Bandaríkin

Fréttamynd

„Búið að leggja upp dauða­færi fyrir Donald Trump“

Stjórnmálafræðiprófessor segir fátt hafa getað verið Donald Trump hagfelldara en atburðarásin á kosningafundi hans á laugardag. Hann sé kominn í dauðafæri í baráttunni um forsetaembættið og hann þurfi að geiga verulega til að klúðra því. 

Erlent
Fréttamynd

Kallaði Trump „Hitler Ameríku“ og studdi Never Trump-hreyfinguna

James David Vance, tilvonandi varaforsetaefni Donalds Trump, hefur ekki verið í fylkingu forsetans fyrrverandi um langt skeið, en virðist í dag einn af hans dyggustu stuðningsmönnum. Stjórnmálamenn velta því upp hvort Vance, sem sagði meðframbjóðanda sinn asna og vítaverðan opinberlega fyrir átta árum, sé drifinn af tækifærismennsku. 

Erlent
Fréttamynd

J.D. Vance verður vara­for­seta­efni Trump

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti og forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins tilkynnti fyrir skömmu að J.D. Vance yrði varaforsetaefni í framboði hans. James David Vance er öldungadeildarþingmaður frá Ohio og er 39 ára gamall

Erlent
Fréttamynd

Leyniskjalamáli Trump vísað frá dómi

Dómari í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur vísað dómsmáli á hendur Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta frá dómi. Umrætt dómsmál snýst um leyniskjöl sem Trump var sagður hafa tekið með sér úr Hvíta húsinu eftir að forsetatíð hans lauk. 

Erlent
Fréttamynd

„Ég ætti að vera dauður“

„Ég á að vera dauður,“ sagði Donald Trump við New York Post í gær, þegar hann ræddi við miðilinn um banatilræðið sem hann lifði af. Hann sagði upplifunina hafa verið „afar súrrealíska.“

Erlent
Fréttamynd

Á­stand hinna særðu sagt stöðugt

Tveir karlmenn, einn á sextugsaldri og annar á áttræðisaldri, voru fluttir á sjúkrahús alvarlega særðir eftir skotárásina á kosningafundi Donalds Trump í gær, þegar einn lést og árásarmaðurinn var skotinn til bana. Ástand mannanna tveggja er sagt stöðugt.

Erlent
Fréttamynd

Hinn látni slökkvi­liðs­maður sem fórnaði sér fyrir fjöl­skylduna

Maðurinn sem lést í skotárás á kosningafundi Donald Trump í Pennsylvaníuríki í gær var fimmtugur að aldri og starfaði sem slökkviliðsmaður. Þegar árásarmaðurinn hóf að skjóta í átt til fjölskyldu mannsins stökk hann í veg eiginkonu sína og dóttur til að hlífa þeim við skotunum. 

Erlent
Fréttamynd

„Við viljum heim þar sem ástin sigrar“

„Ég hugsa nú til ykkar, mínir kæru Bandaríkjamenn. Við höfum alltaf verið sérstakt bandalag. Núna hriktir í grunnstoðum landsins okkar, en hugrekkið og skynsemin verða að rísa og sameina okkur á ný.“ Þetta eru upphafsorð yfirlýsingar sem Melania Trump gaf frá sér í dag, í kjölfar skotárásarinnar á eiginmann hennar Donald Trump. Þar sagði hún að mikilvægt væri að sýna fólki virðingu og að ástin væri ofar öllu.

Erlent
Fréttamynd

Á­rásin komi til með að auka stuðning við Trump

Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, telur líklegt að morðtilræðið gegn Donald Trump í gærkvöldi komi til með að styrkja kosningabaráttu hans, að minnsta kosti til skemmri tíma.

Erlent
Fréttamynd

Segir Guð hafa bjargað sér

Donald Trump hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar skotárásar sem beindist gagnvart honum í kosningafundi í Pennsylvaníu í gær. Hann segir Guð hafa bjargað sér.

Erlent
Fréttamynd

Svona var vett­vangur á­rásarinnar

Skotárás sem beindist að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gærkvöldi var framin á fjölmennum kosningafundi í Pennsylvaníuríki, nánar tiltekið á vinsælum samkomustað við bæinn Butler.

Erlent
Fréttamynd

Musk styður Trump

Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur farið mikinn á eigin samfélagsmiðli, X, í kjölfar skotárásar sem beindist að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gærkvöldi. Musk lýsir yfir stuðningi við Trump.

Erlent
Fréttamynd

Grunaður á­rásar­maður hét Thomas Matthew Crooks

Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gær hét Thomas Matthew Crooks og var tvítugur. Leyniþjónusta Bandaríkjanna drap Crooks skömmu eftir að hann hleypti af nokkrum skotum sjálfur.

Erlent
Fréttamynd

Leiddur blóðugur af kosninga­fundi eftir skot­á­rás

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti var fluttur á sjúkrahús í snarhasti eftir að skotum var hleypt af á kosningafundi í Pennsylvaníuríki í kvöld. Þátttakandi á fundinum lét lífið og annar var fluttur á sjúkrahús alvarlega særður. Byssumaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum eftir árásina. 

Erlent
Fréttamynd

„Mér fannst alltaf eins og ég væri að fara að deyja“

„Áður en ég veiktist þá tók ég heilsunni sem sjálfsögðum hlut. Það er ekki fyrr en heilsan er tekin frá þér að þú gerir þér almennilega grein fyrir því líkaminn er ótrúlegur og hvað líkaminn vinnur magnað starf fyrir þig á hverjum degi,“ segir hin 24 ára gamla Lilja Ingólfsdóttir sem búsett er í San Diego í Kaliforníu ásamt fjölskyldu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Felldi tár þegar málinu var vísað frá

Máli á hendur bandaríska leikaranum Alec Baldwin, þar sem hann var sakaður um manndráp af gáleysi, hefur verið vísað frá dómi. Réttarhöld í málinu hófust í vikunni en lauk í gærkvöldi þegar dómari komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið og lögreglan hefðu haldið aftur af sönnunargögnum.

Erlent
Fréttamynd

„Biden á langa sögu af mismælum“

Joe Biden forseti Bandaríkjanna sýndi að hann hefur góða þekkingu og innsýn í utanríkis- og varnarmál á blaðamannafundinum sem hann hélt í gær. Þetta er mat Friðjóns Friðjónssonar, borgarfulltrúa og áhugamanns um bandarísk stjórnmál, sem var álitsgjafi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ætli Biden sér að vinna kosningarnar þurfi hann hins vegar að standa sig vel í öðrum málum. Hann segir Biden eiga langa sögu af mismælum, en nú sé auðvelt fyrir andstæðinga að nota mismælin gegn honum.

Erlent
Fréttamynd

Blaða­manna­fundur Biden á afmælisfundi At­lants­hafs­banda­lagsins

Joe Biden Bandaríkjaforseti heldur í kvöld blaðamannafund að leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins loknum. Hann hefur sætt gagnrýni og jafnvel áköll um að stíga til hliðar í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum vegna lélegrar frammistöðu í kappræðum milli hans og Donalds Trump mótframbjóðanda hans.

Erlent