Nú hægt að einbeita sér að því sem skiptir máli Bjarki Sigurðsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 15. mars 2023 14:59 Ragnar Þór Ingólfsson var endurkjörinn formaður VR í dag. Vísir/Arnar Ragnar Þór Ingólfsson, nýendurkjörinn formaður stéttarfélagsins VR, segist vera sáttur við niðurstöðuna í formannskosningunum. Hann telur hópinn sem kemur nýr í stjórn félagsins vera mjög öflugan. Tilkynnt var í dag að Ragnar Þór Ingólfsson hafi verið endurkjörinn formaður VR með 57 prósent atkvæða gegn 39,4 prósentum Elvu Hrannar Hjartardóttur sem bauð sig fram á móti honum. Í samtali við fréttastofu segist Ragnar vera sáttur með niðurstöðuna og les í hana að hann sé með mikinn stuðning innan félagsins. „Við erum með stórt og mikið félag, það er mikil breidd. Við erum með alla tekjuhópa, allt menntastig og þar fram eftir götunum. Þannig að það er mikil áskorun að setja saman kröfugerð og ná ásættanlegri niðurstöðu fyrir alla. það er oft líklegra að það séu allir jafn óánægðir en jafn ánægðir. Í ljósi þess að ég er eini formaðurinn sem hefur staðið af sér mótframboð þá er ég ótrúlega sáttur við niðurstöðuna,“ segir Ragnar. Klippa: Krefjandi tímar framundan Tímarnir framundan hjá VR eru mjög krefjandi að mati Ragnars og því sé það mikilvægt að vera samheldin og þétt. Framundan eru kjarasamningar í rúmlega tíu prósent verðbólga og segir hann leigumarkaðinn vera vígvöll. Honum þykir það gott að þessari baráttu sé lokið svo hægt sé að einbeita sér að því sem skiptir máli. Halla Gunnarsdóttir, Ólafur Reimar Gunnarsson, Jennifer Schröder og Vala Ólöf Kristjánsdóttir koma öll ný inn í stjórn VR og missa Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir og Helga Ingólfsdóttir sæti sín. Þær buðu sig báðar aftur fram. „Ég get unnið með öllum og ég held að þessi hópur sem er að koma inn í stjórnina sé bara mjög öflugur. Það sem við þurfum á að halda í verkefnunum fram undan. Ég hef engar áhyggjur af öðru en að stjórn muni snúa bökum saman og vinna fyrir félagsfólk og fólkið í landinu inn í næstu kjaraviðræður,“ segir Ragnar. Stéttarfélög Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Tilkynnt var í dag að Ragnar Þór Ingólfsson hafi verið endurkjörinn formaður VR með 57 prósent atkvæða gegn 39,4 prósentum Elvu Hrannar Hjartardóttur sem bauð sig fram á móti honum. Í samtali við fréttastofu segist Ragnar vera sáttur með niðurstöðuna og les í hana að hann sé með mikinn stuðning innan félagsins. „Við erum með stórt og mikið félag, það er mikil breidd. Við erum með alla tekjuhópa, allt menntastig og þar fram eftir götunum. Þannig að það er mikil áskorun að setja saman kröfugerð og ná ásættanlegri niðurstöðu fyrir alla. það er oft líklegra að það séu allir jafn óánægðir en jafn ánægðir. Í ljósi þess að ég er eini formaðurinn sem hefur staðið af sér mótframboð þá er ég ótrúlega sáttur við niðurstöðuna,“ segir Ragnar. Klippa: Krefjandi tímar framundan Tímarnir framundan hjá VR eru mjög krefjandi að mati Ragnars og því sé það mikilvægt að vera samheldin og þétt. Framundan eru kjarasamningar í rúmlega tíu prósent verðbólga og segir hann leigumarkaðinn vera vígvöll. Honum þykir það gott að þessari baráttu sé lokið svo hægt sé að einbeita sér að því sem skiptir máli. Halla Gunnarsdóttir, Ólafur Reimar Gunnarsson, Jennifer Schröder og Vala Ólöf Kristjánsdóttir koma öll ný inn í stjórn VR og missa Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir og Helga Ingólfsdóttir sæti sín. Þær buðu sig báðar aftur fram. „Ég get unnið með öllum og ég held að þessi hópur sem er að koma inn í stjórnina sé bara mjög öflugur. Það sem við þurfum á að halda í verkefnunum fram undan. Ég hef engar áhyggjur af öðru en að stjórn muni snúa bökum saman og vinna fyrir félagsfólk og fólkið í landinu inn í næstu kjaraviðræður,“ segir Ragnar.
Stéttarfélög Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira