Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans úr Hoffenheim eru úr leik í þýsku bikarkeppninni eftir 1-0 tap á útivelli gegn Energie Cottbus í kvöld. Gylfi var í byrjunarliði Hoffenheim en hann skoraði í gegn Gladbach í 2-0 sigri Hoffenheim þegar liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Ryan Babel, fyrrum leikmaður Liverpool, lék með Gylfa í framlínu Hoffenheim í fyrsta sinn frá því hann kom frá enska liðinu.
Schalke tryggði sér sæti í gær í undanúrslitum með 3-2 sigri gegn Nürnberg. Duisburg er einnig komið í undanúrslit eftir 2-0 sigur í kvöld gegn Kaiserslautern.
Alemannia Aachen og Bayern München eigast við í kvöld.