Fasteignamarkaður Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Mikil óvissa á húsnæðismarkaði hefur veruleg áhrif á kaupendur sem hafa þegar fengið samþykkt greiðslumat. Fasteignasalar óttast afleiðingar þess að fjársterkir kaupendur sitji einir að markaðnum. Innlent 21.10.2025 19:25 Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki hefur ákveðið að grunnlán í fasteignakaupum miðast nú við aðeins helming af kaupverði. Restin sem lánað er fyrir flokkast sem viðbótarlán, sem eru oftar en ekki á verri kjörum en grunnlán. Viðskipti innlent 21.10.2025 15:44 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Leikarinn Björgvin Franz Gíslason hefur fest kaup á íbúð við Miðstræti í miðborg Reykjavíkur. Hann greiddi 49,9 milljónir króna fyrir eignina. Lífið 21.10.2025 10:20 Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Ákvörðun fjármálastofnana um að setja afgreiðslu umsókna um verðtryggð húsnæðislán á ís er þegar farin að hafa áhrif á fasteignamarkaðinn. Dæmi eru um að kaupendur sem höfðu þegar fengið samþykkt greiðslumat vegna fasteignakaupa hafi ekki fengið umbeðin lánagögn afhent þar sem bankinn sagði nei, auk þess sem fáar fyrirspurnir eru að berast fasteignasölum og léleg mæting á opin hús. Viðskipti innlent 21.10.2025 10:07 Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Hjónin Finnur Geirsson og Steinunn K. Þorvaldsdóttir, sem áður áttu og ráku Nóa Síríus, selja nú hús sitt að Strýtuseli 13 í Reykjavík. Finnur lét af störfum eftir 31 ár sem forstjóri félagsins árið 2021 þegar norska fyrirtækið Orkla keypti Nóa Síríus. Lífið 19.10.2025 22:33 Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís, hefur fest kaup á einbýlishúsi við Tjaldanes á Arnarnesi. Húsið var áður í eigu knattspyrnumannsins Jóhanns Bergs Guðmundssonar og eiginkonu hans, lögfræðingsins Hólmfríðar Björnsdóttur. Kaupsamningur var undirritaður þann 9. október. Lífið 17.10.2025 09:06 Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Þórarinn Arnar Sævarsson, einn eigenda fasteignasölunnar Re/Max, hefur fest kaup á glæsihöll Antons Kristins Þórarinssonar, sem kallaður er Toni, við Haukanes í Garðabæ. Kaupverðið nam 484 milljónum króna. Lífið 14.10.2025 12:46 Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Helgi Gíslason hjá Byggingafélaginu Landsbyggð segir að upplýsingagjöf til ekkju í Hafnarfirði í fasteignaviðskiptum hefði mátt vera betri. Eftir standi að seljandi hafi ekki verið búinn að samþykkja tilboð. Neytendur 10.10.2025 15:01 Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Heiður Ósk Eggertsdóttir, förðunarfræðingur og eigandi Reykjavík Makeup School, og Davíð Rúnar Bjarnason, landsliðsþjálfari í hnefaleikum og skipuleggjandi IceBox, hafa fest kaup á 230 fermetra parhúsi í Setberginu í Hafnarfirði. Kaupverðið nam 132 milljónum króna. Lífið 10.10.2025 15:00 Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Atli Þór Albertsson, fasteignasali og skemmtikraftur, segir fasteignasölu í Hafnarfirði og byggingaverktaka hafa svikið tengdamóður sína við fasteignakaup. Hún hafi samþykkt uppsett verð, selt íbúðina sína en síðan fengið þau svör að íbúðin hefði verið seld öðrum í millitíðinni. Fasteignasalan og verktakinn bendi hvor á annan en Atli vekur athygli á því að enginn hafi svo mikið sem beðið tengdamóður sína afsökunar. Neytendur 10.10.2025 13:39 Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Engey fasteignafélag, sem er í eigu mæðginanna Elísabetar Agnarsdóttur og Viktors Hagalín, meðeigenda ferðaskrifstofunnar Tripical, hefur fest kaup á glæsilegri hæð við Nesveg. Kaupverðið nam 117,9 milljónum króna. Lífið 10.10.2025 09:15 Óbreytt skipulag þýðir viðvarandi og vaxandi húsnæðisskort Á næstu 10 árum þarf 37 þúsund nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Í skipulagi svæðisins er aðeins hægt að byggja 6 þúsund íbúðir á lóðum sem í dag eru bygginghæfar. Umræðan 9.10.2025 09:11 Andri og Anne selja í Fossvogi Andri Sigþórsson, athafnamaður og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, og eiginkona hans Anne Kathrine Angvik Jacobsen hafa sett einbýlishús sitt við Traðarland í Fossvogi á sölu. Óskað er eftir tilboði í eignina. Lífið 8.10.2025 15:55 Hefur áhyggjur af unga fólkinu Þrátt fyrir merki um að hagkerfið sé að kólna hefur Peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum annað skiptið í röð. Seðlabankastjóri segir að fall Play hafi ekki haft mikil áhrif á ákvörðunina. Það þurfi að ná verðbólguvæntingum niður og fyrr verði ekki hægt að lækka vextina. Hann hefur áhyggjur af unga fólkinu sem er að reyna að komast inn á fasteignamarkaðinn. Innlent 8.10.2025 14:07 Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Fjölmiðlakonan Þórunn Elísabet Bogadóttir og eiginmaður hennar Jón Benediktsson verkfræðingur, hafa sett íbúð sína við Álagranda í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 102,5 milljónir. Lífið 7.10.2025 15:01 „Allt í góðum skorðum“ hjá Heimum sem er metið um 30 prósent yfir markaðsgengi Rekstur og afkoma Heima það sem af er árinu hefur verið í „góðum skorðum“ og samkvæmt nýrri greiningu er verðmatsgengi félagsins hækkað lítillega, einkum vegna lægri fjármagnskostnaðar og betri sjóðstöðu. Innherjamolar 5.10.2025 09:42 Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Hjónin, Vilborg Jóhannsdóttir og Úlfar Gunnarsson, eigendur tískuvöruverslunarinnar Centro, hafa sett tæplega fimm hundruð fermetra einbýlishús sitt við Helgamagrastæti á Akureyri á sölu. Um er að ræða eitt glæsilegasta hús bæjarins, reist árið 1985. Ásett verð er 259,5 milljónir. Lífið 2.10.2025 13:56 Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Jafet Máni Magnúsarson, leikari og flugþjónn, hefur sett íbúð við Skipholt í Reykjavík á sölu. Um er að ræða rúmlega 120 fermetra eign í húsi sem var byggt árið 2007. Ásett verð er 99,9 milljónir. Lífið 2.10.2025 09:37 Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Hjónin Ómar Örn Hauksson, grafískur hönnuður og fyrrum meðlimur Quarashi, og Nanna Þórdís Árnadóttir, hönnuður, hafa sett fallega íbúð í hjarta Reykjavíkur á sölu. Eignin er 108 fermetrar að stærð og innréttuð á afar heillandi hátt. Ásett verð er 87,5 milljónir. Lífið 1.10.2025 14:53 Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Fjölmiðlamaðurinn Sindri Sindrason og eiginmaður hans, Albert Haagensen umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Kaldalóni, hafa sett einbýlishús sitt við Bauganes í Skerjafirðinum á sölu. Ásett verð er 268 milljónir. Lífið 1.10.2025 11:20 Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Geldingalækur á Rangárvöllum, þar sem starfsemi meðferðarheimilisins Lækjarbakka fór áður fram, hefur verið sett á sölu. Starfseminni var hætt í húsnæðinu eftir að mygla fannst þar. Innlent 30.9.2025 16:13 „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Þriggja hæða hús á Skólavörðustíg sem lýst er sem mjög fallegu og með fullfrágenginni lóð er falt fyrir 88 milljónir króna. Myndir af húsinu bera þó með sér að nokkuð þurfi að taka til hendinni. Lífið 25.9.2025 23:36 Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, og eiginkona hans, Jovana Schally, hafa sett íbúð sína á Grandavegi 1 á sölu. Þau elski íbúðina en eigi of mörg börn til að búa í henni áfram. Ásett verð er 97,9 milljónir. Lífið 25.9.2025 14:49 Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Knattspyrnukappinn Albert Guðmundsson hefur fjárfest í fasteignum í gegnum félag sitt Albert ehf. fyrir 1,152 milljarð íslenskra króna undanfarna mánuði, bæði á Íslandi og erlendis. Það má líkja fasteignaviðskiptum Alberts við vel útfært Monopolí þar sem hann hefur keypt íbúðir í mörgum af nýjustu fjölbýlishúsum miðborgarinnar. Lífið 24.9.2025 20:00 Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís, hefur sett fallegt raðhús við Ljósakur í Garðabæ á sölu. Húsið er rúmlega 330 fermetrar að stærð á þremur hæðum, byggt árið 2009. Óskað er eftir tilboði í eignina. Lífið 23.9.2025 20:31 Næst stærsti hluthafinn heldur áfram að stækka stöðuna í Eik Brú lífeyrissjóður hefur haldið áfram á síðustu vikum að bæta við sig bréfum í Eik en frá áramótum hefur sjóðurinn stækkað eignarhlut sinn í fasteignafélaginu um liðlega fimmtung. Innherjamolar 22.9.2025 15:51 Samfélag kallar á minni íbúðir – skipulagið býr til stærri Á meðan skipulagsyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu beina byggingaraðilum frá minni íbúðum koma þau ekki til móts við þarfir íbúa. Þau stuðla að óhagkvæmari uppbyggingu húsnæðis og auka enn frekar á húsnæðisvandann. Hagkvæm húsnæðisuppbygging er ein helsta forsenda fyrir því að viðhalda og auka lífsgæði allra landsmanna. Umræðan 22.9.2025 09:31 Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Við Giljaland í Fossvogi er að finna vel skipulagt og mikið endurnýjað um 225 fermetra endaraðhús á fjórum pöllum sem var byggt árið 1968. Ásett verð er 189 milljónir. Lífið 19.9.2025 14:41 Raunvirði íbúða lækkar á ný Raunvirði íbúða er tekið að lækka á ný. Í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að helmingur nýrra íbúða hafi staðið óseldur í meira en tvö hundruð daga. Innlent 18.9.2025 22:34 Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Grétar Matthíasson, barþjónn og margfaldur Íslandsmeistari í kokteilagerð, hefur sett íbúð sína við Flétturima í Grafarvogi á sölu. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á smekklegan máta á liðnum árum. Ásett verð er 79,9 milljónir. Lífið 18.9.2025 10:44 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 39 ›
Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Mikil óvissa á húsnæðismarkaði hefur veruleg áhrif á kaupendur sem hafa þegar fengið samþykkt greiðslumat. Fasteignasalar óttast afleiðingar þess að fjársterkir kaupendur sitji einir að markaðnum. Innlent 21.10.2025 19:25
Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki hefur ákveðið að grunnlán í fasteignakaupum miðast nú við aðeins helming af kaupverði. Restin sem lánað er fyrir flokkast sem viðbótarlán, sem eru oftar en ekki á verri kjörum en grunnlán. Viðskipti innlent 21.10.2025 15:44
Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Leikarinn Björgvin Franz Gíslason hefur fest kaup á íbúð við Miðstræti í miðborg Reykjavíkur. Hann greiddi 49,9 milljónir króna fyrir eignina. Lífið 21.10.2025 10:20
Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Ákvörðun fjármálastofnana um að setja afgreiðslu umsókna um verðtryggð húsnæðislán á ís er þegar farin að hafa áhrif á fasteignamarkaðinn. Dæmi eru um að kaupendur sem höfðu þegar fengið samþykkt greiðslumat vegna fasteignakaupa hafi ekki fengið umbeðin lánagögn afhent þar sem bankinn sagði nei, auk þess sem fáar fyrirspurnir eru að berast fasteignasölum og léleg mæting á opin hús. Viðskipti innlent 21.10.2025 10:07
Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Hjónin Finnur Geirsson og Steinunn K. Þorvaldsdóttir, sem áður áttu og ráku Nóa Síríus, selja nú hús sitt að Strýtuseli 13 í Reykjavík. Finnur lét af störfum eftir 31 ár sem forstjóri félagsins árið 2021 þegar norska fyrirtækið Orkla keypti Nóa Síríus. Lífið 19.10.2025 22:33
Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís, hefur fest kaup á einbýlishúsi við Tjaldanes á Arnarnesi. Húsið var áður í eigu knattspyrnumannsins Jóhanns Bergs Guðmundssonar og eiginkonu hans, lögfræðingsins Hólmfríðar Björnsdóttur. Kaupsamningur var undirritaður þann 9. október. Lífið 17.10.2025 09:06
Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Þórarinn Arnar Sævarsson, einn eigenda fasteignasölunnar Re/Max, hefur fest kaup á glæsihöll Antons Kristins Þórarinssonar, sem kallaður er Toni, við Haukanes í Garðabæ. Kaupverðið nam 484 milljónum króna. Lífið 14.10.2025 12:46
Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Helgi Gíslason hjá Byggingafélaginu Landsbyggð segir að upplýsingagjöf til ekkju í Hafnarfirði í fasteignaviðskiptum hefði mátt vera betri. Eftir standi að seljandi hafi ekki verið búinn að samþykkja tilboð. Neytendur 10.10.2025 15:01
Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Heiður Ósk Eggertsdóttir, förðunarfræðingur og eigandi Reykjavík Makeup School, og Davíð Rúnar Bjarnason, landsliðsþjálfari í hnefaleikum og skipuleggjandi IceBox, hafa fest kaup á 230 fermetra parhúsi í Setberginu í Hafnarfirði. Kaupverðið nam 132 milljónum króna. Lífið 10.10.2025 15:00
Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Atli Þór Albertsson, fasteignasali og skemmtikraftur, segir fasteignasölu í Hafnarfirði og byggingaverktaka hafa svikið tengdamóður sína við fasteignakaup. Hún hafi samþykkt uppsett verð, selt íbúðina sína en síðan fengið þau svör að íbúðin hefði verið seld öðrum í millitíðinni. Fasteignasalan og verktakinn bendi hvor á annan en Atli vekur athygli á því að enginn hafi svo mikið sem beðið tengdamóður sína afsökunar. Neytendur 10.10.2025 13:39
Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Engey fasteignafélag, sem er í eigu mæðginanna Elísabetar Agnarsdóttur og Viktors Hagalín, meðeigenda ferðaskrifstofunnar Tripical, hefur fest kaup á glæsilegri hæð við Nesveg. Kaupverðið nam 117,9 milljónum króna. Lífið 10.10.2025 09:15
Óbreytt skipulag þýðir viðvarandi og vaxandi húsnæðisskort Á næstu 10 árum þarf 37 þúsund nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Í skipulagi svæðisins er aðeins hægt að byggja 6 þúsund íbúðir á lóðum sem í dag eru bygginghæfar. Umræðan 9.10.2025 09:11
Andri og Anne selja í Fossvogi Andri Sigþórsson, athafnamaður og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, og eiginkona hans Anne Kathrine Angvik Jacobsen hafa sett einbýlishús sitt við Traðarland í Fossvogi á sölu. Óskað er eftir tilboði í eignina. Lífið 8.10.2025 15:55
Hefur áhyggjur af unga fólkinu Þrátt fyrir merki um að hagkerfið sé að kólna hefur Peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum annað skiptið í röð. Seðlabankastjóri segir að fall Play hafi ekki haft mikil áhrif á ákvörðunina. Það þurfi að ná verðbólguvæntingum niður og fyrr verði ekki hægt að lækka vextina. Hann hefur áhyggjur af unga fólkinu sem er að reyna að komast inn á fasteignamarkaðinn. Innlent 8.10.2025 14:07
Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Fjölmiðlakonan Þórunn Elísabet Bogadóttir og eiginmaður hennar Jón Benediktsson verkfræðingur, hafa sett íbúð sína við Álagranda í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 102,5 milljónir. Lífið 7.10.2025 15:01
„Allt í góðum skorðum“ hjá Heimum sem er metið um 30 prósent yfir markaðsgengi Rekstur og afkoma Heima það sem af er árinu hefur verið í „góðum skorðum“ og samkvæmt nýrri greiningu er verðmatsgengi félagsins hækkað lítillega, einkum vegna lægri fjármagnskostnaðar og betri sjóðstöðu. Innherjamolar 5.10.2025 09:42
Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Hjónin, Vilborg Jóhannsdóttir og Úlfar Gunnarsson, eigendur tískuvöruverslunarinnar Centro, hafa sett tæplega fimm hundruð fermetra einbýlishús sitt við Helgamagrastæti á Akureyri á sölu. Um er að ræða eitt glæsilegasta hús bæjarins, reist árið 1985. Ásett verð er 259,5 milljónir. Lífið 2.10.2025 13:56
Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Jafet Máni Magnúsarson, leikari og flugþjónn, hefur sett íbúð við Skipholt í Reykjavík á sölu. Um er að ræða rúmlega 120 fermetra eign í húsi sem var byggt árið 2007. Ásett verð er 99,9 milljónir. Lífið 2.10.2025 09:37
Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Hjónin Ómar Örn Hauksson, grafískur hönnuður og fyrrum meðlimur Quarashi, og Nanna Þórdís Árnadóttir, hönnuður, hafa sett fallega íbúð í hjarta Reykjavíkur á sölu. Eignin er 108 fermetrar að stærð og innréttuð á afar heillandi hátt. Ásett verð er 87,5 milljónir. Lífið 1.10.2025 14:53
Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Fjölmiðlamaðurinn Sindri Sindrason og eiginmaður hans, Albert Haagensen umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Kaldalóni, hafa sett einbýlishús sitt við Bauganes í Skerjafirðinum á sölu. Ásett verð er 268 milljónir. Lífið 1.10.2025 11:20
Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Geldingalækur á Rangárvöllum, þar sem starfsemi meðferðarheimilisins Lækjarbakka fór áður fram, hefur verið sett á sölu. Starfseminni var hætt í húsnæðinu eftir að mygla fannst þar. Innlent 30.9.2025 16:13
„Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Þriggja hæða hús á Skólavörðustíg sem lýst er sem mjög fallegu og með fullfrágenginni lóð er falt fyrir 88 milljónir króna. Myndir af húsinu bera þó með sér að nokkuð þurfi að taka til hendinni. Lífið 25.9.2025 23:36
Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, og eiginkona hans, Jovana Schally, hafa sett íbúð sína á Grandavegi 1 á sölu. Þau elski íbúðina en eigi of mörg börn til að búa í henni áfram. Ásett verð er 97,9 milljónir. Lífið 25.9.2025 14:49
Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Knattspyrnukappinn Albert Guðmundsson hefur fjárfest í fasteignum í gegnum félag sitt Albert ehf. fyrir 1,152 milljarð íslenskra króna undanfarna mánuði, bæði á Íslandi og erlendis. Það má líkja fasteignaviðskiptum Alberts við vel útfært Monopolí þar sem hann hefur keypt íbúðir í mörgum af nýjustu fjölbýlishúsum miðborgarinnar. Lífið 24.9.2025 20:00
Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís, hefur sett fallegt raðhús við Ljósakur í Garðabæ á sölu. Húsið er rúmlega 330 fermetrar að stærð á þremur hæðum, byggt árið 2009. Óskað er eftir tilboði í eignina. Lífið 23.9.2025 20:31
Næst stærsti hluthafinn heldur áfram að stækka stöðuna í Eik Brú lífeyrissjóður hefur haldið áfram á síðustu vikum að bæta við sig bréfum í Eik en frá áramótum hefur sjóðurinn stækkað eignarhlut sinn í fasteignafélaginu um liðlega fimmtung. Innherjamolar 22.9.2025 15:51
Samfélag kallar á minni íbúðir – skipulagið býr til stærri Á meðan skipulagsyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu beina byggingaraðilum frá minni íbúðum koma þau ekki til móts við þarfir íbúa. Þau stuðla að óhagkvæmari uppbyggingu húsnæðis og auka enn frekar á húsnæðisvandann. Hagkvæm húsnæðisuppbygging er ein helsta forsenda fyrir því að viðhalda og auka lífsgæði allra landsmanna. Umræðan 22.9.2025 09:31
Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Við Giljaland í Fossvogi er að finna vel skipulagt og mikið endurnýjað um 225 fermetra endaraðhús á fjórum pöllum sem var byggt árið 1968. Ásett verð er 189 milljónir. Lífið 19.9.2025 14:41
Raunvirði íbúða lækkar á ný Raunvirði íbúða er tekið að lækka á ný. Í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að helmingur nýrra íbúða hafi staðið óseldur í meira en tvö hundruð daga. Innlent 18.9.2025 22:34
Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Grétar Matthíasson, barþjónn og margfaldur Íslandsmeistari í kokteilagerð, hefur sett íbúð sína við Flétturima í Grafarvogi á sölu. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á smekklegan máta á liðnum árum. Ásett verð er 79,9 milljónir. Lífið 18.9.2025 10:44