Óvíst um umsókn Fischers 16. mars 2005 00:01 Það er alls óvíst hvort umsókn Bobbys Fischers um ríkisborgararétt verði tekin til meðferðar í allsherjarnefnd, þó nefndin ætli að funda með stuðningsmönnum hans í fyrramálið. Leiðtogi japanska Jafnaðarmannaflokksins, Mizuho Fukushima, hitti yfirmann innflytjendamála, Masaharu Miura, í morgun og sagði við blaðamenn eftir fundinn að yfirmaðurinn hefði sagt að ef Fischer fengi íslenskan ríkisborgararétt þá fengi hann að fara til Íslands. Íslenskir ráðamenn hafa hins vegar ekki fengið þessar upplýsingar beint frá þeim japönsku og þetta er því ekki nóg til að sannfæra þá um að ríkisborgararéttur geti bjargað Fischer. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir að ef ákvörðun nefndarinnar eigi að grundvallast á einhverjum slíkum upplýsingum verði þær að koma frá fyrstu hendi. Mál Fischers eru á dagskrá á fundi allsherjarnefndar í fyrramálið en það voru stuðningsmenn hans sem báðu um að fá að hitta nefndina. Þetta þýðir hins vegar ekki að nefndin ætli að afgreiða umsókn hans um ríkisborgararétt. „Það liggur ekkert fyrir á þessu stigi að taka málið til frekari meðferðar,“ segir Bjarni. Það verði óhjákvæmilega rætt en hann á ekki von á því að einhver stefnubreyting verði tekin í málinu. Stuðningsmenn Fischer minna á að tíminn er naumur því þann 5. apríl ákveða Bandaríkjamenn hvort þeirt ákæri Fischer fyrir skattsvik. Sæmundur Pálsson segist hreinlega ekki trúa öðru en að skrefið verði stigið til fulls og nefndin mæli með íslenskum ríkisborgararétti handa Fischer. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Það er alls óvíst hvort umsókn Bobbys Fischers um ríkisborgararétt verði tekin til meðferðar í allsherjarnefnd, þó nefndin ætli að funda með stuðningsmönnum hans í fyrramálið. Leiðtogi japanska Jafnaðarmannaflokksins, Mizuho Fukushima, hitti yfirmann innflytjendamála, Masaharu Miura, í morgun og sagði við blaðamenn eftir fundinn að yfirmaðurinn hefði sagt að ef Fischer fengi íslenskan ríkisborgararétt þá fengi hann að fara til Íslands. Íslenskir ráðamenn hafa hins vegar ekki fengið þessar upplýsingar beint frá þeim japönsku og þetta er því ekki nóg til að sannfæra þá um að ríkisborgararéttur geti bjargað Fischer. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir að ef ákvörðun nefndarinnar eigi að grundvallast á einhverjum slíkum upplýsingum verði þær að koma frá fyrstu hendi. Mál Fischers eru á dagskrá á fundi allsherjarnefndar í fyrramálið en það voru stuðningsmenn hans sem báðu um að fá að hitta nefndina. Þetta þýðir hins vegar ekki að nefndin ætli að afgreiða umsókn hans um ríkisborgararétt. „Það liggur ekkert fyrir á þessu stigi að taka málið til frekari meðferðar,“ segir Bjarni. Það verði óhjákvæmilega rætt en hann á ekki von á því að einhver stefnubreyting verði tekin í málinu. Stuðningsmenn Fischer minna á að tíminn er naumur því þann 5. apríl ákveða Bandaríkjamenn hvort þeirt ákæri Fischer fyrir skattsvik. Sæmundur Pálsson segist hreinlega ekki trúa öðru en að skrefið verði stigið til fulls og nefndin mæli með íslenskum ríkisborgararétti handa Fischer.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira