Evrópudeild UEFA

Orri byrjaði, skoraði ekki en fagnaði sigri
Orri Steinn Óskarsson og félagar í Real Sociedad eru í fínum málum eftir fyrri leik sinn í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi
Norska úrvalsdeildarfélagið Bodö/Glimt ætlar að gefa allar tekjur sínar af Evrópudeildarleik sínum á móti ísraelska félaginu Maccabi Tel Aviv.

Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði
Íslendingaliðin Real Sociedad og Midtjylland mætast í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. Dregið var í dag.

Lærisveinar Solskjær úr leik
Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær í Besiktas eru úr leik í Evrópudeild karla í knattspyrnu eftir 1-0 tap fyrir Twente í kvöld. Topplið Lazio tapaði sínum leik einnig en endaði þó á toppi deildarinnar.

Rauðu djöflarnir áfram taplausir
Manchester United lagði FCSB 2-0 þegar liðin mættust í Rúmeníu. Sigurinn gulltryggði sæti Rauðu djöflanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í knattspyrnu. Þrátt fyrir að enda í 3. sæti deildarkeppninnar eru lærisveinar Rúben Amorim eina taplausa liðið í keppninni.

Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham
Eggert Aron Guðmundsson kom inn af bekknum hjá Elfsborg þegar liðið mátti þola 3-0 tap gegn Tottenham Hotspur í Lundúnum þegar liðin mættust í lokaumferð deildarkeppni Evrópudeildar karla í knattspyrnu.

Orri Steinn nýtti tækifærið
Orri Steinn Óskarsson fékk tækifæri í byrjunarliði Real Sociedad í kvöld þegar liðið tók á móti PAOK í Evrópudeild karla í knattspyrnu. Hann gat vart nýtt tækifærið betur og skoraði bæði mörk Sociedad í 2-0 sigri.

Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes
Bruno Fernandes tryggði Manchester United 2-1 sigur gegn Rangers í Evrópudeildinni í fótbolta í gærkvöld, í blálokin. Mörkin úr leiknum má nú sjá á Vísi.

Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad
Real Sociedad steinlá fyrir Lazio í Evrópudeild karla í knattspyrnu. Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson mátti þola það að sitja á bekknum allan leikinn sem Lazio vann 3-1.

Loks vann Tottenham
Tottenham Hotspur er í góðum málum í Evrópudeild karla í knattspyrnu eftir 3-2 útisigur á Hoffenheim. Gestirnir frá Lundúnum höfðu ekki unnið í síðustu þremur leikjum sínum í Evrópu en lönduðu mikilvægum þremur stigum í kvöld.

Bruno til bjargar
Bruno Fernandes kom Manchester United til bjargar þegar það virtist sem liðið væri að fara gera 1-1 jafntefli við Rangers í Evrópudeildinni. Þökk sé marki fyrirliðans tókst Rauðu djöflunum að landa þremur stigum, lokatölur 2-1 á Old Trafford.

Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam
Alls hafa fimm einstaklingar hlotið dóm fyrir ólætin sem áttu sér stað í Amsterdam í síðasta mánuði í kringum leik Ajax og Maccabi Tel Aviv í Evrópudeildinni í knattspyrnu.

Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri
Þjálfari Viktoria Plzen skipaði sínum mönnum að skjóta á markið við hvert tækifæri gegn Manchester United í Evrópudeildinni í gær.

Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast
Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, sá ekkert neikvætt við það að leikmenn hans rifust eftir 2-1 útisigur United á Viktoria Plzen í Tékklandi í Evrópudeildinni í kvöld.

Elías fór meiddur af velli á móti Porto
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson fór meiddur af velli í tapleik á móti Porto í Evrópudeildinni í kvöld.

Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi
Þetta hafa verið erfiðar vikur fyrir Tottenham og en liðið náði að bjarga stigi í Skotlandi í Evrópudeildinni í kvöld.

Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“
„Þetta hlýtur að vera besta árið mitt hingað til,“ segir Júlíus Magnússon, nýkrýndur bikarmeistari í Noregi með liði Frederikstad sem er að upplifa hamingjuríka tíma innan sem utan vallar. Hann er á leiðinni með félaginu í Evrópukeppni.

Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“
Rúben Amorim fagnaði sínum fyrsta sigri sem knattspyrnustjóri Manchester United þegar liðið lagði Bodø/Glimt að velli, 3-2, í Evrópudeildinni í kvöld. Portúgalinn var ánægður með viðtökurnar sem hann fékk í fyrsta leik sínum á Old Trafford.

Erfitt kvöld hjá Íslendingunum
Elías Rafn Ólafsson, Kristian Nökkvi Hlynsson og Andri Lucas Guðjohnsen þurftu allir að sætta sig við töp í Evrópu- og Sambandsdeildinni í kvöld.

Hummels kom Rómverjum til bjargar
Þýski reynsluboltinn Mats Hummels tryggði Roma stig gegn Tottenham í Evrópudeildinni í kvöld. Lokatölur 2-2.

Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims
Manchester United vann sinn fyrsta leik undir stjórn Rúbens Amorim þegar liðið bar sigurorð af Bodø/Glimt, 3-2, í Evrópudeildinni í kvöld.

Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins
Panathinaikos vann sinn fyrsta sigur í Sambandsdeildinni í vetur þegar liðið lagði HJK að velli, 1-0, á heimavelli í kvöld.

Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam
Leikur Besiktas, frá Tyrklandi, og Maccabi Tel Aviv, frá Ísrael, í Evrópudeild karla í knattspyrnu fer fram fyrir luktum dyrum í Ungverjalandi. Ástæðan eru ólætin sem stuðningsmenn Maccabi voru með þegar liðið sótti Ajax heim í síðustu umferð.

Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn
Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv fóru sneypuför til Amsterdam á dögunum þar sem liðið tapaði 5-0 fyrir Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum í Ajax.

Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi
Orri Óskarsson skoraði sitt fyrsta Evrópumark fyrir spænska liðið Real Sociedad í gærkvöldi, sem jafnframt reyndist eina mark liðsins í 2-1 tapi gegn Viktoria Plzen í Tékklandi.

Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson svaf örugglega ekki vel í nótt eftir risastór mistök sín í Evrópudeildarleik í gær.

Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam
Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús og á sjöunda tug manna hafa verið handteknir eftir að óeirðarseggir réðust á stuðningsmenn ísraelska fótboltaliðsins Maccabi Tel Avív í Amsterdam í Hollandi í gærkvöldi.

Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina
Víkingar gleðja ekki bara gjaldkerann sinn með frábæru gengi sínu í Evrópu heldur gætu þeir einnig hjálpað íslenskum fótbolta inn í þá Evrópukeppni sem hefur verið lokuð íslenskum liðunum síðustu ár.

Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos
Ajax er í öðru sæti Evrópudeildarinnar með tíu stig eftir 5-0 sigur gegn Maccabi Tel-Aviv. Lazio vermir toppsætið með fullt hús stiga eftir fjóra leiki, liðið vann 2-1 gegn Porto í kvöld.

Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn
Manchester United fagnaði fyrsta sigrinum í Evrópudeildinni í kvöld. 2-0 varð niðurstaðan gegn PAOK. Amad Diallo skoraði bæði mörkin.