Þýski boltinn

Fréttamynd

FC Bayern vill Diarra

Mahamadou Diarra, miðjumaður Real Madrid og landsliðs Malí, er á óskalista þýska liðsins FC Bayern. Louis van Gaal, þjálfari Bæjara, er hrifinn af leikmanninum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ribery miðpunkturinn í vændishneyksli

Rannsókn vegna ólöglegrar vændisþjónustu stendur yfir í Frakklandi og mikið fjallað um málið í fjölmiðlum þar sem franskir landsliðsmenn í fótbolta koma við sögu. Franck Ribery, leikmaður FC Bayern, var yfirheyrður vegna málsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Robben: Ég er enginn Messi

„Auðvitað er Messi betri. Hann er í sérflokki," sagði Arjen Robben í sjónvarpsviðtali eftir að hafa skorað þrennu í 7-0 slátrun FC Bayern gegn Hannover.

Fótbolti
Fréttamynd

FC Bayern hvíldi menn og datt úr efsta sætinu

Bayern München hvíldi þá Arjen Robben og Franck Ribery þegar liðið tók á móti Stuttgart í þýsku deildinni í dag. Bayern er að fara að leika gegn Manchester United í Meistaradeildinni á þriðjudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Robben tryggði Bayern sæti í bikarúrslitaleiknum

Hollendingurinn Arjen Robben skoraði eina mark leiksins í framlengingu þegar Bayern Munchen tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum í Þýskalandi með 1-0 sigri á Schalke í kvöld. Bayern komst þar með í bikarúrslitaleikinn í sautjánda sinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Hanskarnir hans Jens Lehmann upp á hillu í vor

Þýski markvörðurinn Jens Lehmann, núverandi markvörður Stuttgart og fyrrum markvörður Arsenal, segist vera á sínu síðasta tímabili í þýska boltanum en þessi 40 ára markvörður segist ekki vilja lengur standa í vegi fyrir ungu markvörðum Stuttgart-liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Ribery: Henry vill fá mig til Barcelona

Franski vængmaðurinn Franck Ribery hefur viðurkennt að hann þurfi líklega að yfirgefa Þýskaland til þess að vinna einhverja titla. Hann hefur einnig viðurkennt að Thierry Henry, félagi hans í franska landsliðinu, vilji fá hann til Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern München vann áttunda leikinn í röð

Bayern München komst upp að hlið Bayern Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni með 1-3 sigri gegn meisturum Wolfsburg í dag. Þetta var áttundi sigurleikur Bæjara í röð en liðið hefur nú ekki tapað í deildinni síðan í september.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern setur Ribery úrslitakosti

Framtíð Frakkans, Franck Ribery, er enn í lausu lofti og því hefur félagið sett honum úrslitakosti. Annað hvort skrifar hann undir nýjan samning við félagið í mars eða hann fær ekki að spila meira.

Fótbolti
Fréttamynd

Nistelrooy til Hamburger

Þýska félagið Hamburger SV hefur krækt í hollenska sóknarmanninn Ruud van Nistelrooy. Leikmaðurinn hefur verið úti í kuldanum hjá Real Madrid að undanförnu og átt erfitt uppdráttar eftir að hafa lent í erfiðum meiðslum.

Fótbolti