
Hafnarmál

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins komið til hafnar
Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Reykjavíkur í gærkvöldi þegar skipið Le Commandant Charcot kom til hafnar. Bókaðar eru 237 skipakomur til Faxaflóahafna sem eru 22 færri skipakomur en voru árið 2024.

Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti
Ákvörðun um fyrirhugaða kolefnisförgunarstöð Carbfix í Straumsvík verður tekin í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á allra næstu dögum eða vikum, að sögn bæjarstjóra. Hann segir óvissu enn uppi um áhrif starfseminnar sem valdi áhyggjum.

Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn
Maður um sextugt sem kastaðist út í sjó við höfnina á Akranesi í síðustu vikur er kominn á bataveg.

Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn
Öðrum þeirra manna sem fór í sjóinn við Akraneshöfn í óveðrinu um þarsíðustu helgi er haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans.

Bílarnir dregnir upp úr sjónum
Búið er að draga á land bílana tvo sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í óveðrinu á mánudagsmorgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Tveir menn fóru einnig í sjóinn og liggur annar þeirra þungt haldinn á gjörgæslu.

„Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“
Stór svæði eru á floti í Suðurnesjabæ eftir veðrið sem hefur gengið þar yfir síðustu daga. Bæjarstjórinn segist lengi hafa kallað eftir bættum sjóflóðavörnum á svæðinu. Bryggjunni í Vogum hefur verið lokað vegna skemmda.

Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá
Mennirnir tveir sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í gærmorgun eru starfsmenn Hagtaks sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum en menn á vegum Hagtaks hafa undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni árla mánudagsmorguns að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar þegar stærðarinnar alda hrifsaði þá til sín með þeim afleiðingum að annar þeirra liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans, hinn náði að koma sér upp úr sjónum af sjálfsdáðum.

Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt
Eigandi reiðhjóls sem sótt var í Reykjavíkurhöfn fyrr í vikunni af kafara er kominn í leitirnar. Eigandinn hafði ekki hugmynd um að hjólið væri horfið úr bakgarðinum fyrr en eiginkona hans rak augun í mynd af hjólinu á Facebook. Hann segir hjólið það eina sinnar tegundar hér á landi.

Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili
Síðan árið 2022 hafa hafnarverkamenn staðið í ströngu í baráttu sinni við Eimskip og stéttarfélagið Eflingu. Markmið þeirra hefur verið að fá viðurkennt félag hafnarverkamanna sem lögmætan samningsaðila fyrir sína félagsmenn. Þessi barátta hefur verið löng og ströng, en hún hefur einnig sýnt styrk og samstöðu meðal verkamanna.

Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn
Bjartmar Leósson hjólahvíslari með meiru er enn að bjarga stolnum hjólum og hann lætur ekkert koma í veg fyrir að endurheimta þau. Nú kom Héðinn Þorkelsson kafari að málum með allan sinn búnað.

Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði að stöðva skyldi framkvæmdir við gerð landfyllingar við Suðurvararbryggju í Þorlákshöfn. Félag brimbrettafólks kærði framkvæmdina en félagið hefur staðið fyrir mótmælum við Þorlákshöfn í vikunni.

Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi
Bæjarráð Ölfuss tekur jákvætt í áhuga Carbfix á að reisa kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að máli verði unnið í samvinnu við íbúa en áform Carbfix um kolefnisförgunarstöð í Hafnarfirði hefur mætt harðri andstöðu þar.

Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn
Hafnarfjarðarhöfn iðaði af lífi fyrr í dag þegar hvalir spókuðu sig þar um og léku listir sínar.

Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða
J. Snæfríður Einarsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða hjá Faxaflóahöfnum.

Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn
Sveitarfélagið Ölfuss og flutningafyrirtækið Cargow Thorship hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um áætlunarsiglingar flutningaskipa til Þorlákshafnar sem eiga að hefjast síðar á þessu ári. Samkomulagið felur einnig í sér fyrirheit um uppbyggingu hafnaraðstöðu bæjarins.

Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum
Friðrik Þór Hjálmarsson hefur verið ráðinn í stöðu sviðsstjóra viðskiptasviðs Faxaflóahafna og tekur við stöðunni af Jóni Garðari Jörundssyni.

Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant
Gáleysi skipstjóra hvalaskoðunarskips var talin orsök þess því var siglt á hafnarkant í Reykjavíkurhöfn í sumar. Þrátt fyrir að skipstjórinn væri í brúnni var hann ekki með athygli við stýrið samkvæmt niðurstöðum rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum
Komum skemmtiferðaskipa í íslenskar hafnir hefur fjölgað töluvert á umliðnum árum. Þeim vexti hefur fylgt áskoranir fyrir samfélögin sem þessum skipum þjóna en jafnframt tækifæri fyrir hafnir og ferðaþjónustufyrirtæki.

Að kreista mjólkurkúna
Í frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld o.fl., sem er í meðförum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, eru gerðar breytingar á lögum um gistináttaskatt nr. 87/2011.

Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu?
Í Morgunblaðinu í síðustu viku birti Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu (FHG), svargrein við annarri grein undirritaðs sem Kristófer taldi ómálefnalega vegna aðdróttana um atvinnuróg annars vegar og hins vegar vegna staðhæfingar um að Kristófer ynni gegn hagsmunum ferðaþjónustunnar. Best er að hver dæmi fyrir sig hvað er málefnalegt og hvað ekki.

Stofnun Félags Hafnarverkamanna: Ástæður og áhrif
Sumarið 2022 hófst undirbúningsvinna við stofnun Félags Hafnarverkamanna. Nokkrir vinnufélagar höfðu rætt þessi mál og reynt hafði verið að stofna deild hafnarverkamanna innan Eflingar, sem var stéttarfélag þeirra á þeim tíma, en það hafði ekki borið árangur.

Orkuskipti við hafnir á Norðurlandi eystra
Stjórnvöld stefna að fullum orkuskiptum og jarðefnalausu Íslandi fyrir árið 2040. Það er ærið verkefni. Orkuskipti í fólksbílaflota landmanna eru þegar á þokkalegu skriði, en orkuskipti í haftengdri starfsemi eru talsvert skemur á veg komin, þó nokkur gróska sé í þeim efnum víða. Þótt stjórnvöld hafi lagt fram heildarmyndina um samdrátt í losun og þar með olíunotkun, vantar talsvert uppá svæðisbundna umræðu um þessi málefni.

Frá Félagi hafnarverkamanna á Íslandi
Enn og aftur er Félag Hafnarverkamanna að fara fyrir félagsdóm, en næstkomandi mánudag verður fyrirtaka í máli okkar gegn SA fyrir hönd Eimskips og ASÍ fyrir hönd Eflingar. Þetta er í þriðja skiptið á tveimur árum sem FHVI fer fyrir félagsdóm til að fá úrskurð í sínum málum.

Haldið í hefðina í Hafnarfirði eftir óhapp Ólafs
Rafmagnskassar í Hafnarfjarðarhöfn hafa um árabil verið málaðir gulir. Það er hefð sem tíðkast hvergi annars staðar í höfnum landsins. Ástæðuna má rekja til óhapps sem varð þegar tölvunarfræðingurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ólafur Waage var þar við málningarvinnu fyrir þó nokkrum árum síðan.

Grænt ljós á Flensborgarhöfn
Flensborgarhöfn stígur inn í framtíðina með nýju deiliskipulagi sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær og verður nú sett í auglýsingu.

Barátta hafnarverkamanna á Íslandi: Átök við Eimskip
Undanfarin þrjú ár hafa hafnarverkamenn á Íslandi staðið í harðri baráttu við Eimskip, eitt af stærstu flutningafyrirtækjum landsins, og Eflingu. Baráttan hefur snúist um réttindi og kjör verkamanna, þar sem Eimskip hefur enn ekki samið við Félag hafnarverkamanna á Íslandi. Þessi átök hafa verið flókin og margþætt, þar sem ýmsir aðilar hafa komið að málum.

„Verður alls ekki keyrt í gegn í mikilli andstöðu“
Ekki kemur til greina að keyra í gegn verkefni sem tengist áformum Carbfix í Hafnarfirði í mikilli andstöðu við íbúa að sögn Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra. Hún kveðst skilja áhyggjur íbúa og tekur undir að hluti borhola kæmu til með að liggja full nálægt byggð. Hún ítrekar einnig að engar skuldbindandi ákvarðanir hafi verið teknar um verkefnið.

Höfnin muni loka á útsýnið og valda hljóðmengun
Íbúi í Hvaleyrarholti fordæmir áform Hafnarfjarðarbæjar og Carbfix um að reisa stærðarinnar höfn í Straumsvík. Hún segir þetta vera eins og að fá höfn í bakgarðinn og segir viðbrögð bæjarstjórnar gera lítið úr bæjarbúum.

Skærur við Skarfabakka: „Ef þú færir þig ekki þá ber ég þig“
Kona sem vinnur við að þjónusta ferðamenn sem koma til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum segir starfsmann á vegum Faxaflóahafna hafa hótað henni líkamlegu ofbeldi þegar fauk í hann vegna óreiðu við höfnina. Hafnarstjóri segir málið til skoðunar en vill lítið tjá sig að öðru leyti.

Hafnarsvæðinu lokað vegna ammóníaksleka á Tálknafirði
Hafnarsvæðinu á Tálknafirði hefur verið lokað vegna ammóníaksleka í gömlu frystihúsi. Útkallið barstslökkviliðinu í Vesturbyggð um þrjú í nótt frá vegfarendum sem urðu varir við stækjuna.