Innlent 13.10.2005 18:54 « ‹ 1 2 3 4 5 … 5 ›
Stýrði ekki atburðarásinni Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirlýsinga og umræðna sem tengjast framgöngu Stöðvar 2 við komu Bobbys Fischers til Íslands í gærkvöldi. Þar neitar hann að hafa stýrt atburðarásinni á Reykjavíkurflugvelli. Þá segir Páll í hlutarins eðli að Stöð 2 hafi reynt eftir fremsta megni að tryggja sér sem bestan aðgang að Fischer. Innlent 13.10.2005 18:57
Tekur ekki þátt í skáklífinu Bobby Fischer ætlar ekki að taka neinn þátt í skáklífinu hér á landi, hvorki að tefla við aðra íslenska skákmenn né koma að skákkennslu. Hann vill frekar halda áfram þróun sinni á annarri útfærslu skákíþróttarinnar, svokallaðri „random chess“, þar sem meðal annars er önnur uppröðun skákmannanna en gengur og gerist. Innlent 13.10.2005 18:57
Vandaði ráðamönnum ekki kveðjurnar Bobby Fisher er á leiðinni til Íslands og er búist við honum til landsins í kvöld. Hann vandar Bandaríkjaforseta og forsætisráðherra Japans ekki kveðjurnar og segir að þá eigi að hengja. Sæmundur Pálsson segist vona að Fisher róist eftir að hafa fengið hvíld. Innlent 13.10.2005 15:32
Flogið frá Kristianstad Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, var í föruneyti Fischers á Sturup-flugvelli í Malmö skömmu fyrir klukkan sjö. Hann sagði að svartaþoka væri þar og aðeins 50 metra skyggni og því yrði brugðið á það ráð að fara til Kristianstad sem væri fyrir norðan Malmö. Þar væri vélin lent og með henni kæmi föruneytið heim. Innlent 13.10.2005 15:33
Sagði að hengja ætti ráðamenn Fyrstu skilaboð skákmeistarans til heimsbyggðarinnar, eftir að hann var látinn laus úr prísundinni í Japan, var að hengja ætti Bandaríkjaforseta og forsætisráðherra Japans. Erlent 13.10.2005 15:33
Velur á milli tveggja hótela Og Fischer þarf stað til að gista á þegar hann kemur til Íslands í kvöld. Starfsmenn tveggja hótela í Reykjavík, eiga von á því að hýsa skáksnillinginn. Innlent 13.10.2005 15:33
Fischer kemur til landsins í kvöld Bobby Fisher er á leiðinni til Íslands og er búist við honum til landsins í kvöld. Skákmeistarinn var látinn laus úr prísundinni í Japan í nótt og er nú á leið til Kaupmannahafnar ásamt unnustu sinni, Miyoko Watai, þangað sem hann væntanlegur klukkan fjögur síðdegis. Innlent 13.10.2005 15:32
Viðbúnaður vegna komu Fischers Mikill viðbúnaður er á Reykjavíkurflugvelli vegna komu Bobbys Fischers til landsins. Sýnt verður beint frá því þegar stórmeistarinn kemur í aukfréttatíma á Stöð 2. Þá eru einnig fjölmargar erlendar stöðvar hingað komnar til að fylgjast með atburðinum og þá hafa stóru, erlendu fréttaþjónusturnar þegar keypt réttinn á þeim myndum sem íslenskar stöðvar senda út í kvöld. Innlent 13.10.2005 15:33
Fagnaðarfundir á Kastrup-flugvelli Það voru fagnaðarfundir þegar Sæmundur Pálssson tók á móti vini sínum Bobby Fischer á Kastrup-flugvelli í dag. Fischer segist kominn til að vera á Íslandi. Innlent 13.10.2005 15:33
Fischer að lenda á Kastrup Flugvél Bobbys Fischers sem kemur frá Japan er nú í aðflugi að Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn og á hún lenda á vellinum eftir um stundarfjórðung. Skákmeistarinn var látinn laus úr prísundinni í Japan í nótt eftir að hann undirritaði yfirlýsingu þess efnis að hann félli frá málsókn á hendur japönskum yfirvöldum. Innlent 13.10.2005 15:32
Fischer flýgur heim frá Malmö Skákmeistarinn Bobby Fischer flýgur heim til Íslands frá Malmö í Svíþjóð en ekki Kaupmannahöfn eins og til stóð. Ástæðan er sögð vera þoka og gat þota sem flytja á Fischer til Íslands ekki lent í Kaupmannahöfn. Flugvél Fischers frá Japan lenti á fjórða tímanum á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn en hann fór ekki sömu leið og aðrir farþegar heldur var honum fylgt frá flugvélinni af nokkrum lögreglumönnum og öryggisvörðum á flugvellinum og upp í lögreglubíl. Innlent 13.10.2005 15:33
Til Íslands í óþökk Bandaríkjanna Bobby Fischer er á leiðinni heim til Íslands. Japönsk stjórnvöld ætla að sleppa honum í nótt og þá liggur leiðin hingað til lands, í mikilli óþökk Bandaríkjastjórnar. Innlent 13.10.2005 18:57
Bobby Fischer sleppt í kvöld Bobby Fischer verður sleppt úr haldi klukkan níu að japönskum tíma í fyrramálið, eða á miðnætti að íslenskum tíma í kvöld, og fær þá ferðafrelsi til þess að fara til Íslands. Fulltrúar japanska útlendingaeftirlitsins og dómsmálaráðuneytisins staðfestu þetta við lögmenn Fischers í morgun. Innlent 13.10.2005 18:57
Vilja Fischer enn framseldan Adam Ereli, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, segir að þarlend stjórnvöld hafi óskað eftir því í gær að Japanar framseldu Fischer til Bandaríkjanna þrátt fyrir aðgerðir Íslendinga. Ereli sagði Bandaríkjamenn vonsvikna vegna þess að Íslendingar hefði veitt Fischer ríkisborgararétt enda væri hann glæpamaður á flótta. Erlent 13.10.2005 18:57
Fischer: Bandaríkjamenn vonsviknir Bandarísk stjórnvöld segja að það valdi þeim vonbrigðum að Bobby Fischer hafi verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Yfirvöld í Japan íhuga að senda Fischer til Íslands, um leið og ríkisborgararéttur hans verður staðfestur. Innlent 13.10.2005 18:57
Fischer strax á launaskrá? Flest bendir til þess að Bobby Fischer komist strax á launaskrá hjá hinu opinbera, ef hann kemur hingað til lands, því hann á rétt á launum sem svara menntaskólakennaralaunum þar sem hann verður íslenskur stórmeistari í skák. Innlent 13.10.2005 18:57
Japanar munu íhuga lausn Fischers Japanar munu íhuga að senda Bobby Fischer til Íslands ef þeim berst staðfesting á því að honum hafi verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir Chieko Nohno, dómsmálaráðherra Japans, í morgun. Innlent 13.10.2005 18:57
Fischer orðinn Íslendingur Bobby Fischer er orðinn Íslendingur eftir að umsókn hans um ríkisborgararétt fékk sérstaka flýtimeðferð í þinginu. Aukafundur var haldinn í allsherjarnefnd síðdegis vegna athugasemda sem bárust frá bandarískum stjórnvöldum. Innlent 13.10.2005 18:56
Reiknar með að sækja Fischer Sæmundur Pálsson, einkavinur Bobbys Fischers, er himinlifandi yfir þeim fregnum að Fischer verði líklega veitt íslenskt ríkisfang fyrir páska. Hann er nýkominn frá Japan en ætlar að fara þangað aftur og aðstoða vin sinn við ferðalagið heim til Íslands. Hann reiknar með að kærasta Fischers komi líka. Innlent 13.10.2005 18:56
Hengdur upp á höndunum Þrenn handjárn voru sett á Bobby Fischer og hann hengdur upp á höndunum eftir að hann sló fangavörð, að sögn Sæmundar Pálssonar. Hann segir Íslendinga ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að Fischer geti ekki framfleytt sér hér á landi. Innlent 13.10.2005 18:56
Fischer verður Íslendingur Allsherjarnefnd samþykkti í gær einróma að mæla með því að Bobby Fischer yrði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Stefnt er á flýtimeðferð á Alþingi og vonast til að málinu verði lokið í næstu viku. Davíð Oddsson telur málið það sérstætt að það sé ekki fordæmisgefandi.</font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:56
Líklegt að nefndin samþykki Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar í allsherjarnefnd, segir líklegt að nefndin samþykki strax í dag að veita Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt. Í viðtali við fréttastofu AP í gær segir Guðrún að ef af þessu yrði myndi málið fá flýtimeðferð á Alþingi. Innlent 13.10.2005 18:55
Fischer: Tillaga lögð fram Tillaga var lögð fram í allsherjarnefnd Alþingis í morgun að Bobby Fischer verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Aukafundur verður líklega haldinn um málið á næstu dögum að sögn Bjarna Benediktssonar, formanns nefndarinnar. Innlent 13.10.2005 18:55
Fischer: Verstu dagar lífs míns „Þetta voru fjórir verstu dagar lífs míns,“ sagði Bobby Fischer er hann hringdi til stuðningshóps síns hér á landi í morgun. Þar lýsir hann veru sinni í illa þefjandi klefa í fjóra sólarhringa í niðurnýddri álmu innflytjendabúðannna í Japan. Innlent 13.10.2005 18:55
Óvíst um umsókn Fischers Það er alls óvíst hvort umsókn Bobbys Fischers um ríkisborgararétt verði tekin til meðferðar í allsherjarnefnd, þó nefndin ætli að funda með stuðningsmönnum hans í fyrramálið. Innlent 13.10.2005 18:55
Málið rætt í allsherjarnefnd? Allsherjarnefnd fundar á morgun en ekki liggur fyrir hvort að mál Bobby Fischers verður þar rætt. Eins og greint var frá í morgun myndu Japanar veita Fischer leyfi til að fara til Íslands ef hann fengi íslenskt ríkisfang, eftir því sem japanskur stjórnmálamaður hefur eftir yfirmanni japanska útlendingaeftirlitsins. Innlent 13.10.2005 18:55
Ríkisborgararéttur fyrir Fischer? Ríkisborgararéttur til handa Bobby Fischer er á dagskrá á fundi allsherjarnefndar í fyrramálið. Fjórir stuðningsmenn Fischers eru boðaðir á fund nefndarinnar. Fulltrúi í nefndinni kveðst ekki geta túlkað þetta öðruvísi en svo að samstaða sé um að veita Fishcer ríkisborgararétt. Innlent 13.10.2005 18:55
Fær ekki að koma til Íslands Japönsk stjórnvöld útilokuðu í gær að Bobby Fischer skákmeistari fengi að fara til Íslands. Talsmaður japanska dómsmálaráðuneytisins lýsti þessu yfir við þingnefnd sem fjallaði um málið í gær að ósk eins þingmanna stjórnarandstöðunnar. Hann sagði að ef Fischer yrði fluttur úr landi þá yrði hann sendur til Bandaríkjanna. Erlent 13.10.2005 18:54
Utanríkisráðherra taki af skarið Utanríkisráðherra þarf að taka af skarið í máli Fischers og ræða við japönsk og bandarísk stjórnvöld og finna lausn, segir fulltrúi Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd. Japönsk stjórnvöld hafa kveðið upp úr með að Fischer verði ekki fluttur til Íslands því hann hafi bandarískt ríkisfang. Innlent 13.10.2005 18:55
Leita aftur ríkisborgararéttar Japönsk stjórnvöld útilokuðu í gær að Bobby Fischer, skákmeistari, fengi að fara til Íslands. Vinir Fischers reyna enn að fá allsherjarnefnd Alþingis til að mæla með að honum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Innlent 13.10.2005 18:54