Fíkniefnabrot Tekin með kókaínpakkningar límdar við lærið Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla um 700 grömmum af kókaíni með flugi til landsins. Konan kom til landsins frá Barcelona á Spáni og var með efnin falin í tveimur pakkningum sem voru límdar á læri hennar við komuna til landsins. Innlent 3.4.2023 12:55 Hafa fundið yfir hundrað kíló af fíkniefnum: „Við erum ekki bara hérna til að vera með leiðindi“ Fíkniefnahundurinn Bylur hefur haft aðkomu að haldlagninu á yfir hundrað kílóum af fíkniefnum hér á landi. Umsjónarkona hans telur að þörf sé á miklu fleiri hundum við störf. Innlent 2.4.2023 22:02 Taldi lögreglu hafa hótað sér í skýrslutökum Endurupptökudómur hefur hafnað beiðni Guðlaugs Agnars Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir peningaþvætti í tengslum við stórkostlegt fíkniefnasmygl, um endurupptöku á dómnum. Guðlaugur byggði meðal annars á því að við rannsókn málsins hafi lögregla beitt hann hótunum um að gera föður hans að sakborningi í málinu. Innlent 26.3.2023 21:28 Dómar fyrir að smygla inn kókaínfylltri jólastyttu mildaðir Landsréttur dæmdi tvo karlmenn í tíu og tólf mánaða fangelsi fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnainnflutnings, með því að hafa sótt jólastyttu fulla af kókaíni á pósthús, í dag. Mennirnir höfðu áður verið dæmdir í átján og 21 mánaðar fangelsi. Innlent 17.3.2023 22:55 Kókaínframleiðsla jókst um þrjátíu og fimm prósent á einu ári Kókaínframleiðsla jókst um 35 prósent milli 2020 og 2021 og hefur aldrei verið meiri. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum Sameinuðu þjóðanna en þar segir að umfang kókaínsölu sé að aukast í Afríku. Erlent 16.3.2023 14:31 Krefjandi aðstæður tollvarða á Íslandi: „Tollgæsla hefur aldrei verið eins veik og hún er núna" „Farþegafjöldinn er galinn, álagið er sturlað suma daga. Það er ótrúlegt að það gangi svona vel miðað við hvað það er mikið álag og hvað við erum fá.“ Þetta segir íslenskur tollvörður aðspurður um þann veruleika sem tollverðir hérlendis starfa við og og þær áskoranir sem þeir upplifa í störfum sínum. Innlent 12.3.2023 10:38 „Kjarninn er að í allt of mörg ár höfum við verið of fá“ Umfangsmiklar breytingar verða gerðar á meðferð kynferðisbrota og skipulagðrar brotastarfsemi, samkvæmt nýrri áætlun dómsmálaráðherra. Þörfin sé brýn vegna erfiðra mála sem ítrekað hafi komið upp síðustu misseri. Ráða á tugi nýrra starfsmanna til að bregðast við vandanum. Ríkislögreglustjóri segir þau geta gert betur víða. Innlent 9.3.2023 21:32 Óumdeilt að keðjan endar ekki hjá Birgi Verjandi Birgis Halldórssonar gaf í skyn að Páll Jónsson, timbursali á sjötugsaldri hefði sagt ósatt í framburði sínum í skýrslutöku lögreglu og eins fyrir dómi. Páll sagði Birgi hafa komið að innflutningi efnanna og fengið sig til verksins. Rannsakendur, saksóknari, verjandi og sakborningarnir sjálfir eru sammála um að keðjan endi ekki hjá Birgi. Hvort keðjan endi hjá huldumanninum Nonna er enn stóra spurning málsins og ekki síst hver þessi Nonni er eiginlega? Innlent 9.3.2023 13:12 Segir Daða hafa verið „viljalaust verkfæri“ í höndum Nonna Verjandi Daða Björnssonar, þrítugs karlmanns sem er einn sakborninga í Stóra kókaínmálinu, segir skjólstæðing sinn hálfgert eyland í málinu og að þátttaka hans hefði verið hluti af sjálfsskaðandi hegðun. Daði var í neyslu á þeim tíma sem aðkoma hans að málinu hófst auk þess að rækta og selja fíkniefni. Hann hefur notað tímann í gæsluvarðhaldi til uppbyggingar, stundar nú nám og er virkur í meðferðarstarfi á Litla hrauni. Innlent 9.3.2023 10:24 Skýr ásetningur og krefst hámarksrefsingar Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að innflutningur á hundrað kílóum af kókaíni gæti ekki þýtt annað en hámarksrefingu fyrir sakborninga. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hefðu fengið allt að tólf ára dóm eða hámark refsirammans. Innlent 8.3.2023 11:22 Einbýlishús, rándýr bíll og lúxuslífstíll en haldið uppi af pabba Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. Innlent 7.3.2023 07:01 Hollenskir tollverðir gefa loks skýrslu fyrir dómi Aðalmeðferð stóra kókaínmálsins heldur áfram í dag. Hollenskir tollverðir auk íslensk lögreglumanns munu gefa skýrslu fyrir dómi. Tæpar sjö vikur eru frá því að aðalmeðferð málsins hófst. Innlent 6.3.2023 09:31 Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? Innlent 3.3.2023 07:00 Boðið flug og uppihald fyrir að smygla tveimur kílóum af kókaíni Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í tveggja ára fangelsi fyrir smygl á rúmum tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Innlent 22.2.2023 10:58 Þrír í áframhaldandi gæsluvarðhaldi: Lögðu hald á tuttugu milljónir króna Fyrir helgi voru þrír karlmenn úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar sem snýr að framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Ekki var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir einum sem handtekinn var í tengslum við málið. Innlent 20.2.2023 19:48 Ólafur Gottskálksson dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi tengdaföður sinn á heimili hans fyrir ári síðan. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að Ólafur hafi grunað tengdaföðurinn um áfengisneyslu en börn Ólafs og fyrrverandi konu hans voru á heimili tengdaföðurins. Innlent 17.2.2023 11:14 Fjórir í gæsluvarðhaldi grunaðir um framleiðslu og sölu amfetamíns Fjórir eru í gæsluvarðhaldi í tengslum við fund lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á miklu magni fíkniefna við húsleitir í síðustu viku. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að fimm hafi verið handteknir í þessum aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi en fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Innlent 14.2.2023 13:34 Reyndi að smygla um 600 grömmum af kókaíni til landsins Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla um 640 grömmum af kókaíni til landsins með flugi í nóvember síðastliðinn. Innlent 9.2.2023 10:52 Frestun í stóra kókaínmálinu komi illa við hálfsjötugan sakborning Framhaldi aðalmeðferðar í því sem nefnt hefur verið stærsta kókaínmál Íslandssögunnar hefur verið frestað um ótilgreindan tíma. Verjandi segir frestun koma illa við skjólstæðing á sjötugsaldri sem sætt hefur gæsluvarðhaldi í tæpa sjö mánuði. Innlent 8.2.2023 11:56 Flutti inn 55 eða 47 pakkningar af kókaíni innvortis Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla um 700 grömmum af kókaíni með flugi til landsins í nóvember síðastliðinn. Innlent 8.2.2023 07:43 Dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir smygl á amfetamínbasa Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fimmtuga pólska konu í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Konan var sakfelld fyrir að hafa í ágúst síðastliðnum staðið að innflutningi á samtals 3800 ml af amfetamínbasa hingað til lands frá Varsjá í Póllandi. Framburður konunnar fyrir dómi þótti fjarstæðukenndur. Innlent 26.1.2023 16:02 Játa aðild en segja þætti sína veigalitla í stóra kókaínmálinu Tveir sakborningar í stóra kókaínmálinu játa aðkomu að málinu en segja sína þætti hafa verið veigalitla. Þeir segjast aðeins hafa haft afmörkuð hlutverk en ekki komið að skipulagningu málsins á neinn hátt. Innlent 26.1.2023 07:01 Erlendum burðardýrum sleppt með engan pening eða síma Dæmi er um að einstaklingum sem dæmdir hafa verið fyrir fíkniefnainnflutning sé sleppt eftir afplánun með engan pening eða síma. Formaður félags fanga kallar eftir breytingum á kerfinu og vill að þessir einstaklingar fái að afplána dóm sinn með samfélagsþjónustu. Fangarnir séu fórnarlömb mansals en engir höfuðpaurar. Innlent 23.1.2023 11:05 Gæsluvarðhald timbursalans staðfest Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Páli Jónssyni, timburinnflytjanda á sextugsaldri, í tengslum við stóra kókaínmálið svokallaða. Innlent 20.1.2023 19:47 Hafa allir svarað fyrir sig í stóra kókaínmálinu Fjórir karlmenn sem sæta ákæru í stóra kókaínmálinu svokallaða gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Óhætt er að segja að framburður ákærðu hafi verið um margt athyglisverður. Héraðsdómari tók skýrt fram við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlar mættu ekki grein frá því sem fram kæmi fyrr en að lokinni aðalmeðferð. Innlent 19.1.2023 16:38 Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram í dag Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða langstærsta kókaínmál sem komið hefur upp hér á landi. Fjórum sakborningum í málinu er gefið að sök að hafa flutt inn um hundrað kíló af kókaíni, sem falin voru í sjö trjádrumbum. Reikna má með þungum dómum verði mennirnir fundnir sekir. Innlent 19.1.2023 08:01 Gripinn með um fimm hundruð Oxycontin-töflur innanklæða Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot með því að hafa reynt að smygla 497 töflum af Oxycontin, 80 milligramma, þegar hann kom til landsins með flugi í byrjun nóvembermánaðar. Innlent 17.1.2023 07:32 Ætluðu að smygla til Íslands vegna þrefalt hærra götuverðs Tveir breskir karlmenn sem gripnir voru með umtalsvert magn af kókaíni á Stansted flugvelli á síðasta ári hugðust smygla efnunum til Íslands þar sem söluverðið er sagt vera þrefalt hærra en í Bretlandi. Annar þeirra er sagður vera umfangsmikill fíkniefnasali í Bretlandi og talið er að hann hafi haft áform um að færa út kvíarnar. Erlent 15.1.2023 12:47 Handteknir með skotvopn á hóteli Þrír menn voru handteknir á hóteli í miðborginni með skotvopn, skotfæri og fíkniefni í fórum sínum föstudagskvöld 13. janúar. Innlent 14.1.2023 07:25 Faldi efnin í höfuðpúða, bakpoka og úlpu í farangrinum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt svissneskan karlmann í tíu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa reynt að smygla tæpu 1,4 kílóum af kókaíni til landsins. Innlent 13.1.2023 08:51 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 13 ›
Tekin með kókaínpakkningar límdar við lærið Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla um 700 grömmum af kókaíni með flugi til landsins. Konan kom til landsins frá Barcelona á Spáni og var með efnin falin í tveimur pakkningum sem voru límdar á læri hennar við komuna til landsins. Innlent 3.4.2023 12:55
Hafa fundið yfir hundrað kíló af fíkniefnum: „Við erum ekki bara hérna til að vera með leiðindi“ Fíkniefnahundurinn Bylur hefur haft aðkomu að haldlagninu á yfir hundrað kílóum af fíkniefnum hér á landi. Umsjónarkona hans telur að þörf sé á miklu fleiri hundum við störf. Innlent 2.4.2023 22:02
Taldi lögreglu hafa hótað sér í skýrslutökum Endurupptökudómur hefur hafnað beiðni Guðlaugs Agnars Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir peningaþvætti í tengslum við stórkostlegt fíkniefnasmygl, um endurupptöku á dómnum. Guðlaugur byggði meðal annars á því að við rannsókn málsins hafi lögregla beitt hann hótunum um að gera föður hans að sakborningi í málinu. Innlent 26.3.2023 21:28
Dómar fyrir að smygla inn kókaínfylltri jólastyttu mildaðir Landsréttur dæmdi tvo karlmenn í tíu og tólf mánaða fangelsi fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnainnflutnings, með því að hafa sótt jólastyttu fulla af kókaíni á pósthús, í dag. Mennirnir höfðu áður verið dæmdir í átján og 21 mánaðar fangelsi. Innlent 17.3.2023 22:55
Kókaínframleiðsla jókst um þrjátíu og fimm prósent á einu ári Kókaínframleiðsla jókst um 35 prósent milli 2020 og 2021 og hefur aldrei verið meiri. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum Sameinuðu þjóðanna en þar segir að umfang kókaínsölu sé að aukast í Afríku. Erlent 16.3.2023 14:31
Krefjandi aðstæður tollvarða á Íslandi: „Tollgæsla hefur aldrei verið eins veik og hún er núna" „Farþegafjöldinn er galinn, álagið er sturlað suma daga. Það er ótrúlegt að það gangi svona vel miðað við hvað það er mikið álag og hvað við erum fá.“ Þetta segir íslenskur tollvörður aðspurður um þann veruleika sem tollverðir hérlendis starfa við og og þær áskoranir sem þeir upplifa í störfum sínum. Innlent 12.3.2023 10:38
„Kjarninn er að í allt of mörg ár höfum við verið of fá“ Umfangsmiklar breytingar verða gerðar á meðferð kynferðisbrota og skipulagðrar brotastarfsemi, samkvæmt nýrri áætlun dómsmálaráðherra. Þörfin sé brýn vegna erfiðra mála sem ítrekað hafi komið upp síðustu misseri. Ráða á tugi nýrra starfsmanna til að bregðast við vandanum. Ríkislögreglustjóri segir þau geta gert betur víða. Innlent 9.3.2023 21:32
Óumdeilt að keðjan endar ekki hjá Birgi Verjandi Birgis Halldórssonar gaf í skyn að Páll Jónsson, timbursali á sjötugsaldri hefði sagt ósatt í framburði sínum í skýrslutöku lögreglu og eins fyrir dómi. Páll sagði Birgi hafa komið að innflutningi efnanna og fengið sig til verksins. Rannsakendur, saksóknari, verjandi og sakborningarnir sjálfir eru sammála um að keðjan endi ekki hjá Birgi. Hvort keðjan endi hjá huldumanninum Nonna er enn stóra spurning málsins og ekki síst hver þessi Nonni er eiginlega? Innlent 9.3.2023 13:12
Segir Daða hafa verið „viljalaust verkfæri“ í höndum Nonna Verjandi Daða Björnssonar, þrítugs karlmanns sem er einn sakborninga í Stóra kókaínmálinu, segir skjólstæðing sinn hálfgert eyland í málinu og að þátttaka hans hefði verið hluti af sjálfsskaðandi hegðun. Daði var í neyslu á þeim tíma sem aðkoma hans að málinu hófst auk þess að rækta og selja fíkniefni. Hann hefur notað tímann í gæsluvarðhaldi til uppbyggingar, stundar nú nám og er virkur í meðferðarstarfi á Litla hrauni. Innlent 9.3.2023 10:24
Skýr ásetningur og krefst hámarksrefsingar Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að innflutningur á hundrað kílóum af kókaíni gæti ekki þýtt annað en hámarksrefingu fyrir sakborninga. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hefðu fengið allt að tólf ára dóm eða hámark refsirammans. Innlent 8.3.2023 11:22
Einbýlishús, rándýr bíll og lúxuslífstíll en haldið uppi af pabba Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. Innlent 7.3.2023 07:01
Hollenskir tollverðir gefa loks skýrslu fyrir dómi Aðalmeðferð stóra kókaínmálsins heldur áfram í dag. Hollenskir tollverðir auk íslensk lögreglumanns munu gefa skýrslu fyrir dómi. Tæpar sjö vikur eru frá því að aðalmeðferð málsins hófst. Innlent 6.3.2023 09:31
Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? Innlent 3.3.2023 07:00
Boðið flug og uppihald fyrir að smygla tveimur kílóum af kókaíni Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í tveggja ára fangelsi fyrir smygl á rúmum tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Innlent 22.2.2023 10:58
Þrír í áframhaldandi gæsluvarðhaldi: Lögðu hald á tuttugu milljónir króna Fyrir helgi voru þrír karlmenn úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar sem snýr að framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Ekki var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir einum sem handtekinn var í tengslum við málið. Innlent 20.2.2023 19:48
Ólafur Gottskálksson dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi tengdaföður sinn á heimili hans fyrir ári síðan. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að Ólafur hafi grunað tengdaföðurinn um áfengisneyslu en börn Ólafs og fyrrverandi konu hans voru á heimili tengdaföðurins. Innlent 17.2.2023 11:14
Fjórir í gæsluvarðhaldi grunaðir um framleiðslu og sölu amfetamíns Fjórir eru í gæsluvarðhaldi í tengslum við fund lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á miklu magni fíkniefna við húsleitir í síðustu viku. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að fimm hafi verið handteknir í þessum aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi en fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Innlent 14.2.2023 13:34
Reyndi að smygla um 600 grömmum af kókaíni til landsins Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla um 640 grömmum af kókaíni til landsins með flugi í nóvember síðastliðinn. Innlent 9.2.2023 10:52
Frestun í stóra kókaínmálinu komi illa við hálfsjötugan sakborning Framhaldi aðalmeðferðar í því sem nefnt hefur verið stærsta kókaínmál Íslandssögunnar hefur verið frestað um ótilgreindan tíma. Verjandi segir frestun koma illa við skjólstæðing á sjötugsaldri sem sætt hefur gæsluvarðhaldi í tæpa sjö mánuði. Innlent 8.2.2023 11:56
Flutti inn 55 eða 47 pakkningar af kókaíni innvortis Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla um 700 grömmum af kókaíni með flugi til landsins í nóvember síðastliðinn. Innlent 8.2.2023 07:43
Dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir smygl á amfetamínbasa Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fimmtuga pólska konu í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Konan var sakfelld fyrir að hafa í ágúst síðastliðnum staðið að innflutningi á samtals 3800 ml af amfetamínbasa hingað til lands frá Varsjá í Póllandi. Framburður konunnar fyrir dómi þótti fjarstæðukenndur. Innlent 26.1.2023 16:02
Játa aðild en segja þætti sína veigalitla í stóra kókaínmálinu Tveir sakborningar í stóra kókaínmálinu játa aðkomu að málinu en segja sína þætti hafa verið veigalitla. Þeir segjast aðeins hafa haft afmörkuð hlutverk en ekki komið að skipulagningu málsins á neinn hátt. Innlent 26.1.2023 07:01
Erlendum burðardýrum sleppt með engan pening eða síma Dæmi er um að einstaklingum sem dæmdir hafa verið fyrir fíkniefnainnflutning sé sleppt eftir afplánun með engan pening eða síma. Formaður félags fanga kallar eftir breytingum á kerfinu og vill að þessir einstaklingar fái að afplána dóm sinn með samfélagsþjónustu. Fangarnir séu fórnarlömb mansals en engir höfuðpaurar. Innlent 23.1.2023 11:05
Gæsluvarðhald timbursalans staðfest Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Páli Jónssyni, timburinnflytjanda á sextugsaldri, í tengslum við stóra kókaínmálið svokallaða. Innlent 20.1.2023 19:47
Hafa allir svarað fyrir sig í stóra kókaínmálinu Fjórir karlmenn sem sæta ákæru í stóra kókaínmálinu svokallaða gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Óhætt er að segja að framburður ákærðu hafi verið um margt athyglisverður. Héraðsdómari tók skýrt fram við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlar mættu ekki grein frá því sem fram kæmi fyrr en að lokinni aðalmeðferð. Innlent 19.1.2023 16:38
Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram í dag Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða langstærsta kókaínmál sem komið hefur upp hér á landi. Fjórum sakborningum í málinu er gefið að sök að hafa flutt inn um hundrað kíló af kókaíni, sem falin voru í sjö trjádrumbum. Reikna má með þungum dómum verði mennirnir fundnir sekir. Innlent 19.1.2023 08:01
Gripinn með um fimm hundruð Oxycontin-töflur innanklæða Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot með því að hafa reynt að smygla 497 töflum af Oxycontin, 80 milligramma, þegar hann kom til landsins með flugi í byrjun nóvembermánaðar. Innlent 17.1.2023 07:32
Ætluðu að smygla til Íslands vegna þrefalt hærra götuverðs Tveir breskir karlmenn sem gripnir voru með umtalsvert magn af kókaíni á Stansted flugvelli á síðasta ári hugðust smygla efnunum til Íslands þar sem söluverðið er sagt vera þrefalt hærra en í Bretlandi. Annar þeirra er sagður vera umfangsmikill fíkniefnasali í Bretlandi og talið er að hann hafi haft áform um að færa út kvíarnar. Erlent 15.1.2023 12:47
Handteknir með skotvopn á hóteli Þrír menn voru handteknir á hóteli í miðborginni með skotvopn, skotfæri og fíkniefni í fórum sínum föstudagskvöld 13. janúar. Innlent 14.1.2023 07:25
Faldi efnin í höfuðpúða, bakpoka og úlpu í farangrinum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt svissneskan karlmann í tíu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa reynt að smygla tæpu 1,4 kílóum af kókaíni til landsins. Innlent 13.1.2023 08:51
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent