Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024)

Fréttamynd

Undrast sinnu­leysi for­vera sinna og vill laga­breytingar

Ekki er unnt að reisa vatnsaflsvirkjanir og óvissa ríkir um viðamiklar innviðaframkvæmdir. Þetta er mat Umhverfisstofnunar eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var ógilt. Stjórnvöld voru á fimm ára tímabili upplýst í þrígang í minnisblöðum að eyða þyrfti óvissunni. Umhverfisráðherra undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingu.

Innlent
Fréttamynd

Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni

Fyrrverandi orkuráðherra sakar Jóhann Pál Jóhannsson, eftirmann sinn, um að ætla að tefja frekari orkuöflun þrátt fyrir fullyrðingar hans um að hann ætli að hraða leyfisveitingaferlinu. Núverandi stjórnarflokkar hafi lagst gegn því að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum á síðasta kjörtímabili.

Innlent
Fréttamynd

Vill leggja fram nýja ramma­á­ætlun á hverju þingi út kjörtíma­bilið

Nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist sjá tækifæri til þessa að leggja fram nýja rammaáætlun á hverju einasta þingi á kjörtímabilinu. Hann segir að sér hafi brugðið þegar hann sá hversu lítið síðasta ríkisstjórn gerði til þess að einfalda þunglamalegt leyfisveitingaferli fyrir orkuöflun.

Innlent
Fréttamynd

„Mogginn er ekki flokks­blað Framsóknar­flokksins“

Fréttir þess efnis að þrýstingur sé innan úr hluta Framsóknar um að flýta eigi flokksþingi koma formanninum spánskt fyrir sjónir. Hann segir allt í eðlilegum farvegi innan flokksins, og fjölmiðlaumfjöllun ráði þar engu um. 

Innlent
Fréttamynd

Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir á­tján árum

Tímamótafréttir bárust af sviði stjórnmálanna í gær. Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann væri að kveðja pólitíkina þar sem hann hefur verið í aðalhlutverki um langa hríð. Bjarni tók sæti á Alþingi árið 2003 og hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins síðan 2009. Þangað til í nýliðnum desember hafði Bjarni, í forystu Sjálfstæðisflokksins, setið í ríkisstjórn með mörgum mismunandi flokkum í hinum ýmsum ráðherraembættum.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni far­sæll en hefur alltaf átt sér ó­vildar­menn

Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur telur að Bjarni Benediktsson muni fá góða dóma í sögubókunum. Hann tilkynnti í dag að hann hygðist ekki taka sæti á þingi né gefa kost á sér í áframhaldandi setu sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Hún telur að Bjarni hafi sjálfur viljað halda áfram, en ákveðið að gera það ekki eftir samtöl við flokksmenn og fjölskyldumeðlimi.

Innlent
Fréttamynd

„Hann treysti mér fyrir stórum verk­efnum og tæki­færum“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Bjarna Benediktssonar fráfarandi formanns flokksins verði minnst sem eins áhrifamesta stjórnmálaleiðtoga landsins. Hún verði honum ævinlega þakklát fyrir þau tækifæri sem hann hafi veitt henni.

Innlent
Fréttamynd

„Helsti valda­maður landsins í meira en ára­tug“

Stjórnmálafræðiprófessor segir það ekki koma á óvart að Bjarni Benediktsson ætli sér nú að kveðja stjórnmálin, eftir 12 ára setu í ráðherrastólum. Það sé alveg opin spurning í hvaða átt nýr formaður muni leiða flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Flestir á­nægðir með Krist­rúnu en mest ó­á­nægja með Bjarna

Nýr forsætisráðherra er sá formaður sem flestir telja að hafi staðið sig vel en formaður Sjálfstæðisflokksins mælist afar óvinsæll í nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir hann í erfiðri stöðu og að veiting hvalveiðileyfis kunni að hafa áhrif á það. Ánægja með nýja ríkisstjórn mælist meiri en kjörfylgi stjórnarflokkanna.

Innlent
Fréttamynd

Bestu augna­blikin úr Kryddsíldinni

Kryddsíld verður á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 14:00 á gamlársdag, líkt og síðustu þrjátíu og fjögur ár. Þátturinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur fer beint í búvörulagamálið

Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að búvörulög sem voru samþykkt á Alþingi í mars hefðu strítt gegn stjórnarskrá. Málið mun því fara beint fyrir Hæstarétt, en ekki koma við hjá áfrýjunardómstólnum Landsrétti.

Innlent
Fréttamynd

Segir ríkis­stjórnarsátt­málana keim­líka

Skoðanir fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins á nýjum ríkisstjórnarsáttmála virðast mjög ólíkar. Guðrún Hafsteinsdóttir segir nýja sáttmálann keimlíkann sáttmála fráfarandi ríkisstjórnar á meðan Bjarni Benediktsson segir málefnin hafa fuðrað upp í loft.

Innlent
Fréttamynd

„Heimsins furðu­legasti fiskur“ af­hentur í fjár­mála­ráðu­neytinu

„Ég mun verða með aðhald í þinginu,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson um leið og hann færði nýjum fjármála- og efnahagsráðherra lyklavöld og blómvönd í ráðuneytinu í dag. Daði Már Kristófersson færði Sigurði Inga hins vegar lesefni, Álabókina eftir Patrik Svensson, sem er saga um „heimsins furðulegasta fisk,“ líkt og segir á kápu bókarinnar. „Ég vona að þú hafir jafn gaman að henni og ég hafði,“ sagði Daði.

Innlent
Fréttamynd

„Þannig að jólin komu snemma hjá mér“

Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar fengu lyklana að ráðuneytum sínum afhenta í dag frá forverum sínum. Mikið var um blendnar tilfinningar og velfarnaðaróskir. Jólin komu snemma hjá Þorbjörgu Sigríði dómsmálaráðherra, Hanna Katrín finnur fyrir mikilli ábyrgð og Ásthildur Lóa ætlar að kenna börnum að lesa.

Innlent
Fréttamynd

„Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“

Eftir að hafa afhent Kristrúnu Frostadóttur lyklana að Stjórnarráðinu fyrr í dag afhenti Bjarni Benediktsson einnig Ingu Sæland lyklana að félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. Hann hefur stýrt því frá því Guðmundur Ingi Guðbrandsson hætti fyrr á árinu.

Innlent
Fréttamynd

„Ein allra besta jóla­gjöfin“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, afhenti í dag Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, nýjum utanríkisráðherra, lyklana að ráðuneytinu. Vel fór á með þeim og gaf Þórdís Þorgerði einnig ljóð eftir Árna Grétar Finnsson, sem Þorgerður sagði eina þá allra bestu jólagjöf sem hún hafi fengið.

Innlent
Fréttamynd

„Ég veit að þér mun sömu­leiðis líða vel hér“

Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum.

Innlent
Fréttamynd

„Maður mun sakna þess mjög“

„Núna er þetta að detta inn, að maður er að fara og maður er að kveðja gott fólk sem hefur verið einstaklega gaman að vinna með og árangursríkt. Maður er náttúrulega að minna sig á að það er ekkert að fara neitt en það er samt þannig þegar þú ert búinn að vinna með fólki svona náið og svo mikið í ráðuneytinu og stofnunum. Það er á þessum tímapunkti sem að það hellist yfir mann og maður mun sakna þess mjög.“

Innlent
Fréttamynd

Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glæ­nýtt

Starfandi matvælaráðherra segir nauðsynlegt að Hvalur hf. hafi fyrirsjáanleika í rekstri og því hafi hann gefið út fimm ára hvalveiðileyfi sem endurnýjast sjálfkrafa á hverju ári. Hann hafi ekki haft tíma til að taka ákvörðun fyrir kosningar. Óþarfi sé að bíða eftir niðurstöðu starfshóps sem rýnir lagaumgjörð hvalveiða áður en slík ákvörðun er tekin.

Innlent
Fréttamynd

Settur ráð­herra skipar skrif­stofu­stjóra

Ásgeir Runólfsson hefur verið skipaður skrifstofustjóri á skrifstofu fjárlaga og rekstrar í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Hann er skipaður af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, settum félags- og vinnumarkaðsráðherra við skipunina. Bjarni Benediktsson er starfandi félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð

Ríkisstjórnin fundaði í síðasta sinn í morgun. Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar og þingstörf í stjórnarandstöðu eru fram undan. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur íhugað framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins og Áslaug Arna segir skorað á sig.

Innlent
Fréttamynd

Dæma­laus mál­flutningur

Með ákvörðun Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og matvælaráðherra, um að afgreiða umsóknir um hvalveiðileyfi fyrr í þessum mánuði var ekki tekin stefnumótandi ákvörðun heldur einungis framfylgt gildandi lögum. Með öðrum orðum var um að ræða ákvörðun í fullu samræmi við það hlutverk starfsstjórna að sinna þeim verkefnum sem þurfi að sinna. Eitt af því er að umsóknir séu afgreiddar af stjórnsýslunni.

Skoðun
Fréttamynd

Til­kynningin sem kom af stað ó­væntri at­burða­rás

Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti þjóðinni á nýársdag að hann hygðist ekki bjóða sig fram aftur til embættis forseta Íslands. Tilkynning Guðna, sem kom þjóðinni í opna skjöldu, hratt svo af stað óvæntri atburðarás í pólitíkinni, sem hefur ekki verið leidd til lykta.

Lífið
Fréttamynd

Hætta á að ráð­herrar verði eins og flóðhestar í baði

Núgildandi lög um hvalveiðar eru löngu úrelt að mati lagaprófessors og fyrrum ráðgjafa stjórnvalda í hvalveiðum. Við ákvarðanatöku sé hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baðkari. Stjórnarmaður í Dýraverndarsamtökum Íslands sakar starfandi matvælaráðherra um valdníðslu með því að veita í raun ótímabundið leyfi til hvalveiða.

Innlent