Fagnaðarfundir á Kastrup-flugvelli 24. mars 2005 00:01 Það voru fagnaðarfundir þegar Sæmundur Pálssson tók á móti vini sínum Bobby Fischer á Kastrup-flugvelli í dag. Fischer segist kominn til að vera á Íslandi. Það var þreytulegur Bobby Fischer sem ræddi við fréttamenn um borð í vél SAS á leið til Kaupmannahafnar í dag og það sem hann óskar sér nú var einfalt. Að menn láti hann í friði. Áður en að blaðamenn komust að honum á Kastrup-flugvelli leiddu danskir öryggisverðir hann á brott og fluttu afsíðis. Fjarri skarkalanum tóku vinir Fischers með Sæmund Pálsson fremstan í flokki á móti honum. Þar urðu fangaðarfundir. Frá Kaupmannahöfn átti að halda hingað til lands með einkaflugvél en sökum þoku á Kastrup gat vélin ekki lent þar. Því varð að selflytja Fischer og föruneyti hans til Malmö í Svíþjóð þaðan sem fljúga átti. Það var hins vegar heldur ekki hægt og því var gripið til þess ráðs að fljúga frá Kristianstad sem einnig er í Svíþjóð. Auk Sæmundar og Bobbys verða unnusta hans, Miyoko Watai, Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, og heimildarmyndargerðarmenn um borð í vélinni. Fischer var augsýnilega frelsinu feginn en fannst algjör óþarfi að hótel ætlaði að bjóða ókeypis uppihald. Hann sagðist geta borgað sjálfur en Sæmundur sagði að hóteleigendurnir vildu aðeins votta honum virðingu sína. Hann ætti það skilið eftir dvölina í fangelsinu. Fischer sagði við fréttamenn á Kastrup-flugvelli að sér liði mjög vel og að hann væri ánægður með að vera laus úr fangelsinu. Hann vandaði ekki japönskum stjórnvöldum kveðjuna, sagði að sér hefði verið rænt og að Japanar væru hræsnarar. Þeir vældu stöðugt yfir því að Norður-Kóreumenn hefðu rænt einhverjum Japönum fyrir 15-20 árum en þeir hefðu rænt honum og haldið honum í fangelsi. Það væri það sama. Samsæriskenningarnar voru á hreinu. Bandaríkjastjórn hamast á Fischer því að hún vill koma í veg fyrir smíði klukkunnar hans, en Fischer segir að hún hafi verið að verða tilbúin. Og hann ætlar sér að vera á Íslandi. Ekki árið um kring alltaf en mikið. Aðspurður hvort hann hefði einhver skilaboð til Íslendinga sagðist Fischer mjög þakklátur. Hann sagðist ekki hafa ætlað að trana sér fram heldur aðeins viljað losna úr fangelsi. Ef Íslendingar yrðu þreyttir á sér gætu þeir alltaf svipt hann ríkisborgararétti. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Það voru fagnaðarfundir þegar Sæmundur Pálssson tók á móti vini sínum Bobby Fischer á Kastrup-flugvelli í dag. Fischer segist kominn til að vera á Íslandi. Það var þreytulegur Bobby Fischer sem ræddi við fréttamenn um borð í vél SAS á leið til Kaupmannahafnar í dag og það sem hann óskar sér nú var einfalt. Að menn láti hann í friði. Áður en að blaðamenn komust að honum á Kastrup-flugvelli leiddu danskir öryggisverðir hann á brott og fluttu afsíðis. Fjarri skarkalanum tóku vinir Fischers með Sæmund Pálsson fremstan í flokki á móti honum. Þar urðu fangaðarfundir. Frá Kaupmannahöfn átti að halda hingað til lands með einkaflugvél en sökum þoku á Kastrup gat vélin ekki lent þar. Því varð að selflytja Fischer og föruneyti hans til Malmö í Svíþjóð þaðan sem fljúga átti. Það var hins vegar heldur ekki hægt og því var gripið til þess ráðs að fljúga frá Kristianstad sem einnig er í Svíþjóð. Auk Sæmundar og Bobbys verða unnusta hans, Miyoko Watai, Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, og heimildarmyndargerðarmenn um borð í vélinni. Fischer var augsýnilega frelsinu feginn en fannst algjör óþarfi að hótel ætlaði að bjóða ókeypis uppihald. Hann sagðist geta borgað sjálfur en Sæmundur sagði að hóteleigendurnir vildu aðeins votta honum virðingu sína. Hann ætti það skilið eftir dvölina í fangelsinu. Fischer sagði við fréttamenn á Kastrup-flugvelli að sér liði mjög vel og að hann væri ánægður með að vera laus úr fangelsinu. Hann vandaði ekki japönskum stjórnvöldum kveðjuna, sagði að sér hefði verið rænt og að Japanar væru hræsnarar. Þeir vældu stöðugt yfir því að Norður-Kóreumenn hefðu rænt einhverjum Japönum fyrir 15-20 árum en þeir hefðu rænt honum og haldið honum í fangelsi. Það væri það sama. Samsæriskenningarnar voru á hreinu. Bandaríkjastjórn hamast á Fischer því að hún vill koma í veg fyrir smíði klukkunnar hans, en Fischer segir að hún hafi verið að verða tilbúin. Og hann ætlar sér að vera á Íslandi. Ekki árið um kring alltaf en mikið. Aðspurður hvort hann hefði einhver skilaboð til Íslendinga sagðist Fischer mjög þakklátur. Hann sagðist ekki hafa ætlað að trana sér fram heldur aðeins viljað losna úr fangelsi. Ef Íslendingar yrðu þreyttir á sér gætu þeir alltaf svipt hann ríkisborgararétti.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira