Fann fíkniefnin strax Boði Logason skrifar 14. maí 2024 07:00 Fíkniefnahundurinn fann fíkniefnin strax. Hundarnir okkar koma út á Vísi alla þriðjudaga. Hundarnir okkar Í fimmta þætti af þáttunum Hundarnir okkar, sem sýndir eru á Vísi alla þriðjudaga, er skyggnst inn í starf lögreglunnar þar sem fíkiniefnaleitarhundar eru notaðir, þjálfun þeirra og hæfniskröfur ræddar og sýnt hvernig þeir vinna. Steinar Gunnarsson er yfirhundaþjálfari lögreglunnar og hefur þjálfað hunda í yfir 20 ár. Í þættinum segir Steinar að það séu of fáir fíkniefnaleitahundar á Íslandi og þeim hafi fækkað gríðarlega síðustu ár. Steinar og kollegar hans þjálfa alla hunda sem vinna fyrir lögregluna, tollgæsluna og fangelsin. Klippa: Hundarnir okkar - Fíkniefnaleit og fallegur göngutúr Miklar kröfur eru gerðar til hundanna og tekur það að lágmarki sex mánuði að þjálfa hund og mann. „Valið er gríðarlega erfitt og flestir þessir hundar sem við erum með í dag koma erlendis frá og koma hingað sem hvolpar. Þá tekur við mikil og ströng þjálfun eða þar til þeir eru búnir að læra á öll fíkniefni og kunna að merkja. Það eru miklar kröfur gerðar, þetta nám er erfitt,“ segir hann. Þefuðu uppi Covid-19 Hundarnir þurfi að hafa marga kosti og fáa galla. Það eru aðallega tegundirnar labrador og springer spaniel sem vinna hjá lögreglunni, ef svo má að orði komast, en einnig þýskir fjárhundar, blendingjar og veiðihundar í herbúðum lögreglunnar. Í heimsfaraldrinum árið 2020 þá tók Steinar þátt í þjálfun hunda við að greina Covid-19 í einstaklingum og segir hann að það hafi tekið hund tvær sekúndur að greina covid í sýnum og áreiðanleikinn hafi verið 98 til 100 prósent. Verkefnið var blásið af hér á landi. Í þættinum setti lögreglukona fíkniefni inn á sokk Heiðrúnar Villu Ingudóttur, þáttastjórnanda, og svo var hann látinn þefa af fjórum einstaklingum. Það tók hundinn örfáar sekúndur að finna fíkniefnin. Í þættinum er einnig farið yfir eina leið hælgönguþjálfunar og rædd tæki og tól til að fá hvutta til að ganga fallega. Þá útskýrir dýralæknir hvenær sé best að kveðja veikan eða gamlan hund. Alla þætti af Hundunum okkar má sjá á sjónvarpsvef Vísis. Hundarnir okkar Gæludýr Lögreglan Fíkniefnabrot Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Steinar Gunnarsson er yfirhundaþjálfari lögreglunnar og hefur þjálfað hunda í yfir 20 ár. Í þættinum segir Steinar að það séu of fáir fíkniefnaleitahundar á Íslandi og þeim hafi fækkað gríðarlega síðustu ár. Steinar og kollegar hans þjálfa alla hunda sem vinna fyrir lögregluna, tollgæsluna og fangelsin. Klippa: Hundarnir okkar - Fíkniefnaleit og fallegur göngutúr Miklar kröfur eru gerðar til hundanna og tekur það að lágmarki sex mánuði að þjálfa hund og mann. „Valið er gríðarlega erfitt og flestir þessir hundar sem við erum með í dag koma erlendis frá og koma hingað sem hvolpar. Þá tekur við mikil og ströng þjálfun eða þar til þeir eru búnir að læra á öll fíkniefni og kunna að merkja. Það eru miklar kröfur gerðar, þetta nám er erfitt,“ segir hann. Þefuðu uppi Covid-19 Hundarnir þurfi að hafa marga kosti og fáa galla. Það eru aðallega tegundirnar labrador og springer spaniel sem vinna hjá lögreglunni, ef svo má að orði komast, en einnig þýskir fjárhundar, blendingjar og veiðihundar í herbúðum lögreglunnar. Í heimsfaraldrinum árið 2020 þá tók Steinar þátt í þjálfun hunda við að greina Covid-19 í einstaklingum og segir hann að það hafi tekið hund tvær sekúndur að greina covid í sýnum og áreiðanleikinn hafi verið 98 til 100 prósent. Verkefnið var blásið af hér á landi. Í þættinum setti lögreglukona fíkniefni inn á sokk Heiðrúnar Villu Ingudóttur, þáttastjórnanda, og svo var hann látinn þefa af fjórum einstaklingum. Það tók hundinn örfáar sekúndur að finna fíkniefnin. Í þættinum er einnig farið yfir eina leið hælgönguþjálfunar og rædd tæki og tól til að fá hvutta til að ganga fallega. Þá útskýrir dýralæknir hvenær sé best að kveðja veikan eða gamlan hund. Alla þætti af Hundunum okkar má sjá á sjónvarpsvef Vísis.
Hundarnir okkar Gæludýr Lögreglan Fíkniefnabrot Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira