Frjálsar íþróttir

Fréttamynd

Þjálfar enn í skugga réttar­haldanna

Gjert Ingebrigtsen þjálfar portúgalskan hlaupara þrátt fyrir að bíða niðurstöðu réttarhaldanna yfir honum. Hann er ásakaður um að hafa beitt börn sín ofbeldi.

Sport
Fréttamynd

Fékk sleggju í höfuðið og var ljón­heppinn að lifa af

Sænski frjálsíþróttamaðurinn Joel Bengtsson var að æfa sig fyrir Ólympíuleikana í París þegar sleggju var kastað í höfuð hans. Hann segir ótrúlegt að hann hafi lifað af og er þakklátur þó að afreksferlinum hafi lokið við höggið.

Sport
Fréttamynd

Warholm setti fyrsta heims­metið

Norski hlauparinn Karsten Warholm setti í dag fyrsta heimsmetið í 300 metra grindarhlaupi á Demantamótaröðinni í frjálsum íþróttum.

Sport
Fréttamynd

Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt

Norska ríkisútvarpið skrifar um áhyggjur íþróttafólks af því að borða kjöt þegar það tekur þátt í heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram í Kína í næsta mánuði.

Sport
Fréttamynd

Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi

Það kostar mjög mikla orku að klára heilt maraþonhlaup enda þarf að hlaupa 42,195 kílómetra sem tekur bestu hlauparana tvo til þrjá klukkutíma og aðra enn lengur. Ný rannsókn sýnir betur hvað maraþonhlaupararnir pína líkama sinn í gegnum.

Sport
Fréttamynd

Lýsti á­standinu á Ingebrigtsen-heimilinu

Eiginkona Jakobs Ingebrigtsen, Elisabeth, lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu fyrir rétti í gær. Hún sagði að fjölskyldufaðirinn, Gjert, hafi reiðst þegar þau Jakob vildu flytja inn saman.

Sport
Fréttamynd

Bronshafi á ÓL kom út úr skápnum

Bandaríski hlauparinn Yared Nuguse, sem til að mynda hefur keppt við Íslandsmethafann Baldvin Þór Magnússon á hlaupabrautinni, greindi frá því opinberlega í gær að hann væri samkynhneigður.

Sport
Fréttamynd

Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni

Norski fjölskyldufaðirinn og hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen neitaði fyrir dómstólum ásökunum sem börn hans bera honum á hendur um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Öll sjö börn hans munu bera vitni en aðeins eitt þeirra hefur opinberlega tekið hans hlið. Fyrsti þátturinn úr raunveruleikaseríu fjölskyldunnar var sýndur í dómsal í gær til að útskýra fjölskyldumynstrið.

Sport