Fótbolti

Hákon og fé­lagar léku manni fleiri í klukku­tíma en töpuðu samt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille misstu af góðu tækifæri í kvöld til að ná í mikilvæg stig í Evrópudeildinni.
Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille misstu af góðu tækifæri í kvöld til að ná í mikilvæg stig í Evrópudeildinni. Getty/Jean Catuffe

Hákon Arnar Haraldsson og félagar í franska liðinu Lille urðu að sætta sig við 2-1 tap á móti Celta Vigo í Evrópudeildinni í kvöld.

Lille lenti undir á fyrstu mínútu leiksins með marki frá Williot Swedberg en spænska liðið missti svo mann af velli með rautt spjald á 29. mínútu.

Celta Vigo komst í 2-0 manni færri þegar Carl Starfelt skoraði á 69. mínútu.

Olivier Giroud minnkaði muninn á 86. mínútu en nær komust leikmenn Lille ekki að fá eitthvað út úr þessum leik.

Hákon Arnar spilaði allan leikinn, reyndi fjögur skot og skapaði fjögur færi fyrir félaga sína.

Sverrir Ingi Ingason og félegar í Panathinaikos gerðu 1-1 jafntefli á móti Ferencvaros í Ungverjalandi. Anass Zaroury tryggði gríska liðinu jafntefli fjórum mínútum fyrir leikslok en heimamenn höfðu komist yfir með marki Yusuf Bamidele úr víti.

Sverrir spilaði allan leikinn í vörninni.

Panathinaikos er í átjánda sæti með ellefu stig fyrir lokaumferðina en Lille er í 21. sæti með níu stig. Liðin í níunda til 24. sæti komast áfram í umspilið um sæti í sextán liða úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×