Meðganga

Fréttamynd

Hefur engan kyn­ferðis­legan á­huga á óléttri konu sinni

Spurning barst frá 33 ára karli: „Ég er í smá klemmu þessa daganna. Konan mín er ólétt og komin vel á leið með meðgönguna. Ég elska hana og við erum hamingjusöm. Vandamálið er hins vegar að eftir því sem liðið hefur lengra á meðgönguna er ég minna og minna til í að stunda kynlíf. Ég veit ekki hvað er að mér en löngunin er bara engan veginn til staðar lengur. Er þetta eitthvað sem aðrir makar þekkja og ætli það séu til góð ráð?” 

Lífið
Fréttamynd

Bæta meðgönguvernd við hefð­bundna sjúk­dóma­tryggingu

Vörður tryggingar hefur bætt meðgöngu-, fæðingar- og foreldravernd við hefðbundnar sjúkdómatryggingar án þess að hækka kostnað vegna tryggingarinnar. Í tilkynningu kemur fram að þessi nýja trygging hafi það markmið að styðja við foreldra. Bætur eru eingreiðslur og geta numið allt að einni milljón. Verndin gildir á meðan meðgöngu stendur, í fæðingu og þar til barn nær eins árs aldri.

Neytendur
Fréttamynd

Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla

Hjónin Rebekka Rún Sigurgeirsdóttir og Bergur Vilhjálmsson sjá fram á að vera föst í Barcelona á Spáni næstu mánuði vegna kvilla sem kom upp á meðgöngu Rebekku. Þau vonast til þess að komast heim fyrir jól en hafa þangað til ekki í nein hús að venda í Barcelona og halda til á spítala. Þau leita nú logandi ljósi að íbúð nálægt spítalanum til þess að geta fengið börn sín til sín.

Innlent
Fréttamynd

Mæla hik­laust með lyfinu á með­göngu ef þörf þykir á

Yfirmaður fæðingarteymis Landspítalans segir ekkert nýtt hafa komið fram sem bendi til tengsla milli neyslu á verkjalyfinu parasetamól og einhverfu barna. Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að slæmt væri að óléttar konur tækju lyfið, og sagði læknum að hætta að láta þær hafa það. 

Innlent
Fréttamynd

Ný­burar fæðast í nikótínfráhvörfum

Dæmi eru um að Vökudeild Landspítalans hafi þurft að sinna nýburum með fráhvarfseinkenni vegna nikótínnotkunar móður á meðgöngu. Þessi börn krefjist meiri inngripa og eru með lengri sjúkrahúslegu en önnur börn.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt að geta ekki rætt með­gönguna við móður sína

„Mig langaði oft að hætta við þegar að ég skall á vegg. En ég er mjög þakklát að hafa haldið áfram og haft trú á minni sýn,“ segir hin 29 ára gamla Emilía Heenen sem var að gefa út bókina Frá bumbu til fæðingar. Emilía, sem starfar sem lögfræðingur, á tvö börn og þótti erfitt að geta ekki rætt um meðgönguna við móður sína sem lést fjórum árum áður.

Lífið