Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. september 2025 07:02 Emilía Heenen var að gefa út bókina Frá bumbu til fæðingar. Aðsend „Mig langaði oft að hætta við þegar að ég skall á vegg. En ég er mjög þakklát að hafa haldið áfram og haft trú á minni sýn,“ segir hin 29 ára gamla Emilía Heenen sem var að gefa út bókina Frá bumbu til fæðingar. Emilía, sem starfar sem lögfræðingur, á tvö börn og þótti erfitt að geta ekki rætt um meðgönguna við móður sína sem lést fjórum árum áður. Alltaf að hugsa hvernig meðganga mömmu hefði verið Bókin kom út í byrjun sumars en Emilía segist hafa byrjað undirbúning þegar hún varð ólétt af dóttur sinni árið 2022 og á þeim tíma hugsaði Emilía sterkt til móður sinnar. „Hugmyndin kviknaði sem sagt þegar dóttir mín var í bumbunni minni en ég var alltaf að hugsa hvernig meðgangan hennar móður minnar hefði verið þegar að hún gekk með mig. Ég gat því miður ekki spurt hana af því hún lést þegar að ég var einungis 22 ára gömul. Ég var þá auðvitað ekkert að hugsa út í neitt tengt meðgöngu á þeim tíma og því miður er maður oft ekki að pæla í þessum stóru hlutum þegar maður er svona ungur. Þarna, þegar að ég var orðin 26 ára gömul og ólétt af mínu fyrsta barni, var ég oft að hugsa út í það hvað það hefði verið dýrmætt ef móðir mín hefði haldið uppi dagbók sem ég gæti þá kíkt í til þess að komast nær henni.“ Emilía hugsaði mikið til móður sinnar þegar hún ákvað að gefa út bókina.Aðsend Heillaði ekki að skrifa á ensku og gerði því eigin bók Út frá þessu kviknaði hugmynd Emilíu um að það væri þá gaman að geta sjálf skráð niður allar minningarnar frá þessu ferli fyrir hennar börn. „Ég byrjaði þá að skoða hvort það væru til svona meðgöngudagbækur en þá á þeim tíma var engin bók til á íslensku og það heillaði mig ekki að skrifa í bók á ensku. Ég byrjaði þá að leggja höfuðið í bleyti og smátt og smátt kom hugmyndin af þessari bók. Ég eignaðist síðan dóttur mína Önnu Elínu og þá fór hugmyndin aðeins niður í skúffu en ég var samt alltaf að skissa aðeins niður og bæta við nýjum hugmyndin inn í bókina. Þegar ég varð síðan aftur ólétt af syni mínum sem ég átti fyrr á þessu ári fór ég loksins alla leið með þetta. Ég var svo heppin að finna hana Elínu sem er eigandi heilsumiðstöðvarinnar 9mánaða sem var til í að gefa bókina út með mér.“ Hjúin Benedikt Karlsson og Emilía Heenen eiga saman tvö börn.Aðsend Leiðarvísir fyrir verðandi mæður Bókin er meðgöngudagbók og minningabók og er ætlað að vera leiðarvísir fyrir verðandi mæður í gegnum meðgöngu, fæðingu og fyrstu daga í lífi barnsins. „Bókin á að gera mæðrum kleift að undirbúa vel komu litla undursins í heiminn, skrásetja öll merkilegu tímamótin og varðveita þær minningar sem verða til á þessu einstaka ferðalagi. Hún á að henta öllum, hvort sem þú ert að gera þetta í fyrsta skipti eða það fjórða. Inni í bókinni er fróðleikur fyrir hverja viku meðgöngunnar sem og fræðsla um einkenni sem móðirin kann að upplifa eftir fæðingu. Allur fræðslutextinn í bókinni er unnin af ljósmæðrum frá 9mánuðum og þeim sem halda uppi heimasíðunni ljósmóðir.is,“ segir Emilía um þetta verðmæta og spennandi verkefni. Glæsileg bók.Aðsend Sköpunargleðin klárlega í blóðinu Útgáfan var að sögn Emilíu mjög gefandi. „Tilfinningin að gefa út svona bók er frekar mögnuð. Að gefa út svona verk og berskjalda mig svona er ekki beint eitthvað sem er beisikk fyrir manneskju eins og mig. Ég starfa dags daglega sem lögfræðingur og ég myndi alls ekki segja að ég væri listræn eða skapandi manneskja. En móðir mín var ljósmyndari og amma mín listakona þannig þetta er klárlega í blóðinu mínu. Enda fann ég um leið og ég byrjaði að vinna í þessu hvað mér finnst gaman að skapa og sjá einhverja hugmynd verða að veruleika. Ég hefði held ég aldrei gefið þetta út ef það hefði ekki verið fyrir vinkonu mína Sylvíu Erlu. Hún kýlir alltaf á hlutina og hún mér alla leið við að láta þessa hugmynd verða að veruleika.“ View this post on Instagram A post shared by Emilía Heenen (@emiliamheenen) Hún segir að ferlið hafi einkennst af hæðum og lægðum en er stolt af sjálfri sér. „Líkt og ég nefndi áðan hef ég aldrei litið á sjálfa mig sem skapandi manneskju og mig langaði oft að hætta við þegar að ég skall á vegg. En ég er mjög þakklát að hafa haldið áfram og haft trú á minni sýn og ég vona innilega að þetta hvetji fólk til þess að láta hugmynd sem þau fá verða að veruleika. Það er líka bara svo gaman að fara stundum aðeins út fyrir þægindarammann og sjá hvað gerist.“ Barnalán Bókaútgáfa Meðganga Börn og uppeldi Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Alltaf að hugsa hvernig meðganga mömmu hefði verið Bókin kom út í byrjun sumars en Emilía segist hafa byrjað undirbúning þegar hún varð ólétt af dóttur sinni árið 2022 og á þeim tíma hugsaði Emilía sterkt til móður sinnar. „Hugmyndin kviknaði sem sagt þegar dóttir mín var í bumbunni minni en ég var alltaf að hugsa hvernig meðgangan hennar móður minnar hefði verið þegar að hún gekk með mig. Ég gat því miður ekki spurt hana af því hún lést þegar að ég var einungis 22 ára gömul. Ég var þá auðvitað ekkert að hugsa út í neitt tengt meðgöngu á þeim tíma og því miður er maður oft ekki að pæla í þessum stóru hlutum þegar maður er svona ungur. Þarna, þegar að ég var orðin 26 ára gömul og ólétt af mínu fyrsta barni, var ég oft að hugsa út í það hvað það hefði verið dýrmætt ef móðir mín hefði haldið uppi dagbók sem ég gæti þá kíkt í til þess að komast nær henni.“ Emilía hugsaði mikið til móður sinnar þegar hún ákvað að gefa út bókina.Aðsend Heillaði ekki að skrifa á ensku og gerði því eigin bók Út frá þessu kviknaði hugmynd Emilíu um að það væri þá gaman að geta sjálf skráð niður allar minningarnar frá þessu ferli fyrir hennar börn. „Ég byrjaði þá að skoða hvort það væru til svona meðgöngudagbækur en þá á þeim tíma var engin bók til á íslensku og það heillaði mig ekki að skrifa í bók á ensku. Ég byrjaði þá að leggja höfuðið í bleyti og smátt og smátt kom hugmyndin af þessari bók. Ég eignaðist síðan dóttur mína Önnu Elínu og þá fór hugmyndin aðeins niður í skúffu en ég var samt alltaf að skissa aðeins niður og bæta við nýjum hugmyndin inn í bókina. Þegar ég varð síðan aftur ólétt af syni mínum sem ég átti fyrr á þessu ári fór ég loksins alla leið með þetta. Ég var svo heppin að finna hana Elínu sem er eigandi heilsumiðstöðvarinnar 9mánaða sem var til í að gefa bókina út með mér.“ Hjúin Benedikt Karlsson og Emilía Heenen eiga saman tvö börn.Aðsend Leiðarvísir fyrir verðandi mæður Bókin er meðgöngudagbók og minningabók og er ætlað að vera leiðarvísir fyrir verðandi mæður í gegnum meðgöngu, fæðingu og fyrstu daga í lífi barnsins. „Bókin á að gera mæðrum kleift að undirbúa vel komu litla undursins í heiminn, skrásetja öll merkilegu tímamótin og varðveita þær minningar sem verða til á þessu einstaka ferðalagi. Hún á að henta öllum, hvort sem þú ert að gera þetta í fyrsta skipti eða það fjórða. Inni í bókinni er fróðleikur fyrir hverja viku meðgöngunnar sem og fræðsla um einkenni sem móðirin kann að upplifa eftir fæðingu. Allur fræðslutextinn í bókinni er unnin af ljósmæðrum frá 9mánuðum og þeim sem halda uppi heimasíðunni ljósmóðir.is,“ segir Emilía um þetta verðmæta og spennandi verkefni. Glæsileg bók.Aðsend Sköpunargleðin klárlega í blóðinu Útgáfan var að sögn Emilíu mjög gefandi. „Tilfinningin að gefa út svona bók er frekar mögnuð. Að gefa út svona verk og berskjalda mig svona er ekki beint eitthvað sem er beisikk fyrir manneskju eins og mig. Ég starfa dags daglega sem lögfræðingur og ég myndi alls ekki segja að ég væri listræn eða skapandi manneskja. En móðir mín var ljósmyndari og amma mín listakona þannig þetta er klárlega í blóðinu mínu. Enda fann ég um leið og ég byrjaði að vinna í þessu hvað mér finnst gaman að skapa og sjá einhverja hugmynd verða að veruleika. Ég hefði held ég aldrei gefið þetta út ef það hefði ekki verið fyrir vinkonu mína Sylvíu Erlu. Hún kýlir alltaf á hlutina og hún mér alla leið við að láta þessa hugmynd verða að veruleika.“ View this post on Instagram A post shared by Emilía Heenen (@emiliamheenen) Hún segir að ferlið hafi einkennst af hæðum og lægðum en er stolt af sjálfri sér. „Líkt og ég nefndi áðan hef ég aldrei litið á sjálfa mig sem skapandi manneskju og mig langaði oft að hætta við þegar að ég skall á vegg. En ég er mjög þakklát að hafa haldið áfram og haft trú á minni sýn og ég vona innilega að þetta hvetji fólk til þess að láta hugmynd sem þau fá verða að veruleika. Það er líka bara svo gaman að fara stundum aðeins út fyrir þægindarammann og sjá hvað gerist.“
Barnalán Bókaútgáfa Meðganga Börn og uppeldi Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira