Ljúkum við hringveginn! Árni Pétur Árnason skrifar 4. mars 2024 11:30 Árið 1974 var veglagningu hringinn í kringum landið lokið og hringvegurinn vígður með pompi og prakt. Árið 2019 var síðan lokið við að leggja bundið slitlag hringin í kringum landið og þeim áfanga fagnað með ögn minna pompi og prakt. Enn er þó stórt gat í hringveginum fyrir þau sem ekki eiga bíl því engar strætóferðir eru milli Hafnar í Hornafirði og Egilsstaði. Hvort sem er fyrir innlenda farþega eða fyrir túrista er þetta hamlandi, svo ekki sé minnst á uppbyggingu í bæjum Austurlands. Kostnaðurinn og tíminn sem felst í því að fara vesturleiðina er óheyrilegur: Í dag, mánudaginn 4. mars, tekur ferðin frá Höfn í Hornafirði til Egilsstaða fimm daga, ef farið er með strætó. Ef lagt er af stað með fyrstu ferð, í hádeginu klukkan 11:54, er áætluð koma til Reykjavíkur klukkan 18:45. Næsti leggur hefst síðan daginn eftir klukkan 8:59 og koma á Akureyri er klukkan 15:29. Þó mætti líka taka vagn klukkan hálf fimm og koma á miðnætti. Á Akureyri bíða hins vegar vandræði. Þaðan er ekki keyrt austur á Egilsstaði á þriðjudagskvöldum, og ekki heldur á miðvikudögum og fimmtudögum svo bíða þarf þrjár nætur til viðbótar, með þeim kostnaði og ónotum sem af hljótast. Föstudaginn 7. mars má síðan taka morgunferð klukkan 7:59 og stíga svo út úr vagninum á Egilsstöðum klukkan 11:22. 4 sólarhringum, 23 klukkustundum og 28 mínútum eftir brottför frá Höfn. Í ferðinni eru innifaldar þrjár strætóferðir, fjórar næturgistingar og matur í fimm daga. Í besta falli myndi ferðin kosta um 100.000 krónur, m.v. 50.000 krónur í hótelgistingu, 40.000 krónur í strætómiða og 10.000 krónur í fæði. Það er því ljóst að strætóferð milli Hafnar í Hornafirði og Egilsstaða er ógjörningur. Leiðin þyrfti samt ekki að taka nema fjórar klukkustundir með nokkrum stoppum á leiðinni, ef aðeins hún væri þjónustuð. Það er löngu kominn tími til þess að ljúka við hringveginn og tryggja að almenningur (og túristar) geti ferðast hringinn í kringum landið með traustum almenningssamgöngum. Bíllaus lífsstíll á ekki að vera jaðarsport. Höfundur er bíllaus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Strætó Samgöngur Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1974 var veglagningu hringinn í kringum landið lokið og hringvegurinn vígður með pompi og prakt. Árið 2019 var síðan lokið við að leggja bundið slitlag hringin í kringum landið og þeim áfanga fagnað með ögn minna pompi og prakt. Enn er þó stórt gat í hringveginum fyrir þau sem ekki eiga bíl því engar strætóferðir eru milli Hafnar í Hornafirði og Egilsstaði. Hvort sem er fyrir innlenda farþega eða fyrir túrista er þetta hamlandi, svo ekki sé minnst á uppbyggingu í bæjum Austurlands. Kostnaðurinn og tíminn sem felst í því að fara vesturleiðina er óheyrilegur: Í dag, mánudaginn 4. mars, tekur ferðin frá Höfn í Hornafirði til Egilsstaða fimm daga, ef farið er með strætó. Ef lagt er af stað með fyrstu ferð, í hádeginu klukkan 11:54, er áætluð koma til Reykjavíkur klukkan 18:45. Næsti leggur hefst síðan daginn eftir klukkan 8:59 og koma á Akureyri er klukkan 15:29. Þó mætti líka taka vagn klukkan hálf fimm og koma á miðnætti. Á Akureyri bíða hins vegar vandræði. Þaðan er ekki keyrt austur á Egilsstaði á þriðjudagskvöldum, og ekki heldur á miðvikudögum og fimmtudögum svo bíða þarf þrjár nætur til viðbótar, með þeim kostnaði og ónotum sem af hljótast. Föstudaginn 7. mars má síðan taka morgunferð klukkan 7:59 og stíga svo út úr vagninum á Egilsstöðum klukkan 11:22. 4 sólarhringum, 23 klukkustundum og 28 mínútum eftir brottför frá Höfn. Í ferðinni eru innifaldar þrjár strætóferðir, fjórar næturgistingar og matur í fimm daga. Í besta falli myndi ferðin kosta um 100.000 krónur, m.v. 50.000 krónur í hótelgistingu, 40.000 krónur í strætómiða og 10.000 krónur í fæði. Það er því ljóst að strætóferð milli Hafnar í Hornafirði og Egilsstaða er ógjörningur. Leiðin þyrfti samt ekki að taka nema fjórar klukkustundir með nokkrum stoppum á leiðinni, ef aðeins hún væri þjónustuð. Það er löngu kominn tími til þess að ljúka við hringveginn og tryggja að almenningur (og túristar) geti ferðast hringinn í kringum landið með traustum almenningssamgöngum. Bíllaus lífsstíll á ekki að vera jaðarsport. Höfundur er bíllaus.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar