Til Íslands í óþökk Bandaríkjanna 23. mars 2005 00:01 Bobby Fischer er á leiðinni heim til Íslands. Japönsk stjórnvöld ætla að sleppa honum í nótt og þá liggur leiðin hingað til lands, í mikilli óþökk Bandaríkjastjórnar. Atburðarásin hefur verið nokkuð hröð í dag. Í kjölfar þess að lög um ríkisborgararétt til handa Bobby Fischer voru birt í Stjórnartíðindum í gær tóku japönsk stjórnvöld kipp og nú á að leysa Fischer úr haldi á miðnætti að íslenskum tíma. Fulltrúar japanska útlendingaeftirlitsins fylgja honum út á Narita-flugvöll þaðan sem Fischer og kærasta hans, Miyoko Watai, fljúga til Kaupmannahafnar. Þar stendur til að stuðningsmannahópur taki á móti þeim og fylgi hingað til lands. Það má segja að málið hafi hafist í utanríkisráðuneytinu hjá Davíð Oddssyni fyrir jól. En nú þegar Bobby Fischer er orðinn íslenskur ríkisborgari á hann ekki von á frekari fyrirgreiðslu. Hann er bara Íslendingur á leiðinni heim, segir Davíð. Davíð segist enn fremur ánægður með að vist Fischers í innflytjendabúðunum í Japan sé að ljúka því hún hafi bersýnilega ekki verið góð. Það hafi verið dapurlegt að sjá þennan heimsmeistara í þeirri íþróttagrein sem sagt sé að krefjist mestra gáfna og þekkingar lokaðan inni án þess að lausn hafi sést í hans málum. Hann sé feginn fyrir Fischers hönd að það sé að rætast úr málum hjá honum. Aðspurður hvort íslensk stjórnvöld muni greiða götu hans með einhverjum hætti segir Davíð að hann sé ríkisborgari sem hafi átt í vandræðum í öðru landi þannig að fulltrúar Íslands í sendiráðinu í Japan muni fylgjast með því að hann komist klakklaust upp í flugvél þar. Eftir það verði þjónustan minni háttar, en sendiráðið í Kaupmannahöfn muni fylgjast með því að Fischer komist áfram upp í íslenska flugvél. Að öðru leyti sé hann orðinn Íslendingur á leiðinni heim og bjargi sér með íslenskt vegabréf upp frá því. Bandarísk stjórnvöld lýstu í gær yfir vonbrigðum með ákvörðun Íslendinga og Adam Ereli, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Washington, sagði Bandaríkjamenn enn vilja að Fischer verði framseldur þangað. Eftir að hann lendir hér á landi eru þó engar líkur á því þar sem hann verður íslenskur ríkisborgari og þá má ekki framselja til annars ríkis. Öðru máli gæti þó gegnt legðist Fischer í ferðalög. Í dag þegja talsmenn Bandaríkjanna þó þunnu hljóði, annað en Fischer sem sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að Íslendingar ættu að loka herstöðinn í Keflavík og reka starfsmenn bandaríska sendiráðsins úr landi. Hafa íslenskir ráðamenn engar áhyggjur af skapsmunum og stóryrðum Fischers? Davíð segir að hann voni að Fischer verði ekki til meiri vandræða en aðrir sem hér búi. John Bosnitch, lögmaður Fischers, telur að Fischer verði sáttur og sallarólegur. Honum finnst skaphöfn Fischers ekkert óvenjuleg. Með tilliti til þeirra aðstæðna sem hann hafi mátt búa við undanfarin 20 ár sé hann í raun afar rólegur. Bobby Fischer sé einhver kurteisasti og skapbesti maður sem hann hafi kynnst. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Bobby Fischer er á leiðinni heim til Íslands. Japönsk stjórnvöld ætla að sleppa honum í nótt og þá liggur leiðin hingað til lands, í mikilli óþökk Bandaríkjastjórnar. Atburðarásin hefur verið nokkuð hröð í dag. Í kjölfar þess að lög um ríkisborgararétt til handa Bobby Fischer voru birt í Stjórnartíðindum í gær tóku japönsk stjórnvöld kipp og nú á að leysa Fischer úr haldi á miðnætti að íslenskum tíma. Fulltrúar japanska útlendingaeftirlitsins fylgja honum út á Narita-flugvöll þaðan sem Fischer og kærasta hans, Miyoko Watai, fljúga til Kaupmannahafnar. Þar stendur til að stuðningsmannahópur taki á móti þeim og fylgi hingað til lands. Það má segja að málið hafi hafist í utanríkisráðuneytinu hjá Davíð Oddssyni fyrir jól. En nú þegar Bobby Fischer er orðinn íslenskur ríkisborgari á hann ekki von á frekari fyrirgreiðslu. Hann er bara Íslendingur á leiðinni heim, segir Davíð. Davíð segist enn fremur ánægður með að vist Fischers í innflytjendabúðunum í Japan sé að ljúka því hún hafi bersýnilega ekki verið góð. Það hafi verið dapurlegt að sjá þennan heimsmeistara í þeirri íþróttagrein sem sagt sé að krefjist mestra gáfna og þekkingar lokaðan inni án þess að lausn hafi sést í hans málum. Hann sé feginn fyrir Fischers hönd að það sé að rætast úr málum hjá honum. Aðspurður hvort íslensk stjórnvöld muni greiða götu hans með einhverjum hætti segir Davíð að hann sé ríkisborgari sem hafi átt í vandræðum í öðru landi þannig að fulltrúar Íslands í sendiráðinu í Japan muni fylgjast með því að hann komist klakklaust upp í flugvél þar. Eftir það verði þjónustan minni háttar, en sendiráðið í Kaupmannahöfn muni fylgjast með því að Fischer komist áfram upp í íslenska flugvél. Að öðru leyti sé hann orðinn Íslendingur á leiðinni heim og bjargi sér með íslenskt vegabréf upp frá því. Bandarísk stjórnvöld lýstu í gær yfir vonbrigðum með ákvörðun Íslendinga og Adam Ereli, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Washington, sagði Bandaríkjamenn enn vilja að Fischer verði framseldur þangað. Eftir að hann lendir hér á landi eru þó engar líkur á því þar sem hann verður íslenskur ríkisborgari og þá má ekki framselja til annars ríkis. Öðru máli gæti þó gegnt legðist Fischer í ferðalög. Í dag þegja talsmenn Bandaríkjanna þó þunnu hljóði, annað en Fischer sem sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að Íslendingar ættu að loka herstöðinn í Keflavík og reka starfsmenn bandaríska sendiráðsins úr landi. Hafa íslenskir ráðamenn engar áhyggjur af skapsmunum og stóryrðum Fischers? Davíð segir að hann voni að Fischer verði ekki til meiri vandræða en aðrir sem hér búi. John Bosnitch, lögmaður Fischers, telur að Fischer verði sáttur og sallarólegur. Honum finnst skaphöfn Fischers ekkert óvenjuleg. Með tilliti til þeirra aðstæðna sem hann hafi mátt búa við undanfarin 20 ár sé hann í raun afar rólegur. Bobby Fischer sé einhver kurteisasti og skapbesti maður sem hann hafi kynnst.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira