

Stjórnendur peningastefnunefndar Seðlabankans segja það alveg skýrt að nefndin muni hækka stýrivexti frekar, meti hún þörf á því. Seðlabankastjóri segir það alveg skýrt að Seðlabankinn geti ekki verið aðili að loforði um að stýrivextir verði ekki hækkaðir sem hluti af kjarasamningum.
Samninganefndir allra stéttarfélaga iðn- og tæknifólks hafa ákveðið að vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara en kjarasamningar hafa verið lausir síðan 1. nóvember sl.
„Verkefnið er áfram hið sama: að ná samningum hratt og örugglega til að verja kaupmátt heimilanna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hefðu tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara.
VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hafa tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Lífskjarasamningurinn, sem undirritaður var árið 2019, rann út um síðustu mánaðamót.
Í þeim kjarasamningaviðræðum sem nú standa yfir fer VR fram með kröfu um 4-daga vinnuviku. Það þýðir einfaldlega að við viljum stytta vinnuvikuna í 32 stundir, án skerðingar á launum. Þessi krafa er orðin æ háværari, ekki bara hér á landi heldur víða erlendis.
Fulltrúar BHM munu kynna sameiginlegar áherslur allra aðildarfélaga sinna í kjaraviðræðunum framundan á opnum fundi í Grósku í Reykjavík sem hefst klukkan 9:30.
Efling krefst 167 þúsund króna krónutöluhækkunar allra launa á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í kröfugerð sem félagið hefur afhent Samtökum atvinnulífsins. Þá krefst félagið þrjátíu daga orlofs fyrir alla félagsmenn auk þess sem ræða þurfi af fullri alvöru um styttingu vinnuvikunnar hjá félagsmönnum. Formaður Eflingar telur kröfur þess sanngjarnar og raunsæjar.
Efling hefur afhent Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstíma.
Hafnarverkamenn komu saman í gær og ræddu mögulega stofnun stéttarfélags og þar með úrsögn úr Eflingu. Forsvarsmaður þeirra segir ekki rétt að stofnun stéttarfélags sé hugsuð til höfuðs Eflingu og formanni hennar.
Hafnarverkamenn funduðu fyrr í dag á Þjóðminjasafninu og ræddu mögulega úrsögn sína úr stéttarfélagi Eflingar. Hópurinn er sagður ósáttur við samskipti sín við stjórnarmeðlimi stéttarfélagsins og hvernig staðið hafi verið að því að skipa fulltrúa á þing ASÍ.
Nú hafa 11 þingmenn Sjálfstæðisflokksins mælt fyrir frumvarpi sem í orði kveðnu snýst um vernd félagafrelsis á íslenskum vinnumarkaði. Í ræðu og riti fara þingmenn flokksins mikinn um samanburð við hin Norðurlöndin og mikilvægi þess að við stöndum þeim jafnfætis.
Fyrrverandi stjórnandi og starfsmaður Eflingar gerðu afglöp þegar þeir létu ekki endurnýja trúnaðarmannskosningu Ólafar Helgu Adolfsdóttur hjá Icelandair, að mati Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. Félagsdómur dæmdi Icelandair í vil þar sem hann taldi að Ólöf Helga hefði ekki lengur notið verndar sem trúnaðarmaður.
Landssamband íslenzkra verzlunarmanna og Starfsgreinasambandið munu taka höndum saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins í viðræðum um nýjan kjarasamning.
Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með málflutningi Sjálfstæðismanna á Alþingi, en þeir berjast nú sem aldrei fyrr í nafni frelsis og mannréttinda gegn félagslegum réttindum verkafólks. Aðferðir þeirra þurfa reyndar ekkert að koma á óvart, enda hefur flokkurinn löngum gengið erinda auðvaldsins.
Frelsi launafólks til að velja sér stéttarfélag hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið, bæði á Alþingi og í samfélaginu í kjölfar frumvarps til laga um félagafrelsi á vinnumarkaði sem við þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðum nýlega fram.
Eftir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði hefur ýmis gagnrýni á frumvarpið litið dagsins ljós. Næstum öll sú gagnrýni var á þann veg að frumvarpið feli í sér skerðingu á réttindum launafólks án þess að rökstyðja þá fullyrðingu eða nefna dæmi um hvernig einstaka greinar frumvarpsins eiga að skerða réttindi launafólks.
Félagsdómur telur að Ólöf Helga Adolfsdóttir hafi ekki notið sérstakrar verndar sem trúnaðarmaður þegar Icelandair sagði henni upp störfum í fyrra. Ólöf Helga bauð sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands og hefur verið í miðpunkti hatrammra deilna innan Eflingar.
Á málþingi BHM „Sköpum samfélag fyrir öll“ sem haldið var á kvennafrídaginn var launamunur kynjanna til umfjöllunar. Vísbendingar komu fram um að kynskiptur vinnumarkaður sé ein helsta orsök launamun kynjanna.
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði virðast vera hrein og bein aðför að réttindum launafólks. Atvinnurekendur gætu kosið að ráða aðeins til sín starfsmenn sem standa utan stéttarfélaga og lágmarksréttindi launafólks gætu orðið að engu.
Nú er til umræðu á Alþingi frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði og sitt sýnist hverjum um markmið þess.
Í aðdraganda kjarasamninga er því iðulega haldið fram að lítið sem ekkert svigrúm sé til launahækkana. Slíkar fullyrðingar hafa verið settar fram frá fjármálahruni óháð stöðu efnahagslífs, bæði í uppsveiflu og niðursveiflu.
Eftir nær 40 ára baráttu vaktavinnufólks fyrir styttri vinnuviku náðist mikill áfangasigur við gerð síðustu kjarasamninga á opinberum vinnumarkaði um að full vinna vaktavinnufólks yrði 32 tímar á viku hjá þeim sem vinna allan sólarhringinn allan ársins hring. Það felur í sér að vinnuvikan var í raun stytt um einn dag í viku og þannig má segja að vinnuvika vaktavinnufólks sé 4 dagar.
Þingmaður Samfylkingarinnar segir frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi grafa undan verkalýðsfélögunum og veikja stöðu launafólks. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir það þvert á móti styrkja stöðu launafólks og verkalýðsfélaganna.
Staðan innan Alþýðusambands íslands er mörgum hugleikin eftir að þingi ASÍ var frestað vegna þess að þingið var óstarfhæft. Á þinginu sjálfu og fyrstu dagana eftir þingið var mikið af tilfinningum og mörg orð látin falla sem bæta ekki ástandið.
Formaður í Stéttarfélagi Vesturlands var búin að semja harðorða ræðu til að flytja undir liðnum Önnur mál á þingi ASÍ í síðustu viku viðbúin því að Ragnar Þór Ingólfsson næði kjöri sem forseti ASÍ. Svo fór ekki því Ragnar Þór og hans nánasta samstarfsfólk yfirgaf þingið í mótmælaskyni áður en gengið var til kosninga.
Ekkert ósætti er innan stjórnar VR með ákvörðun formannsins um að ganga út af þingi Alþýðusambandsins eða bollaleggingar hans um að draga VR úr Alþýðusambandinu. Sú umræðamun ekki eiga sér stað fyrr en eftir kjarasamningsviðræðurnar.
Þegar fór að styttast í 45. þing ASÍ og ljóst var að ákveðnir aðilar úr hópi forystufólks voru farnir að tilkynna um framboð, sem að mínu mati hefði þýtt fjandsamlega yfirtöku sambandsins, settist ég niður og skrifaði ræðu til að flytja undir liðnum önnur mál í þinglok.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stöðu félagsins innan ASÍ óbreytta og ekki tímabært að gera breytingar þar á í bili þar sem þingi ASÍ hafi verið frestað. Hins vegar verði málefni ASÍ rædd á vettvangi VR eftir að kjarasamningar hafa verið undirritaðir.
There is something really amazing about human being : the communication. Some people are trying to talk, to listen, to understand, to explain what they think and to debate. Some other people leave a congress and create chaos.
Í nýju lagafrumvarpi um félagafrelsi á vinnumarkaði á að tryggja á rétt launafólks til að velja sér stéttarfélag. Auk þess er lagt bann við forgangsréttarákvæðum í kjarasamningum, vernda á rétt launafólks til að standa utan verkfalla stéttarfélaga sem það tilheyrir ekki og afnema greiðsluskyldu ófélagsbundinna launamanna til stéttarfélaga þar sem þess er krafist í lögum eða kjarasamningum. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa að frumvarpinu.