Efnahagsmál Búið að taka númerin af næstum öllum rútunum Ferðaþjónustufyrirtæki óttast gjaldþrot eða að þurfa að grípa til fjöldauppsagna um mánaðamótin. Fyrirtækin hafa misst nær allar tekjur sínar síðustu vikurnar og búið er að taka stóran hluta rútuflotans af númerum. Innlent 27.4.2020 17:59 Ellefu lífeyrissjóðir eiga nærri helming hlutafjár í Icelandair Ellefu lífeyrssjóðir eru meðal tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna annar stærsti hluthafi í félaginu. Formaður VR segir að ekki verði lagt upp í björgunarleiðangur fyrir Icelandair nema félagið standi vörð um réttindi fólks. Þá þurfi fyrst og fremst að huga að því við fjárfestingu að hún sé fýsileg fyrir sjóðsfélaga. Viðskipti innlent 27.4.2020 14:05 Hvað yrði gert ef fiskurinn hætti að láta sjá sig á Íslandsmiðum? Áhugavert er að velta fyrir sér hvernig tekið yrði á málunum ef sjávarútvegurinn sæi fram á sama tekjuhrun og blasir við ferðaþjónustunni Skoðun 27.4.2020 11:58 Gæti skipt heilmiklu að Íslendingar versli meira innanlands Veiking krónunnar hefði orðið meiri en nú er raunin ef ekki hefði verið fyrir minni verslun Íslendinga í útlöndum. Viðskipti innlent 27.4.2020 11:51 Dýpt kreppu skoðuð í samanburði við rekstur Landspítala í X ár Viðskiptaráð hefur opnað nýtt haglíkan sem Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs segir gagnlegt til að rýna betur í gangverk hagkerfisins á óvissutímum. Atvinnulíf 27.4.2020 08:46 Vonar að Íslendingar hafi lært af bankahruninu Sigmundur telur stjórnvöld ekki hafa brugðist nógu hratt við efnahagsástandinu sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Innlent 26.4.2020 20:21 Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. Viðskipti innlent 26.4.2020 18:47 Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna í Víglínunni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni aðstoða Icelandair. Kistur ríkissjóðs séu hins vegar ekki ótæmandi. Innlent 26.4.2020 17:32 „Við verðum að fara í slökkvistarf núna“ Hagfræðingarnir Ásgeir Brynjar Torfason og Kristrún Frostadóttir voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar var efnahagsástandið rætt umbúðalaust. Hagfræðingarnir tveir voru sammála um að ríkið þurfi að gera meira fyrir fyrirtækin í landinu. Innlent 26.4.2020 13:50 Lagði til að rúmum milljarði yrði varið í framkvæmdir við höfnina í Helguvík Utanríkisráðherra segir að þegar kallað hafi verið eftir tillögum innan ráðherranefndar um ríkisfjármál um innviðauppbyggingu í kjölfar kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi hann lagt til að ráðist yrði í framkvæmdir við höfnina í Helguvík. Innlent 24.4.2020 13:21 Ríkið tryggi réttindi ferðamanna Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni til að koma til móts við erfiða stöðu ferðaþjónustunnar fjallar um pakkaferðir sem hefur verið aflýst. Skoðun 24.4.2020 11:00 Mun harðari niðurskurður blasir við Icelandair Forstjóri Icelandair segir mun harðari niðurskurð blasa við félaginu en í síðasta mánuði. Ætlunin er að fyrirtækið verði tilbúið til að geta nýtt sér öll þau tækifæri sem blasa við Íslandi þegar faraldurinn er afstaðinn. Viðskipti innlent 23.4.2020 18:25 Stjórnarandstaðan gerir miklar athugasemdir við aðgerðir ríkisstjórnarinnar Umræður hófust á Alþingi í dag um fimm frumvörp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir upp á 60 milljarða króna vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldurins. Stjórnarandstaðan kallar eftir miklum breytingum á frumvörpunum og vill að meira verði gert strax tilað bregðast við stöðunni. Innlent 22.4.2020 19:20 Heimsending Tíu sopa mögulega komið í bakið á þeim Ólafur Örn Ólafsson, einn eigenda vínstúkunnar, óttast að þær litlu tekjur sem Tíu sopar höfðu af heimsendingum kunni að hafa skemmt möguleika þeirra á öðlast stuðning stjórnvalda. Viðskipti innlent 22.4.2020 15:11 Skipafélögin hafa aðlagað sig ástandinu Eimskip og Samskip hafa gripið til ráðstafana til að tryggja inn og útflutning. Matvælaflutningar ganga vel en ber á minni innflutningi á bílum, vélum og byggingavörum. Innlent 22.4.2020 14:15 Þingmaður VG lýsir vonbrigðum með viðbrögð ASÍ: „Er launafólk ekki fólk?“ Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir að viðbrögð ASÍ og sumra úr stjórnarandstöðunni við þeim aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í gær til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum valdi sér vonbrigðum. Innlent 22.4.2020 13:47 Seðlabankinn hefur skuldabréfakaupin í maí Kaup bankans á öðrum ársfjórðungi geta numið allt að 20 milljörðum króna. Viðskipti innlent 22.4.2020 09:12 Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum. Innlent 21.4.2020 22:37 Segja frekari aðgerðir nauðsynlegar gagnvart ferðaþjónustunni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Innlent 21.4.2020 22:35 Segir stuðningslánin einungis gagnast litlum hluta atvinnulífsins „Mér sýnist við fyrstu sýn að þessar aðgerðir, stuðningslánin og breytingar á skattalögum, muni fyrst og fremst gagnast þessum litlu og hluta meðalstórra fyrirtækja.“ Innlent 21.4.2020 18:34 ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. Innlent 21.4.2020 18:10 Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. Innlent 21.4.2020 16:47 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir upp á 60 milljarða Lítil og meðalstór fyrirtæki geta bæði fengið styrki og hagstæð lán til að laga stöðu sína samkvæmt aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í dag. Innlent 21.4.2020 16:47 Bein útsending: Ríkisstjórnin kynnir næstu efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirunnar Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í Safnahúsinu til að kynna framhald efnahagsaðgerða vegna Covid-19. Innlent 21.4.2020 15:12 Vinnumálastofnun fær fjármagn til að ráða 35 starfsmenn Vinnumálstofnun fær allt að 100 milljóna króna viðbótarfjármagn til reksturs stofnunarinnar vegna aukinna verkefna í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Innlent 21.4.2020 14:56 Skattalækkanir í góðæri baki vandræði í framtíðinni Kórónuveirufaraldurinn og meðfylgjandi þrengingar í efnahagsmálum sýna fram á mikilvægi þess að huga að mögru árunum þegar góðæri ríkja Viðskipti innlent 21.4.2020 12:29 Ríkisstjórn afgreiðir frumvarp um fjárstuðning við fyrirtæki Ríkisstjórnin leggur til enn frekari aukningu útgjalda á þessu ári og beinan fjárstuðning við fyrirtæki í aðgerðarpakka sem kynntur verður á fréttamannafundi síðar í dag. Innlent 21.4.2020 12:06 Kynna aðgerðarpakka númer tvö klukkan fjögur Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í Safnahúsinu Innlent 21.4.2020 09:47 Ríkisstjórnin heldur spilum þétt að sér varðandi aðgerðarpakka tvö Annar aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður kynntur síðdegis á morgun. Um er að ræða blöndu af úrræðum fyrir atvinnulífið og heimilin. Aðgerðirnar voru ræddar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi en lítið var um svör frá fjármálaráðherra varðandi útfærslur. Innlent 20.4.2020 20:03 Enga ládeyðu að sjá á íbúðamarkaði enn sem komið er Viðskipti með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu voru talsverð í mars síðastliðnum. Var alls 584 kaupsamningum þinglýst sem eru 27 fleiri samningar en í mars í fyrra. Viðskipti innlent 20.4.2020 11:42 « ‹ 54 55 56 57 58 59 60 61 62 … 72 ›
Búið að taka númerin af næstum öllum rútunum Ferðaþjónustufyrirtæki óttast gjaldþrot eða að þurfa að grípa til fjöldauppsagna um mánaðamótin. Fyrirtækin hafa misst nær allar tekjur sínar síðustu vikurnar og búið er að taka stóran hluta rútuflotans af númerum. Innlent 27.4.2020 17:59
Ellefu lífeyrissjóðir eiga nærri helming hlutafjár í Icelandair Ellefu lífeyrssjóðir eru meðal tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna annar stærsti hluthafi í félaginu. Formaður VR segir að ekki verði lagt upp í björgunarleiðangur fyrir Icelandair nema félagið standi vörð um réttindi fólks. Þá þurfi fyrst og fremst að huga að því við fjárfestingu að hún sé fýsileg fyrir sjóðsfélaga. Viðskipti innlent 27.4.2020 14:05
Hvað yrði gert ef fiskurinn hætti að láta sjá sig á Íslandsmiðum? Áhugavert er að velta fyrir sér hvernig tekið yrði á málunum ef sjávarútvegurinn sæi fram á sama tekjuhrun og blasir við ferðaþjónustunni Skoðun 27.4.2020 11:58
Gæti skipt heilmiklu að Íslendingar versli meira innanlands Veiking krónunnar hefði orðið meiri en nú er raunin ef ekki hefði verið fyrir minni verslun Íslendinga í útlöndum. Viðskipti innlent 27.4.2020 11:51
Dýpt kreppu skoðuð í samanburði við rekstur Landspítala í X ár Viðskiptaráð hefur opnað nýtt haglíkan sem Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs segir gagnlegt til að rýna betur í gangverk hagkerfisins á óvissutímum. Atvinnulíf 27.4.2020 08:46
Vonar að Íslendingar hafi lært af bankahruninu Sigmundur telur stjórnvöld ekki hafa brugðist nógu hratt við efnahagsástandinu sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Innlent 26.4.2020 20:21
Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. Viðskipti innlent 26.4.2020 18:47
Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna í Víglínunni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni aðstoða Icelandair. Kistur ríkissjóðs séu hins vegar ekki ótæmandi. Innlent 26.4.2020 17:32
„Við verðum að fara í slökkvistarf núna“ Hagfræðingarnir Ásgeir Brynjar Torfason og Kristrún Frostadóttir voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar var efnahagsástandið rætt umbúðalaust. Hagfræðingarnir tveir voru sammála um að ríkið þurfi að gera meira fyrir fyrirtækin í landinu. Innlent 26.4.2020 13:50
Lagði til að rúmum milljarði yrði varið í framkvæmdir við höfnina í Helguvík Utanríkisráðherra segir að þegar kallað hafi verið eftir tillögum innan ráðherranefndar um ríkisfjármál um innviðauppbyggingu í kjölfar kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi hann lagt til að ráðist yrði í framkvæmdir við höfnina í Helguvík. Innlent 24.4.2020 13:21
Ríkið tryggi réttindi ferðamanna Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni til að koma til móts við erfiða stöðu ferðaþjónustunnar fjallar um pakkaferðir sem hefur verið aflýst. Skoðun 24.4.2020 11:00
Mun harðari niðurskurður blasir við Icelandair Forstjóri Icelandair segir mun harðari niðurskurð blasa við félaginu en í síðasta mánuði. Ætlunin er að fyrirtækið verði tilbúið til að geta nýtt sér öll þau tækifæri sem blasa við Íslandi þegar faraldurinn er afstaðinn. Viðskipti innlent 23.4.2020 18:25
Stjórnarandstaðan gerir miklar athugasemdir við aðgerðir ríkisstjórnarinnar Umræður hófust á Alþingi í dag um fimm frumvörp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir upp á 60 milljarða króna vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldurins. Stjórnarandstaðan kallar eftir miklum breytingum á frumvörpunum og vill að meira verði gert strax tilað bregðast við stöðunni. Innlent 22.4.2020 19:20
Heimsending Tíu sopa mögulega komið í bakið á þeim Ólafur Örn Ólafsson, einn eigenda vínstúkunnar, óttast að þær litlu tekjur sem Tíu sopar höfðu af heimsendingum kunni að hafa skemmt möguleika þeirra á öðlast stuðning stjórnvalda. Viðskipti innlent 22.4.2020 15:11
Skipafélögin hafa aðlagað sig ástandinu Eimskip og Samskip hafa gripið til ráðstafana til að tryggja inn og útflutning. Matvælaflutningar ganga vel en ber á minni innflutningi á bílum, vélum og byggingavörum. Innlent 22.4.2020 14:15
Þingmaður VG lýsir vonbrigðum með viðbrögð ASÍ: „Er launafólk ekki fólk?“ Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir að viðbrögð ASÍ og sumra úr stjórnarandstöðunni við þeim aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í gær til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum valdi sér vonbrigðum. Innlent 22.4.2020 13:47
Seðlabankinn hefur skuldabréfakaupin í maí Kaup bankans á öðrum ársfjórðungi geta numið allt að 20 milljörðum króna. Viðskipti innlent 22.4.2020 09:12
Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum. Innlent 21.4.2020 22:37
Segja frekari aðgerðir nauðsynlegar gagnvart ferðaþjónustunni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Innlent 21.4.2020 22:35
Segir stuðningslánin einungis gagnast litlum hluta atvinnulífsins „Mér sýnist við fyrstu sýn að þessar aðgerðir, stuðningslánin og breytingar á skattalögum, muni fyrst og fremst gagnast þessum litlu og hluta meðalstórra fyrirtækja.“ Innlent 21.4.2020 18:34
ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. Innlent 21.4.2020 18:10
Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. Innlent 21.4.2020 16:47
Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir upp á 60 milljarða Lítil og meðalstór fyrirtæki geta bæði fengið styrki og hagstæð lán til að laga stöðu sína samkvæmt aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í dag. Innlent 21.4.2020 16:47
Bein útsending: Ríkisstjórnin kynnir næstu efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirunnar Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í Safnahúsinu til að kynna framhald efnahagsaðgerða vegna Covid-19. Innlent 21.4.2020 15:12
Vinnumálastofnun fær fjármagn til að ráða 35 starfsmenn Vinnumálstofnun fær allt að 100 milljóna króna viðbótarfjármagn til reksturs stofnunarinnar vegna aukinna verkefna í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Innlent 21.4.2020 14:56
Skattalækkanir í góðæri baki vandræði í framtíðinni Kórónuveirufaraldurinn og meðfylgjandi þrengingar í efnahagsmálum sýna fram á mikilvægi þess að huga að mögru árunum þegar góðæri ríkja Viðskipti innlent 21.4.2020 12:29
Ríkisstjórn afgreiðir frumvarp um fjárstuðning við fyrirtæki Ríkisstjórnin leggur til enn frekari aukningu útgjalda á þessu ári og beinan fjárstuðning við fyrirtæki í aðgerðarpakka sem kynntur verður á fréttamannafundi síðar í dag. Innlent 21.4.2020 12:06
Kynna aðgerðarpakka númer tvö klukkan fjögur Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í Safnahúsinu Innlent 21.4.2020 09:47
Ríkisstjórnin heldur spilum þétt að sér varðandi aðgerðarpakka tvö Annar aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður kynntur síðdegis á morgun. Um er að ræða blöndu af úrræðum fyrir atvinnulífið og heimilin. Aðgerðirnar voru ræddar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi en lítið var um svör frá fjármálaráðherra varðandi útfærslur. Innlent 20.4.2020 20:03
Enga ládeyðu að sjá á íbúðamarkaði enn sem komið er Viðskipti með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu voru talsverð í mars síðastliðnum. Var alls 584 kaupsamningum þinglýst sem eru 27 fleiri samningar en í mars í fyrra. Viðskipti innlent 20.4.2020 11:42