Þýski boltinn

Fréttamynd

Orðið vel heitt undir Louis van Gaal hjá Bayern

Það er orðið vel heitt undir Hollendingnum Louis van Gaal sem þjálfar þýska stórliðið Bayern München. Bayern tapaði 3-1 á móti Hannover 96 í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en þetta var þriðja tap liðsins í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

Wolfsburg steinlá á móti Bayer Leverkusen

Wolfsburg tapaði 3-0 á útivelli á móti Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en þetta var fjórði leikur liðsins undir stjórn þeirra Pierre Littbarski og Eyjólfs Sverrissonar.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikur Hoffenheim hrundi eftir að Gylfi var tekinn útaf

Gylfi Þór Sigurðsson var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu hjá Hoffenheim síðan 5. febrúar þegar liðið tapaði 0-2 á útivelli á móti botnliði Borussia Mönchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Leikur Hoffenheim hrundi eftir að Gylfi var tekinn útaf rúmum hálftíma fyrir leikslok.

Fótbolti
Fréttamynd

Dortmund enn á sigurbraut

Michael Rensing átti stórleik í marki Köln í kvöld en náði þó ekki að koma í veg fyrir enn einn sigur Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Liðsfélagi Gylfa hjá Hoffenheim má ekki mæta á æfingar

Króatíski varnarmaðurinn Josip Simunic hjá Hoffenheim hefur fengið skýr fyrirmæli frá forráðamönnum félagsins að hann megi ekki lengur mæta á æfingar liðsins. Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson spilar einmitt með þýska liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrsti sigur Wolfsburg undir stjórn Littbarski og Eyjólfs

Wolfsburg endaði fjögurra leikja taphrinu í þýsku úrvalsdeildinni þegar liðið vann 2-1 sigur á botnliði Borussia Mönchengladbach í kvöld. Þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn þeirra Pierre Littbarski og Eyjólfs Sverrissonar og liðið er eftir leikinn í þrettánda sæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekkert virðist stöðva Dortmund

Borussia Dortmund heldur áfram sínu striki í þýsku úrvalsdeildinni og virðast ekki ætla að láta frá sér efsta sætið, en þeir unnu þægilegan sigur á FC St.Pauli 2-0 í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Eyjólfur ráðinn aðstoðarþjálfari Wolfsburg

Eyjólfur Sverrisson hefur samkvæmt heimildum Visis verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari þýska liðsins Wolfsburg. Eyjólfur er staddur í Þýskalandi þessa stundina þar sem hann er að ganga frá sínum málum við félagið en hann mun starfa hjá liðinu út leiktíðina.

Fótbolti
Fréttamynd

McClaren rekinn frá Wolfsburg - Littbarski tekinn við

Englendingurinn Steve McClaren var í dag rekin frá þýska liðinu Wolfsburg en það hefur lítið gengið hjá liðinu í vetur og menn hafa verið að bíða eftir því í nokkurn tíma að enski þjálfarinn yrði að taka pokann sinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Tók vítaspyrnu í leyfisleyfi og klikkaði - myndband

Brasilíumaðurinn Diego er ekki vinsælasti maðurinn í Wolfsburg-liðinu í dag eftir 0-1 tapleik á móti Hannover 96 í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Diego hunsaði nefnilega fyrirmæli þjálfarans Steve McClaren og tók vítaspyrnnu í leyfisleysi í stöðunni 0-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Átti Gylfi Þór að verða miðvörður?

Að sögn Ólafs Kristjánssonar, þjálfara meistaraflokksliðs Breiðabliks, leit út fyrir að Steve Coppell, þáverandi þjálfari Reading, vildi nýta krafta Gylfa Þórs Sigurðarssonar í stöðu miðvarðar. Þetta kom fram í máli Ólafs á þjálfaranámskeiði sem KSÍ stóð fyrir um síðustu helgi.

Fótbolti
Fréttamynd

Bilað faxtæki "lokaði" á ein félagsskipti í gær

Það má oft litlu muna þegar fótboltafélög eru að reyna að ganga frá félagsskiptum rétt áður en félagsskiptaglugginn lokar og stundum kemur eitthvað óvænt upp á sem veldur því að félagsskiptaglugginn lokar áður en menn ná að ganga frá sínum félagsskiptum. Þannig var það í Þýskalandi í gærkvöldi.

Fótbolti
Fréttamynd

Arjen Robben kýldi liðsfélaga sinn

Hollenski landsliðsmaðurinn Arjen Robben var allt annað en ánægður með liðsfélaga sinn Thomas Müller þrátt fyrir 3-1 sigur Bayern München gegn Werder Bremen um helgina í efstu deild þýsku knattspyrnunnar.

Fótbolti