Efnahagspakki vegna faraldursins samþykktur á Alþingi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. maí 2021 16:31 Frá atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. vísir/Egill Frumvörp fjármála- og efnahagsráðherra sem fela í sér ýmsar efnahagsaðgerðir vegna faraldursins voru samþykkt á Alþingi í dag. Málin voru drifin í gegnum aðra og þriðju umræðu á Alþingi og þingfundi slitið þess á milli áður en atkvæðagreiðslur fóru fram. Frumvörpin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að mæta fjárhagstjóni fólks og fyrirtækja vegna kórónuveirunnar. Þar er kveðið á um framlengingu gildistíma lokunarstyrkja til 30. september en styrkjakerfið hefði að óbreyttu fallið úr gildi 30. júní. Hámarksfjárhæðir styrkjanna eru jafnframt hækkaðar úr 120 milljónum króna í 260 milljónir. Viðspyrnustyrkir taka einnig breytingum og ná til fleiri fyrirtækja. Áður þurftu fyrirtæki að sýna fram á 60% tekjufall en í nýjum lögum er nýtt þrep vegna tekjufalls á bilinu 40 til 60%. Í pakkanum er einnig barnabótaauki er nemur þrjátíu þúsund krónum og verður greiddur með hverju barni í lok maí til þeirra sem fá tekjutengdar barnabætur. Þá var heimild fyrirtækja og einstaklinga í atvinnurekstri til að dreifa greiðslum staðgreiðslu og tryggingagjalds framlengd. Að lokum tekur heimild til úttektar á séreignarsparnaði gildi að nýju og úrræðið gildir nú út árið 2021. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði á Alþingi í dag að nefndin væri einhuga um að gerð verði úttekt á árangri efnahagsaðgerðanna sem gripið hefur verið til vegna faraldursins þegar fram líða stundir. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar.Vísir/Einar Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingar, setti fyrirvara við álit efnhags- og viðskiptanefndar um málin er þau voru afgreidd úr nefnd og gerði grein fyrir því við umfjöllun um málið í dag. Hún sagði nauðsynlegt að kanna ávinning úrræðanna. „Það er gríðarlega mikilvægt þegar við erum að framlengja þessi úrræði, sem eru neyðarúrræði, að við greinum það nákvæmlega hvaða hópar það eru sem þessi úrræði gagnast mest,“ sagði Rósa og tók ferðagjöfina sem dæmi og vísaði til þess að hún hafi gagnast stórfyrirtækjum sérstaklega. „Það hefði verið upplagt að greina það við framlengingu á því úrræði og hugsanlega taka líka upplýsta ákvörðun um að binda það einhverjum stuðningi svo að þetta mundi gagnast þeim sem mest þurfa á að halda,“ sagði Rósa. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Málin voru drifin í gegnum aðra og þriðju umræðu á Alþingi og þingfundi slitið þess á milli áður en atkvæðagreiðslur fóru fram. Frumvörpin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að mæta fjárhagstjóni fólks og fyrirtækja vegna kórónuveirunnar. Þar er kveðið á um framlengingu gildistíma lokunarstyrkja til 30. september en styrkjakerfið hefði að óbreyttu fallið úr gildi 30. júní. Hámarksfjárhæðir styrkjanna eru jafnframt hækkaðar úr 120 milljónum króna í 260 milljónir. Viðspyrnustyrkir taka einnig breytingum og ná til fleiri fyrirtækja. Áður þurftu fyrirtæki að sýna fram á 60% tekjufall en í nýjum lögum er nýtt þrep vegna tekjufalls á bilinu 40 til 60%. Í pakkanum er einnig barnabótaauki er nemur þrjátíu þúsund krónum og verður greiddur með hverju barni í lok maí til þeirra sem fá tekjutengdar barnabætur. Þá var heimild fyrirtækja og einstaklinga í atvinnurekstri til að dreifa greiðslum staðgreiðslu og tryggingagjalds framlengd. Að lokum tekur heimild til úttektar á séreignarsparnaði gildi að nýju og úrræðið gildir nú út árið 2021. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði á Alþingi í dag að nefndin væri einhuga um að gerð verði úttekt á árangri efnahagsaðgerðanna sem gripið hefur verið til vegna faraldursins þegar fram líða stundir. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar.Vísir/Einar Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingar, setti fyrirvara við álit efnhags- og viðskiptanefndar um málin er þau voru afgreidd úr nefnd og gerði grein fyrir því við umfjöllun um málið í dag. Hún sagði nauðsynlegt að kanna ávinning úrræðanna. „Það er gríðarlega mikilvægt þegar við erum að framlengja þessi úrræði, sem eru neyðarúrræði, að við greinum það nákvæmlega hvaða hópar það eru sem þessi úrræði gagnast mest,“ sagði Rósa og tók ferðagjöfina sem dæmi og vísaði til þess að hún hafi gagnast stórfyrirtækjum sérstaklega. „Það hefði verið upplagt að greina það við framlengingu á því úrræði og hugsanlega taka líka upplýsta ákvörðun um að binda það einhverjum stuðningi svo að þetta mundi gagnast þeim sem mest þurfa á að halda,“ sagði Rósa.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira