VÍS-bikarinn

Fréttamynd

„Sviðið sem við viljum vera á“

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, leikmaður KR, lagði svo sannarlega sitt af mörkum til þess að tryggja liði sínu sigur gegn Stjörnunni í kvöld og þar af leiðandi sæti í úrslitaleik VÍS-bikars karla í körfubolta. 

Körfubolti
Fréttamynd

„Við vorum mjög sigurvissar“

„Við vorum búnar að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og komum tilbúnar“ sagði Ísabella Ósk Sigurðardóttir eftir sigur Grindavíkur í bikarundanúrslitum gegn Þór Akureyri. Hún átti stóran þátt í sigrinum með sínum 14 stigum, 8 fráköstum, 3 stoðsendingum og 3 blokkum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“

„Já, ég held það,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur hvort það hafi truflað hans lið að fyrir leikinn gegn Hamri/Þór bjuggust flestir við sigri hjá sjóðheitu liði Njarðvíkinga. Njarðvík hafði sigur að lokum eftir æsispennu á síðustu sekúndunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Ó­bæri­leg bið eftir kvöldinu

Daníel Andri Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Þórs í körfubolta, segir mikla spennu fyrir undanúrslitaleik kvöldsins við Grindavík í bikarkeppninni. Biðin sé heldur löng eftir kvöldinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast?

Í nýjasta þætti GAZins rýna þeir Pavel Ermoliskij og Helgi Magnússon í nýjustu viðbótina við leikmannahóp Íslandsmeistara Vals en öllum að óvörum spilaði bandaríski leikmaðurinn Joshua Jefferson í leik liðsins í 8-liða úrslitum VÍS bikarsins gegn Sindra.

Körfubolti
Fréttamynd

Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki

Ægir Þór Steinarsson var frábær í kvöld þegar Stjarnan tryggði sig inn í undanúrslit VÍS bikarsins með sigri á grönnum sínum í Álftanesi. Leikurinn endaði 88-100 en góður þriðji leikhluti Stjörnunnar fór lang með sigurinn í kvöld þegar munurinn fór upp í 20 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Ár­mann - Hamar/Þór 65-94 | Ár­menningar engin fyrir­staða

Ármann og Hamar/Þór áttust við í 8-liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í kvöld. Ármann sem er á toppi 1. deildar, var þegar búið slá Bónus-deildarlið Aþenu út í 16-liða úrslitum. Það var þó aldrei líklegt í kvöld að leikurinn yrði endurtekinn þar sem Hamar/Þór vann leikinn 65-94. Sannfærandi sigur og þær eru komnar í undanúrslit.

Körfubolti
Fréttamynd

Meistararnir mæta Haukum

Dregið var í átta liða úrslit VÍS-bikars karla og kvenna í körfubolta í hádeginu. Bikarmeistarar Keflavíkur í karlaflokki drógust gegn botnliði Bónus deildarinnar, Haukum.

Körfubolti
Fréttamynd

Upp­gjör og við­töl: Kefla­vík - Tinda­stól 81-70 | Unnu Stólana aftur

Bikarmeistarar Keflavíkur eru komnir áfram í átta liða úrslit VÍS bikars karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Tindastól, 81-70, í Keflavík í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi en Keflvíkingar héldu Stólunum í átta stigum í lokaleikhlutanum. Þetta var annar sigur Keflavíkur á Stólunum með nokkra daga millibili eftir stórsigur í deildarleik liðanna á dögunum.

Körfubolti