Efnahagspakki vegna faraldursins samþykktur á Alþingi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. maí 2021 16:31 Frá atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. vísir/Egill Frumvörp fjármála- og efnahagsráðherra sem fela í sér ýmsar efnahagsaðgerðir vegna faraldursins voru samþykkt á Alþingi í dag. Málin voru drifin í gegnum aðra og þriðju umræðu á Alþingi og þingfundi slitið þess á milli áður en atkvæðagreiðslur fóru fram. Frumvörpin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að mæta fjárhagstjóni fólks og fyrirtækja vegna kórónuveirunnar. Þar er kveðið á um framlengingu gildistíma lokunarstyrkja til 30. september en styrkjakerfið hefði að óbreyttu fallið úr gildi 30. júní. Hámarksfjárhæðir styrkjanna eru jafnframt hækkaðar úr 120 milljónum króna í 260 milljónir. Viðspyrnustyrkir taka einnig breytingum og ná til fleiri fyrirtækja. Áður þurftu fyrirtæki að sýna fram á 60% tekjufall en í nýjum lögum er nýtt þrep vegna tekjufalls á bilinu 40 til 60%. Í pakkanum er einnig barnabótaauki er nemur þrjátíu þúsund krónum og verður greiddur með hverju barni í lok maí til þeirra sem fá tekjutengdar barnabætur. Þá var heimild fyrirtækja og einstaklinga í atvinnurekstri til að dreifa greiðslum staðgreiðslu og tryggingagjalds framlengd. Að lokum tekur heimild til úttektar á séreignarsparnaði gildi að nýju og úrræðið gildir nú út árið 2021. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði á Alþingi í dag að nefndin væri einhuga um að gerð verði úttekt á árangri efnahagsaðgerðanna sem gripið hefur verið til vegna faraldursins þegar fram líða stundir. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar.Vísir/Einar Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingar, setti fyrirvara við álit efnhags- og viðskiptanefndar um málin er þau voru afgreidd úr nefnd og gerði grein fyrir því við umfjöllun um málið í dag. Hún sagði nauðsynlegt að kanna ávinning úrræðanna. „Það er gríðarlega mikilvægt þegar við erum að framlengja þessi úrræði, sem eru neyðarúrræði, að við greinum það nákvæmlega hvaða hópar það eru sem þessi úrræði gagnast mest,“ sagði Rósa og tók ferðagjöfina sem dæmi og vísaði til þess að hún hafi gagnast stórfyrirtækjum sérstaklega. „Það hefði verið upplagt að greina það við framlengingu á því úrræði og hugsanlega taka líka upplýsta ákvörðun um að binda það einhverjum stuðningi svo að þetta mundi gagnast þeim sem mest þurfa á að halda,“ sagði Rósa. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
Málin voru drifin í gegnum aðra og þriðju umræðu á Alþingi og þingfundi slitið þess á milli áður en atkvæðagreiðslur fóru fram. Frumvörpin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að mæta fjárhagstjóni fólks og fyrirtækja vegna kórónuveirunnar. Þar er kveðið á um framlengingu gildistíma lokunarstyrkja til 30. september en styrkjakerfið hefði að óbreyttu fallið úr gildi 30. júní. Hámarksfjárhæðir styrkjanna eru jafnframt hækkaðar úr 120 milljónum króna í 260 milljónir. Viðspyrnustyrkir taka einnig breytingum og ná til fleiri fyrirtækja. Áður þurftu fyrirtæki að sýna fram á 60% tekjufall en í nýjum lögum er nýtt þrep vegna tekjufalls á bilinu 40 til 60%. Í pakkanum er einnig barnabótaauki er nemur þrjátíu þúsund krónum og verður greiddur með hverju barni í lok maí til þeirra sem fá tekjutengdar barnabætur. Þá var heimild fyrirtækja og einstaklinga í atvinnurekstri til að dreifa greiðslum staðgreiðslu og tryggingagjalds framlengd. Að lokum tekur heimild til úttektar á séreignarsparnaði gildi að nýju og úrræðið gildir nú út árið 2021. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði á Alþingi í dag að nefndin væri einhuga um að gerð verði úttekt á árangri efnahagsaðgerðanna sem gripið hefur verið til vegna faraldursins þegar fram líða stundir. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar.Vísir/Einar Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingar, setti fyrirvara við álit efnhags- og viðskiptanefndar um málin er þau voru afgreidd úr nefnd og gerði grein fyrir því við umfjöllun um málið í dag. Hún sagði nauðsynlegt að kanna ávinning úrræðanna. „Það er gríðarlega mikilvægt þegar við erum að framlengja þessi úrræði, sem eru neyðarúrræði, að við greinum það nákvæmlega hvaða hópar það eru sem þessi úrræði gagnast mest,“ sagði Rósa og tók ferðagjöfina sem dæmi og vísaði til þess að hún hafi gagnast stórfyrirtækjum sérstaklega. „Það hefði verið upplagt að greina það við framlengingu á því úrræði og hugsanlega taka líka upplýsta ákvörðun um að binda það einhverjum stuðningi svo að þetta mundi gagnast þeim sem mest þurfa á að halda,“ sagði Rósa.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira