Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Lovísa Arnardóttir skrifar 14. maí 2025 12:34 Ruslsugan er í kaðli í höfninni. Faxaflóahafnir Faxaflóahafnir hafa nú fjárfest í DPOL fljótandi „ruslsugu“ frá fyrirtækinu EKKOPOL í Frakklandi. DPOL er fljótandi vatnsdæla sem myndar sterkan yfirborðsstraum sem sýgur til sín yfirborðsrusl, olíubrák og fljótandi grút, sem svo safnast í áfesta netapoka og ísogspylsur. Í tilkynningu Faxaflóahafna kemur fram að tækið sjálft vegi ekki nema 35 kílógrömm og gangi fyrir 220V rafmagni. Þess vegna sé auðvelt að koma vélinni fyrir á hvaða hafnarsvæði sem er. „Við erum stöðugt að leita leiða til að halda höfninni hreinni. Ákveðin svæði hjá okkur eru þannig úr garði gerð að rusl og olía safnast frekar fyrir. Með þessum nýja búnaði erum við að prófa okkur áfram með lausnir til að hreinsa þessi svæði. Markmiðið er að meta virkni búnaðarins og ákveða hvort rétt sé að nýta hann á fleiri svæðum í framtíðinni. Í Suðurbugtinni er blómlegt mannlíf og við viljum tryggja að hreint og snyrtilegt hafnarsvæði sé hluti af upplifun þeirra sem heimsækja svæðið,“ segir Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, umhverfis- og gæðastjóri Faxaflóahafna, í tilkynningunni. Sugan tekur plast, olíu og grút úr höfninni. Faxaflóahafnir Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir suguna tæmda einu sinni í viku. Á henni er annars vegar poki sem er að stærð eins og kartöflupoki sem safni plasti og öðru rusli og svo sé eins konar pylsa sem safnar olíu, grút og smáögnum. „Maður sér strax mun,“ segir Sigurður en sugan er staðsett hægra megin í Suðurbugtinni og er fest með kaðli. Hann segir sjáanlegan mun á hægri og vinstri hlið hafnarinnar. Mikil umferð við gömlu höfnina Þau hafi ákveðið að byrja í Suðurbugt, við gömlu höfnina, vegna mikillar umferðar. Þar fari hvalaskoðunarskipin frá höfn og þar sé að finna mörg kaffihús. „Við þorðum ekki að sleppa henni lausri vegna mikillar bátaumferðar. Þess vegna er hún í kaðli. En erlendis, í Frakklandi til dæmis, hefur maður séð myndbönd þar sem sugurnar fá að synda frjálsari um.“ Honum finnst ekki ólíklegt að fleiri slíkar sugur verði keyptar síðar. Til dæmis væri hægt að koma fleiri fyrir í Suðurbugtinni og einhverjum við Kaffivagninn og Sjóminjasafnið. Umhverfismál Loftslagsmál Reykjavík Hafnarmál Sorphirða Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Í tilkynningu Faxaflóahafna kemur fram að tækið sjálft vegi ekki nema 35 kílógrömm og gangi fyrir 220V rafmagni. Þess vegna sé auðvelt að koma vélinni fyrir á hvaða hafnarsvæði sem er. „Við erum stöðugt að leita leiða til að halda höfninni hreinni. Ákveðin svæði hjá okkur eru þannig úr garði gerð að rusl og olía safnast frekar fyrir. Með þessum nýja búnaði erum við að prófa okkur áfram með lausnir til að hreinsa þessi svæði. Markmiðið er að meta virkni búnaðarins og ákveða hvort rétt sé að nýta hann á fleiri svæðum í framtíðinni. Í Suðurbugtinni er blómlegt mannlíf og við viljum tryggja að hreint og snyrtilegt hafnarsvæði sé hluti af upplifun þeirra sem heimsækja svæðið,“ segir Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, umhverfis- og gæðastjóri Faxaflóahafna, í tilkynningunni. Sugan tekur plast, olíu og grút úr höfninni. Faxaflóahafnir Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir suguna tæmda einu sinni í viku. Á henni er annars vegar poki sem er að stærð eins og kartöflupoki sem safni plasti og öðru rusli og svo sé eins konar pylsa sem safnar olíu, grút og smáögnum. „Maður sér strax mun,“ segir Sigurður en sugan er staðsett hægra megin í Suðurbugtinni og er fest með kaðli. Hann segir sjáanlegan mun á hægri og vinstri hlið hafnarinnar. Mikil umferð við gömlu höfnina Þau hafi ákveðið að byrja í Suðurbugt, við gömlu höfnina, vegna mikillar umferðar. Þar fari hvalaskoðunarskipin frá höfn og þar sé að finna mörg kaffihús. „Við þorðum ekki að sleppa henni lausri vegna mikillar bátaumferðar. Þess vegna er hún í kaðli. En erlendis, í Frakklandi til dæmis, hefur maður séð myndbönd þar sem sugurnar fá að synda frjálsari um.“ Honum finnst ekki ólíklegt að fleiri slíkar sugur verði keyptar síðar. Til dæmis væri hægt að koma fleiri fyrir í Suðurbugtinni og einhverjum við Kaffivagninn og Sjóminjasafnið.
Umhverfismál Loftslagsmál Reykjavík Hafnarmál Sorphirða Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira