Látin móðir ekki dæmd í tugmilljóna lyfjasölumáli sonarins Jón Þór Stefánsson skrifar 17. maí 2024 16:22 Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti dóm yfir karlmanni í dag sem varðar fíkniefnalagabrot, vopnalagabrot og peningaþvætti. Móðir hans hafði verið sakfelld í héraði í málinu en lést á síðasta ári. Landsréttur vísaði sakargiftum hennar frá dómi. Jónas James Norris, sonurinn, hlaut tveggja ára fangelsisdóm, sem var það sama og hann fékk í héraði. Hann var meðal annars sakfelldur sakfelldur fyrir peningaþvætti með því að afla sér rúmlega 84 milljóna króna með sölu og dreifingu lyfja. Þrátt fyrir staðfestinguna á refsingunni vísaði Landsréttur ákveðnum hluta málsins frá dómi sem hann hafði verið sakfelldur fyrir héraði. Móðirin hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm í héraði, en líkt og áður segir staðfesti Landsréttur það ekki og vísaði málinu frá. Ákæran á hendur henni var einungis fyrir peningaþvætti, en henni var gefið að sök að taka við og nýta ávinning af brotum sonar síns sem hljóða upp á tæplega 24 milljónir króna. Tveir aðrir sakborningar voru í málinu, meðal annars kærasta Jónasar, en þeir voru báðir sýknaðir í héraði og Landsréttur tók þátt þeirra ekki fyrir. Lyf innan um DVD-diska Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var rannsókn málsins lýst. Í febrúar 2018 var Jónas handtekinn vegna gruns um sölu og dreifingu á læknalyfjum, en lögreglan hafði fengið tilkynningar um að hann væri að selja fólki með fíknivanda lyfseðilsskyld lyf. Í kjölfar handtökunnar var húsleit gerð heimili hans en þar fundust lyf í smelluláspokum. Einhver þeirra voru falin í skenk og önnur milli DVD-diska. Jónas sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að hann væri ekki að selja umrædd lyf og að hann hefði aldrei gert slíkt. Hann sagðist þó eiga lyfin, nota þau sjálfur og hafa keypt þau á svarta markaðinum. Í október sama ár var Jónas aftur handtekinn og lögreglan gerði aftur leit á heimili og í bíl hans. Og þá fannst hann með enn fleiri efni í mars 2019. Hann var ákærður fyrir vörslu á ýmsum lyfjum, en þau voru: Fimmtíu töflur af gerðinni mogadon, hundrað af Lexotan, 45 af Rítalín Uno, 154 Rítalín, 37 Contalgin, og fjórtán OxyContin. Þar að auki fundust ýmsir munir sem þóttu brjóta í bága við vopnalög, en þar má nefna raflostbyssu, 1016 stykki af skotfærum og tvo óskráða hljóðdeyfa. Landsréttur vísaði ákveðnum hluta ákærunnar sem varðaði sölu hans lyfseðilsskyldum lyfjum frá dómi vegna óskýrleika. Ekki í samræmi við gögn málsins Við rannsókn málsins fór lögregla að skoða fjármál Jónasar, móður hans, og hinna sakborninganna, en líkt og áður segir varðaði stór hluti málsins peningaþvætti. Fyrir dómi neituðu mæðginin bæði sök, en héraðsdómur mat framburð hans, hvað varðaði umfang lyfjasölunnar, í engu samræmi við gögn málsins. Þá þóttu svör móðurinnar til þess fallin að vekja efasemdir um að hún hefði nægilega góða yfirsýn yfir bankafærslur hennar. Fram kemur í dómi Héraðsdóms að Jónas eigi 22 refsidóma á bakinu sem nái aftur til ársins 1980. Við ákvörðun refsingar var litið til sakaferilsins, og að einbeitts ásetnings hans. Jafnframt var litið til þess að brot hans náðu yfir langt tímabil og að fjárhæðirnar í málinu hafi verið verulega háar. Fréttin hefur verið uppfærð, en í upprunalegri útgáfu kom ekki fram að móðirin væri látin. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Jónas James Norris, sonurinn, hlaut tveggja ára fangelsisdóm, sem var það sama og hann fékk í héraði. Hann var meðal annars sakfelldur sakfelldur fyrir peningaþvætti með því að afla sér rúmlega 84 milljóna króna með sölu og dreifingu lyfja. Þrátt fyrir staðfestinguna á refsingunni vísaði Landsréttur ákveðnum hluta málsins frá dómi sem hann hafði verið sakfelldur fyrir héraði. Móðirin hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm í héraði, en líkt og áður segir staðfesti Landsréttur það ekki og vísaði málinu frá. Ákæran á hendur henni var einungis fyrir peningaþvætti, en henni var gefið að sök að taka við og nýta ávinning af brotum sonar síns sem hljóða upp á tæplega 24 milljónir króna. Tveir aðrir sakborningar voru í málinu, meðal annars kærasta Jónasar, en þeir voru báðir sýknaðir í héraði og Landsréttur tók þátt þeirra ekki fyrir. Lyf innan um DVD-diska Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var rannsókn málsins lýst. Í febrúar 2018 var Jónas handtekinn vegna gruns um sölu og dreifingu á læknalyfjum, en lögreglan hafði fengið tilkynningar um að hann væri að selja fólki með fíknivanda lyfseðilsskyld lyf. Í kjölfar handtökunnar var húsleit gerð heimili hans en þar fundust lyf í smelluláspokum. Einhver þeirra voru falin í skenk og önnur milli DVD-diska. Jónas sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að hann væri ekki að selja umrædd lyf og að hann hefði aldrei gert slíkt. Hann sagðist þó eiga lyfin, nota þau sjálfur og hafa keypt þau á svarta markaðinum. Í október sama ár var Jónas aftur handtekinn og lögreglan gerði aftur leit á heimili og í bíl hans. Og þá fannst hann með enn fleiri efni í mars 2019. Hann var ákærður fyrir vörslu á ýmsum lyfjum, en þau voru: Fimmtíu töflur af gerðinni mogadon, hundrað af Lexotan, 45 af Rítalín Uno, 154 Rítalín, 37 Contalgin, og fjórtán OxyContin. Þar að auki fundust ýmsir munir sem þóttu brjóta í bága við vopnalög, en þar má nefna raflostbyssu, 1016 stykki af skotfærum og tvo óskráða hljóðdeyfa. Landsréttur vísaði ákveðnum hluta ákærunnar sem varðaði sölu hans lyfseðilsskyldum lyfjum frá dómi vegna óskýrleika. Ekki í samræmi við gögn málsins Við rannsókn málsins fór lögregla að skoða fjármál Jónasar, móður hans, og hinna sakborninganna, en líkt og áður segir varðaði stór hluti málsins peningaþvætti. Fyrir dómi neituðu mæðginin bæði sök, en héraðsdómur mat framburð hans, hvað varðaði umfang lyfjasölunnar, í engu samræmi við gögn málsins. Þá þóttu svör móðurinnar til þess fallin að vekja efasemdir um að hún hefði nægilega góða yfirsýn yfir bankafærslur hennar. Fram kemur í dómi Héraðsdóms að Jónas eigi 22 refsidóma á bakinu sem nái aftur til ársins 1980. Við ákvörðun refsingar var litið til sakaferilsins, og að einbeitts ásetnings hans. Jafnframt var litið til þess að brot hans náðu yfir langt tímabil og að fjárhæðirnar í málinu hafi verið verulega háar. Fréttin hefur verið uppfærð, en í upprunalegri útgáfu kom ekki fram að móðirin væri látin.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira