Efnahagsmál

Fréttamynd

Katrín ávarpar þjóðina

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun ávarpa þjóðina í kvöld. Í ávarpi sínu mun hún ræða kórónuveiruna, afleiðingar hennar og stöðu mála.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólguhorfur góðar og líf á fasteignamarkaði

Þrátt fyrir mikla veikingu íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum frá áramótum og hækkun á verði á innfluttri vöru hefur verðbólgan ekki farið á skrið. Greing Íslandsbanka spáir því að verðbólga verði undir markmiðum Seðlabankans á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Stuðnings­lánin nýtast að­eins 15 prósentum við­skipta­hag­kerfisins

Alþýðusamband Íslands og Samtök Atvinnulífsins fagna aðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í morgun í hinum svokallaða þriðja aðgerðapakka. Þau gagnrýndu þó ýmsa annmarka á pakkanum og voru Samtök atvinnulífsins sérstaklega gagnrýnin á að stuðningslán nýttust aðeins fyrirtækjum með minna en 500 milljóna króna ársveltu en þau fyrirtæki sem flokkuðust sem lítil væru með 1,2 milljarða ársveltu eða minna.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnvöld bíða eftir hlutafjáraukningu Icelandair

Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag kom fram að forsætisráðherra útilokar ekkert varðandi mögulega aðkomu ríkisins að Icelandair og ítrekar mikilvægi fyrirtækisins. Von sé á frekari aðgerðum enda séum við í miðjum storminum í dýpstu kreppu lýðveldissögunnar.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er risastór aðgerð fyrir ferðaþjónustuna“

„Þetta er risastór aðgerð fyrir ferðaþjónustuna,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, inntur eftir viðbrögðum við nýjasta útspili ríkisstjórnarinnar til þess að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldurins.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið greiðir hluta launa fólks á uppsagnafresti

Ríkisastjórnin hefur ákveðið að framlengja hlutabótaleiðina í óbreyttri mynd út júni en eftir það breytist hlutfallið sem ríkið greiðir. Þá mun ríkissjóður upp að vissu marki greiða laun fólks á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum sem hafa orðið að 75 prósentum eða meira af tekjum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Ljósið í myrkrinu

Sjaldan eða aldrei hefur önnur eins samstaða sést hjá íslensku þjóðinni. Dægurþras og ágreiningsmál sem áður fylltu síður blaðanna virðast nú smávægileg.

Skoðun