
Klifur

Frönsk-íslensk klifurkona gæti keppt fyrir Ísland á ÓL í París
Svana Bjarnason er 32 ára gömul klifurkona sem var nýverið tekin inn í Ólympíuhóp Íþróttasambands Íslands. Hún á því möguleika á því að keppa fyrir Ísland á Ólympíuleikunum í París í sumar.

Garpur bugaður á Kerlingu
Garpur og félagar hans, Jónas og Andri Már fóru í leiðangur í Svarfaðadal í klifur upp Kerlingareld. Kerlingareldur er veggur í miðju fjalli sem heitir Kerling sem gnæfir yfir dalnum. Veggurinn er 200 metra hár og hafa ekki margir klifrarar farið þar upp.

Rekabi hafi mögulega verið þvinguð til þess að skrifa tilkynninguna
Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem hún virðist útskýra af hverju hún bar ekki höfuðklút á meðan hún keppti á Asíumótinu í klifri í Suður-Kóreu á dögunum. Hún hafi beðist afsökunar á því að valda fólki áhyggjum en fjölskyldu hennar hafði ekki tekist að ná sambandi við hana síðan í gær.

Finnst ekki tveimur dögum eftir að hafa keppt án slæðu
Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi er nú horfin, tveimur dögum eftir að hafa keppt á klifurmóti í Suður-Kóreu án þess að nota slæðu. Fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan í gær.

Klifurfélag Reykjavíkur - 20 ára
Sunnudaginn 13. febrúar næstkomandi eru 20 ár liðin frá stofnun Klifurfélags Reykjavíkur. Stofnfelagar voru 19 og var skipuð 5 manna stjórn, sem skipti með sér verkum, og var Hallgrímur Örn Arngrímsson skipaður fyrsti formaður félagins.

Klifurveggur, hlaupabraut og fótbolti í nýju höllinni í Garðabæ: „Búið að búa til ákveðinn vinningskúltúr“
Nú í byrjun ársins verður eitt glæsilegasta íþróttahús landsins opnað í Garðabæ. Um er að ræða fjölnota íþróttahús þar sem kennir ýmissa grasa.

„Var bara nógu spenntur og vitlaus“
Ævintýramennirnir Hilmar Ingimundarson og Rafn Emilsson gerðu sér lítið fyrir og klifruðu upp einn frægasta klifurvegg í heimi en þeir sigruðu hinn sögufræga El-Capitan vegg í Bandaríkjunum.

Keppa í Kaupmannahöfn einu og hálfu ári eftir að mótið átti að fara fram
Ísland á fulltrúa á Norðurlandamótinu í grjótglímu í Kaupmannahöfn en það er óhætt að segja að keppendur okkar hafi þurft að bíða lengi eftir þessu móti.

Eins og kletturinn væri að detta undan höndunum á henni
Hópur klifrara sem var við klifur í gilinu við Munkaþverá um helgina fann vel fyrir stóru jarðskjálftunum sem riðu yfir úti fyrir Norðurlandi á laugardag.

Lukka með klifurvegg í garðinum og herberginu
Lukka Mörk, 16 ára klifurkona, var ferðbúin og mjög spennt fyrir Norðurlandamótinu þegar hætt var við mótið vegna kórónuveirufaraldursins. Í samkomubanninu hefur hún æft sig í garðinum heima og er komin með prýðisgóða aðstöðu til þess.

Lukka sú fjórða besta á Norðurlöndum
Kjartan Jónsson hafnaði í áttunda sæti í flokki fullorðinna en hann var annar tveggja íslenskra keppenda í þeim flokki.

Æfi klifur þegar ég kem heim úr skólanum
Lukka Mörk Sigurðardóttir er svo heppin að eiga klifurvegg í herberginu sínu enda er klettaklifur í uppáhaldi hjá henni ásamt fjallgöngum, útilegum og fleiru.