Efling fundar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu Eiður Þór Árnason skrifar 10. apríl 2023 17:57 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilheilm Trúnaðarráð og stjórn Eflingar hafa samþykkt að boða til félagsfundar þar sem framtíð félagsins innan Starfsgreinasambandsins verður til umræðu. Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar við fréttastofu og segir að fundurinn fari fram á næstunni. RÚV greinir frá því að til standi að leggja fram tillögu um úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandinu á umræddum félagsfundi en slík aðgerð hefur verið til umræðu innan stéttarfélagsins í nokkurn tíma. Efling er stærsta aðildarfélagið innan heildarsamtakanna sem tilheyra Alþýðusambandi Íslands. Klofningur innan sambandsins Óánægju hefur gætt meðal stjórnar Eflingar í garð Starfsgreinasambandsins, ekki síst eftir að ágreiningur reis milli þeirra í síðustu kjarasamningslotu þar sem Starfsgreinasambandið skildi við Eflingu og undirritaði kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Sólveigu Önnu þóknaðist ekki þessi niðurstaða og sagði samninginn vera óásættanlegan fyrir Eflingarfólk. Í kjölfar undirritunarinnar var þrýst á að kjaraamningurinn yrði fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar og silgdu viðræður þess við Samtök atvinnulífsins um tíma í strand. Sólveig Anna gagnrýndi stjórn Starfsgreinasambandsins á þessum tíma en lengi vel átti hún náið samstarf við formanninn Vilhjálm Birgisson. Þá var Vilhjálmur harðorður í garð Sólveigar Önnu og gerði athugasemdir við að hún hafi ekki viljað taka þátt í samfloti Starfsgreinasambandsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Stéttarfélög Tengdar fréttir Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Vilhjálmur Birgisson er harðorður í garð Sólveigar Önnu, formanns Eflingar í nýjum pistli sem hann birti fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Þar ýjar hann að því að aðili innan Eflingar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi með það að markmiði að skemma þá vinnu sem unnið var að og afvegaleiða það sem var verið að semja um. Hann segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið. 4. desember 2022 18:16 „Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 4. desember 2022 11:55 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar við fréttastofu og segir að fundurinn fari fram á næstunni. RÚV greinir frá því að til standi að leggja fram tillögu um úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandinu á umræddum félagsfundi en slík aðgerð hefur verið til umræðu innan stéttarfélagsins í nokkurn tíma. Efling er stærsta aðildarfélagið innan heildarsamtakanna sem tilheyra Alþýðusambandi Íslands. Klofningur innan sambandsins Óánægju hefur gætt meðal stjórnar Eflingar í garð Starfsgreinasambandsins, ekki síst eftir að ágreiningur reis milli þeirra í síðustu kjarasamningslotu þar sem Starfsgreinasambandið skildi við Eflingu og undirritaði kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Sólveigu Önnu þóknaðist ekki þessi niðurstaða og sagði samninginn vera óásættanlegan fyrir Eflingarfólk. Í kjölfar undirritunarinnar var þrýst á að kjaraamningurinn yrði fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar og silgdu viðræður þess við Samtök atvinnulífsins um tíma í strand. Sólveig Anna gagnrýndi stjórn Starfsgreinasambandsins á þessum tíma en lengi vel átti hún náið samstarf við formanninn Vilhjálm Birgisson. Þá var Vilhjálmur harðorður í garð Sólveigar Önnu og gerði athugasemdir við að hún hafi ekki viljað taka þátt í samfloti Starfsgreinasambandsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Stéttarfélög Tengdar fréttir Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Vilhjálmur Birgisson er harðorður í garð Sólveigar Önnu, formanns Eflingar í nýjum pistli sem hann birti fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Þar ýjar hann að því að aðili innan Eflingar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi með það að markmiði að skemma þá vinnu sem unnið var að og afvegaleiða það sem var verið að semja um. Hann segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið. 4. desember 2022 18:16 „Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 4. desember 2022 11:55 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Vilhjálmur Birgisson er harðorður í garð Sólveigar Önnu, formanns Eflingar í nýjum pistli sem hann birti fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Þar ýjar hann að því að aðili innan Eflingar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi með það að markmiði að skemma þá vinnu sem unnið var að og afvegaleiða það sem var verið að semja um. Hann segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið. 4. desember 2022 18:16
„Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 4. desember 2022 11:55