Vegagerð

Fréttamynd

Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins

Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng

Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni.

Innlent
Fréttamynd

Mikill stuðningur við færslu hringvegar út úr Borgarnesi

Verulegur stuðningur er við þá tillögu að hringvegurinn um Borgarnes verður færður út á vegfyllingu utan við byggðina, samkvæmt könnun sem Samgöngufélagið lét gera. Þá er allnokkur stuðningur við að hringvegurinn milli Akraness og Borgarness liggi í framtíðinni yfir mynni Grunnafjarðar norðan Akrafjalls.

Innlent
Fréttamynd

Steinkast stútar sumrinu

Slitlagsviðgerðir á vegum landsins eru framkvæmdar með þeim hætti að harpaðri möl er dreift yfir olíu sem ökumenn og umferð eru látin vinna við að þjappa og veldur þannig gríðarlegu tjóni á ökutækjum sökum steinkasts.

Skoðun
Fréttamynd

Búið að opna veginn inn í Landmannalaugar

Vegagerðin opnaði í morgun leiðina inn í Landmannalaugar um Sigölduvirkjun. Þá styttist í opnun Landmannaleiðar og búist við að hún verði jeppafær um helgina, samkvæmt upplýsingum Magnúsar Inga Jónssonar hjá umferðarþjónustu Vegagerðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Klæðning lögð um Pennudal áleiðis upp á Dynjandisheiði

Klæðningarflokkur frá Borgarverki, undirverktaka ÍAV, hóf í morgun að leggja fyrri umferð bundins slitlags á kafla Vestfjarðavegar um Pennudal, eða Penningsdal, ofan Flókalundar í Vatnsfirði. Þetta er vegarkafli sem opnaður var umferð í nóvember en ekki náðist þá að klæða hann fyrir veturinn vegna óhagstæðs veðurs.

Innlent
Fréttamynd

Hyggjast klára brúargólfið í Þorskafirði fyrir veturinn

Smíði Þorskafjarðarbrúar, sem styttir Vestfjarðaveg um níu kílómetra, er komin vel á veg og er stefnt að því að brúargólfið verði tilbúið í haust. Verktakinn hefur leigt Bjarkalund undir vinnubúðir og verður hótelið lokað ferðamönnum næstu tvö árin.

Innlent
Fréttamynd

Verktakinn býr sig undir að hefjast handa í Teigsskógi

Borgarverk er byrjað að flytja tæki sín og tól að væntanlegu vinnusvæði í Teigsskógi. Fyrir helgi mátti sjá að grafa frá verktakanum var komin í Þorskafjörð og gerð klár til að hefja gröftinn í landi Þórisstaða þar sem núliggjandi Vestfjarðavegur hlykkjast upp á Hjallaháls.

Innlent
Fréttamynd

Samgöngur á hjólum

Átakið Hjólað í vinnuna stendur nú yfir og margir hafa skráð sig til leiks. Hjólreiðar hafa marga kosti. Þær sameina hreyfingu og útivist og stuðla þannig að bættri heilsu. Sem ferðamáti eru hjólreiðar bæði skemmtilegar og hagkvæmar, enda njóta þær sífellt meiri vinsælda meðal fólks á öllum aldri.

Skoðun
Fréttamynd

Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum

Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann.

Innlent
Fréttamynd

Leitar eftir aðilum til að reisa, fjármagna og reka Ölfusárbrú

Vegagerðin hefur hafið útboðsferli nýrrar Ölfusárbrúar í einkaframkvæmd með auglýsingu eftir upplýsingum um áhugasama bjóðendur. Leitað er eftir aðilum sem hafa áhuga á að semja við Vegagerðina, í kjölfar útboðs, um hönnun, framkvæmd, fjármögnun, rekstur og viðhald mannvirkjanna til allt að þrjátíu ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Auglýsir nýtt útboð vegar um Hornafjörð í einkafjármögnun

Vegagerðin hefur auglýst í annað sinn útboð nýs kafla hringvegarins um Hornafjörð eftir að hafa í síðasta mánuði hafnað báðum tilboðum sem bárust í upphaflegu útboði. Þessi fyrsta tilraun til einkafjármögnunar í vegagerð á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni fer þannig brösuglega af stað en lögin heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda.

Innlent
Fréttamynd

Holu­fyllingar og fram­tíðar­sýn

Ástand vega er með verra móti nú eftir slæma veðratíð fyrstu mánuði ársins. Holskefla tilkynninga hefur borist Vegagerðinni vegna skemmda á bílum sem rekja má til ástands vega og Vegagerðin hefur varla haft undan við að fylla í holur.

Skoðun
Fréttamynd

Stöðva fram­kvæmdir við Suður­lands­veg vegna kæru Waldorfskólans

Framkvæmdir við breikkun Suðurlandsvegar hafa verið stöðvaðar eftir að kæra barst frá Waldorfskólanum í Lækjarbotnum en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi Vegagerðarinnar. Nefndin telur ljóst að málsmeðferðin vék frá mikilvægum og lögbundnum skilyrðum laga

Innlent