Fótbolti

Ferill Arne Friedrich í hættu vegna bakmeiðsla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Þýski landsliðsmaðurinn Arne Friedrich er sagður hafa íhugað að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra bakmeiðsla. Hann missti af fyrri hluta síðasta tímabils vegna meiðslanna.

Friedrich hefur verið lykilmaður í þýska landsliðinu og hafði mikilvægu hlutverki að gegna þegar að liðið vann til bronsverðlauna á HM í Suður-Afríku síðastliðið sumar.

Hann missti hins vegar af fyrstu fjórum mánuðum síðasta tímabils vegna bakmeiðslanna og hafa þau nú tekið sig aftur upp. Friedrich er nú staddur í Berlín þar sem hann gengst undir endurhæfingu.

Friedrich er 32 ára gamall varnarmaður sem er á mála hjá Wolfsburg. Þangað kom hann frá Herthu Berlin fyrir síðasta tímabil en Wolfsburg átti afar erfitt uppdráttar í vetur og slapp naumlega við fall úr þýsku úrvalsdeildinni.

Hann á að baki 82 leiki með þýska landsliðinu en hann lék í alls átta ár með Herthu Berlín áður en hann samdi við Wolfsburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×