Þýski boltinn

Fréttamynd

Schalke vill fá Slaven Bilic sem þjálfara

Forráðamenn þýska úrvalsdeildarliðsins Schalke 04 ætla að reyna að fá Slaven Bilic til þess að stjórna liðinu út tímabilið en þýska liðið rak þjálfara sinn Fred Rutten fyrir stuttu og leitar nú að nýjum manni í hans stað.

Fótbolti
Fréttamynd

Kahn ræddi við Schalke

Fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Oliver Kahn hefur viðurkennt að hafa átt í viðræðum við forráðamenn úrvalsdeildarliðsins Schalke um lausa framkvæmdastjórastöðu.

Fótbolti
Fréttamynd

Klose frá keppni í einn mánuð

Þýski landsliðsmaðurinn Miroslav Klose hjá Bayern Munchen er úr leik næstu fjórar vikurnar eða svo eftir að hafa gengist undir aðgerð á ökkla.

Fótbolti
Fréttamynd

Ballack verður fyrirliði þýska landsliðsins

Michael Ballack verður fyrirliði þýska landsliðsins á HM 2010 að því gefnu að hann sé heill heilsu og þýska landsliðið komist í keppnina. Þetta eru nokkur tíðindi en Ballack lenti í rifrildi við landsliðsþjálfarann, Joachim Löw, í fyrra þegar hann sagði að þjálfarinn ætti að bera meiri virðingu fyrir eldri leikmönnum liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Þýsku liðin spila með sorgarbönd

Liðin í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu munu öll spila með svarta sorgarborða um helgina til að minnast fórnarlamba skotárásanna í Þýskalandi í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Kahn hefur ekki áhuga á Schalke

Oliver Kahn, fyrrum markvörður Bayern Munchen og þýska landsliðsins, segir ekkert hæft í þeim fréttum að hann sé að taka við úrvalsdeildarliðinu Schalke.

Fótbolti
Fréttamynd

Bulluþyrlan tekin í notkun

Lögreglan í Sachsen í austurhluta Þýskalands hefur ákveðið að nýta sér nýjustu tækni í baráttunni við fótboltabullur.

Fótbolti
Fréttamynd

Hamburg á toppinn í Þýskalandi

Lærisveinar Martin Jol í Hamburg eru komnir með tveggja stiga forystu á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-1 útisigur á Leverkusen í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Hoffenheim aftur á toppinn - Bayern lá heima

Óvæntir hlutir áttu sér stað í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Spútniklið Hoffenheim er komið aftur á toppinn eftir 3-3 jafntefli á útivelli gegn Stuttgart og Bayern lá heima 2-1 fyrir Köln.

Fótbolti
Fréttamynd

Podolski bjóst við að enda úti í kuldanum

Framherjinn Lukas Podolski hjá Bayern Munchen segir að það komi sér lítið á óvart að hann hafi verið settur út í kuldann hjá liðinu eftir að hann samþykkti að ganga í raðir gamla liðsins síns Köln í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Í agabann út tímabilið

Serbneski sóknarmaðurinn Danijel Ljuboja hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir þýska liðið Stuttgart. Hann hefur verið settur í agabann af félaginu út leiktíðina og mun aðeins æfa og leika með varaliðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Voronin vill framlengja í Berlín

Úkraínumaðurinn Andriy Voronin hjá Liverpool hefur öðlast nýtt líf eftir að hann fór á lánssamning til þýska úrvalsdeildarfélagsins Hertha Berlin.

Fótbolti
Fréttamynd

Hoffenheim fékk annan skell gegn Leverkusen

Öskubuskulið Hoffenheim hefur farið mikinn í þýsku úrvalsdeildinni í vetur, en í kvöld steinlá liðið 4-1 heima fyrir Leverkusen. Þetta var í annað sinn á leiktíðinni sem Leverkusen tekur nýliðana í kennslustund.

Fótbolti
Fréttamynd

Nutu ásta í miðjuhringnum

Koma króatíska varnarmannsins Dino Drpić í þýsku úrvalsdeildina hefur heldur betur vakið athygli. Drpić er genginn til liðs við Karlsruhe á lánssamningi frá Dynamo Zagreb en þýska liðið er í harðri botnbaráttu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ribery ánægður í München

Franck Ribery segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að hann sé á leið til Real Madrid í sumar þrátt fyrir það sem Franz Beckenbauer hefur sagt.

Fótbolti