Innlent

Gull­fal­legt fley Getty-kóngsins við Reykja­víkur­höfn

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Talitha G í Reykjavík í dag. Eigandi snekkjunnar er stofnandi og eigandi  myndabankans Getty images.
Talitha G í Reykjavík í dag. Eigandi snekkjunnar er stofnandi og eigandi  myndabankans Getty images. Vísir

Stærðarinnar lúxussnekkja sem ber nafnið Talitha og er í eigu auðkýfingsins Mark Getty liggur við akkeri í Reykjavíkurhöfn. Skipið var byggt árin 1929 - 1930 í Kiel, og gegndi meðal annars hlutverki byssuskips í seinni heimsstyrjöld, þegar það var í eigu Bandaríkjahers.

Skipið var smíðað í Kiel í Þýskalandi árin 1929 - 1930 fyrir Russell Alger, bandarískan viðskipta- og stjórnmálamann sem var á þeim tíma forstjóri bílaframleiðandans Packard Motor Car Company.

Meðal fjölmargra fyrrverandi eigenda snekkjunnar er Robert Stigwood, sem átti fleyið árin 1983 - 1993. Stigwood gerði garðinn frægan í tónlistarbransanum og kvikmyndaiðnaði, en hann var meðal annars umboðsmaður Cream um árabil og framleiddi kvikmyndir eins og Jesus Christ superstar og Saturday night fever.

Sjóher Bandaríkjanna eignaðist skipið í janúar 1942 og í seinni heimsstyrjöld þjónaði skipið sem byssuskip undir nafninu Beamount.

Árið 1993 eignaðist auðkýfingurinn bresk-ameríski auðkýfingurinn Sir Paul Getty snekkjuna, en hann er faðir Mark Getty, núverandi eigandans. Feðgarnir eru af Getty-ættinni sem hafði auðgast verulega á olíuiðnaði snemma á tuttugustu öldinni.

Skipið heitir nú Talitha G. og var nefnd eftir annarri eiginkonu Pauls Getty, sem lést árið 1971.

Mark Getty núverandi eigandi snekkjunnar er stofnandi og eigandi myndabankans Getty images.

Egill Helgason, dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu, segir í færslu á samfélagsmiðlumm að hann hafi verið hættulegur í umferðinni í Reykjavík, vegna þess hvað hann horfði mikið á fleyið mikla í höfninni.

„Ég var að snúa mig úr hálsliðnum til að horfa á hana. Sérlega fallegt skip.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×