Ítalski boltinn Engin útsala fyrirhuguð Forráðamenn ítalska stórliðsins AC Milan hafa gefið það út að engar af stórstjörnum félagsins verði settar á sölulista þó ljóst þyki að liðið eigi litla möguleika á að vinna meistaratitilinn á næstu leiktíð eftir að hafa fengið stigarefsinguna á dögunum. Liðið fær ekki heldur að taka þátt í meistaradeildinni, en það þýðir ekki að árar verði lagðar í bát í Mílanó. Fótbolti 18.7.2006 16:57 Við höfum ekki efni á leikmönnum Juventus Arsene Wenger gefur lítið út á þann orðróm að Arsenal sé á höttunum eftir einhverjum af stórstjörnum Juventus sem væntanlega munu yfirgefa ítalska félagið á næstu mánuðum, því hann segir að Arsenal hafi einfaldlega ekki efni á að borga þeim laun. Fótbolti 18.7.2006 14:58 AC Milan þykir líklegast til að hreppa Zambrotta Eins og búast mátti við í kjölfar ófara Juventus á síðustu dögum, hafa stórlið Evrópu nú rennt hýru auga til bestu leikmanna félagsins. Hinn fjölhæfi Gianluca Zambrotta er þar engin undantekning, en Sky-sjónvarpsstöðin heldur því fram að AC Milan sé líklegasta félagið til að landa honum. Fótbolti 18.7.2006 14:29 Juventus dæmt niður og svipt tveimur titlum Ítalska stórliðið Juventus hefur verið dæmt niður í B-deildina þar í landi og verður svipt meistaratitlunum tveimur sem liðið vann í ár og í fyrra. Þá hafa lið Lazio og Fiorentina einnig verið dæmd niður um deild. Fjórða liðið sem lá undir grun í málinu, AC Milan, heldur sæti sínu í A-deildinni en dregin verða 15 stig af liðinu í byrjun tímabils. Fótbolti 14.7.2006 19:01 Úrskurðar að vænta seinna í dag Nú styttist í að dómur falli í stóra spillingarmálinu sem riðið hefur yfir ítalska knattspyrnu á síðustu vikum og seinnipartinn í dag kemur í ljóst hvort stórliðin Juventus, AC Milan, Lazio og Fiorentina verða dæmd niður um deild í refsingarskyni. Fótbolti 14.7.2006 14:33 Roberto Donadoni tekur við af Lippi Ítalska knattspyrnusambandið gekk í dag frá ráðningu Roberto Donadoni í stöðu landsliðsþjálfara Ítala í stað Marcello Lippi sem sagði af sér á dögunum. Donadoni hefur ekki mikla reynslu af þjálfun, en var síðast með lið Livorno á Ítalíu og stýrði liðinu í sjötta sæti í deildinni. Hann er aðeins 43 ára gamall og stýrði áður Lecce og Genoa. Donadoni gerði garðinn frægan með liði AC Milan sem leikmaður og var í landsliðinu sem hlaut bronsið á HM árið 1990. Fótbolti 13.7.2006 18:14 Inter kaupir þrjá leikmenn Stórlið Inter Milan á Ítalíu hefur fest kaup á þremur nýjum leikmönnum. Sá þekktasti er líklega franski miðjumaðurinn Oliver Dacourt sem leikið hefur með Roma undanfarin ár og var fastamaður í franska landsliðinu í mörg ár. Þá hefur liðið fengið til sín Brasilíumennina Maicon Douglas Sisenando frá Mónakó og Maxwell Scherrer Cabelino Andrade frá Empoli, en þeir eru báðir 24 ára gamlir. Fótbolti 12.7.2006 16:48 Cannavaro á leið til Real Madrid? Yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid segir að það sé aðeins dagaspursmál hvenær félagið landi varnarjaxlinum og fyrirliða ítalska landsliðsins, Fabio Cannavaro. Nýráðinn þjálfari Real þekkir Cannavaro vel frá dögum sínum hjá Juventus og eru menn í herbúðum Real bjartsýnir á að landa hinum smáa en knáa 32 ára gamla miðverði fljótlega. Fótbolti 11.7.2006 16:40 Deschamps tekinn við Juventus Frakkinn Didier Deschamps hefur verið ráðinn næsti þjálfari ítalska stórliðsins Juventus. Deschamps varð heimsmeistari með franska landsliðinu árið 1998 og gerði garðinn frægan sem leikmaður Juventus á sínum tíma. Frekari frétta er að vænta af ráðningu Deschamps síðar í dag. Fótbolti 10.7.2006 16:17 Fabio Capello hættur hjá Juventus Fabio Capello hefur sagt af sér sem þjálfari Juventus á Ítalíu, en líklegt þykir að félagið verði á næstunni dæmt til að leika í neðri deildunum þar í landi. Capello hefur verið sterklega orðaður við spænska liðið Real Madrid að undanförnu og er fyrsti kostur nýkjörins forseta félagsins Ramon Calderon. Capello hefur gert Juventus að tvöföldum meisturum á Ítalíu, en heldur nú væntanlega til Spánar á ný þar sem hann gerði einmitt Real að meisturum árið 1997. Fótbolti 4.7.2006 14:04 Illa slasaður eftir hátt fall Gianluca Pessotto, leikmaður Juventus til 11 ára og núverandi yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Tórínó eftir að hafa dottið út um glugga og fallið 15 metra til jarðar. Fótbolti 28.6.2006 13:42 Fjögur stórlið fyrir rétt Í stuttri fréttatilkynningu frá Ítalíu í dag kemur fram að risafélögin Juventus, AC Milan, Fiorentina og Lazio hafi öll verið boðuð til að mæta fyrir rétt vegna þáttar síns í stóra knattspyrnuhneykslinu sem riðið hefur yfir ítalska knattspyrnu á síðustu vikum. Fótbolti 22.6.2006 17:49 Cannavaro þriðji leikreyndasti landsliðsmaðurinn Fabio Cannavaro náði þeim áfanga í leiknum við Gana í gær að verða þriðji leikjahæsti ítalski landsliðsmaðurinn frá upphafi þegar hann spilaði sinn 94. leik á ferlinum og var jafnframt fyrirliði liðsins. Aðeins Paolo Maldini (126) og markvörðurinn Dino Zoff (112) hafa spilað fleiri landsleiki en Cannavaro, sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir þá bláu árið 1997. Sport 13.6.2006 11:54 Adriano hvetur Emerson til að leika með Inter Adriano, framherji Brasilíu og Inter á Ítalíu, hvetur landa sinn Emerson til þess að fara til Inter, fari svo að Juventus verði dæmt niður um deild. Emerson hefur áður sagt að það komi ekki til greina að spila í Ítölsku B deildinni og því ljóst að hann muni yfirgefa félagið fari svo að það verði dæmt niður um deild. Fótbolti 13.6.2006 03:30 Atletico Madrid hefur áhuga að fá Materazzi Samkvæmt Ítalska blaðinu La Gazzetta dello Sport þá hefur Atletico Madrid áhuga að fá Marco Materazzi, leikmann Inter og Ítalska landsliðsins til sín. Villarreal hafði áður sýnt þessum 32 ára gamla leikmanni áhuga. Fótbolti 5.6.2006 15:39 Chelsea við það að landa Shevchenko Englandsmeistarar Chelsea hafa nú fengið formlegt leyfi frá AC Milan til að ræða við úkraínska framherjann Andriy Shevchenko og talið er að hann gæti jafnvel farið í læknisskoðun hjá félaginu í dag. Talið er að kaupverðið verði um 34 milljónir punda. Sport 31.5.2006 13:07 Staðfestir brottför sína frá Milan Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko staðfesti í dag að hann færi frá liði AC Milan á Ítalíu af fjölskylduástæðum sem hann hafði greint frá fyrir nokkru og mun hann því væntanlega fara á fullu í viðræður við Englandsmeistara Chelsea á næstu dögum. Sport 26.5.2006 17:53 Verðum að ræða við konuna hans Shevchenko Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko tilkynnir forráðamönnum AC Milan á morgun hvort hann ætli sér að framlengja samning sinn við félagið eða ganga til liðs við Englandsmeistara Chelsea. Félagi hann Gennaro Gattuso ætlar að gera sitt til að reyna að sannfæra framherjann sterka um að vera áfram í Mílanó. Sport 24.5.2006 20:15 Lögregla réðist inn á skrifstofur Juventus Heimildamaður Reuters-fréttastofunnar greindi frá því í dag að ítalskar lögreglusveitir hefðu í dag ráðist til inngöngu á skrifstofur knattspyrnufélagsins Juventus og lagt þar hendur á gögn sem tengjast meðal annars leikmannakaupum Ítalíumeistaranna. Sport 18.5.2006 16:05 Juventus meistari Juventus tryggði sér í dag Ítalíumeistaratitilinn í knattspyrnu, annað árið í röð, þegar liðið lagði Reggina 2-0 í lokaumferðinni þar í landi. Helstu keppinautar Juve í AC Milan unnu einnig leik sinn, en Tórínó-liðið hafði þriggja stiga forystu fyrir leikinn. David Trezeguet og Alessandro del Piero skoruðu mörk meistaranna í dag. Sport 14.5.2006 15:42 De Santis fer ekki á HM Ítalska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt FIFA að það sé hætt við að senda dómarann Massimo de Santis til keppni á HM eftir að ljóst var að hann væri viðriðinn stóra knattspyrnuhneykslið þar í landi. Aðstoðardómararnir sem áttu að fara með de Santis á HM hafa einnig verið settir út úr myndinni. Sport 13.5.2006 18:14 Shevchenko er ekki til sölu Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segir að þangað til félaginu berst formleg beiðni frá frá leikmanninum sjálfum um að fá að vera settur á sölulista, sé Andriy Shevchenko hreinlega ekki til sölu. Sport 13.5.2006 16:31 Staðfestir hugsanlega brottför Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko hefur nú staðfest að þær fréttir sem af honum bárust í morgun séu réttar - hann sé að íhuga að yfirgefa herbúðir AC Milan. Shevchenko segir að hann íhugi að fara af fjölskylduástæðum. Sport 12.5.2006 19:21 Fleiri hneykslismál í uppsiglingu? Fréttir á Ítalíu herma að þar í landi sé að hefjast ítarlega rannsókn í knattspyrnuheiminum eftir að grunur vaknaði um að úrslitum leikja í A-deildinni þar í landi hafi verið hagrætt með mútum. Forráðamenn Lazio, Juventus og Fiorentina liggja undir grun, auk þess sem HM dómarinn Massimo De Santis er sagður liggja undir grun. Sport 12.5.2006 15:23 Inter bikarmeistari annað árið í röð Inter Milan varð í kvöld bikarmeistari á Ítalíu annað árið í röð eftir að liðið lagði Roma 3-1 á heimavelli sínum í síðari leik liðanna og því samanlagt 4-2. Esteban Cambiasso, Julio Cruz og Obafemi Martins skoruðu mörk heimamanna í kvöld, en Shabani Nonda minnkaði muninn fyrir Rómverja. Sport 11.5.2006 21:06 Stjórn Juventus segir af sér Stjórn knattspyrnufélagsins Juventus sagði af sér á einu bretti í dag eftir að sannað þótti að stjórnarmenn félagsins hefðu með skipulögðum hætti haft áhrif á það hvaða dómarar dæmdu leiki liðsins í gegn um tíðina. Sönnunargögn eins og upptökur af símtölum voru lögð fram í málinu og því gátu stjórnarmenn ekki annað en sagt af sér. Sport 11.5.2006 19:00 Titilbaráttan enn opin á Ítalíu Juventus náði ekki að tryggja sér Ítalíumeistaratitilinn í knattspyrnu í dag þrátt fyrir 2-1 sigur á Palermo í næst síðustu umferð deildarinnar þar í landi. Á sama tíma unnu helstu keppinautar þeirra í AC Mila sem er í öðru sæti, 2-3 útisigur á Parma en þrjú stig skilja liðin fyrir lokaumferðina. Sport 7.5.2006 15:30 Juventus getur tryggt sér titilinn í dag Juventus getur tryggt sér ítalska meistaratitilinn í knattspyrnu annað árið í röð í dag, sunnudag, þegar meistararnir taka á móti Palermo á heimavelli sínum, Delle Alpi. Til að svo verði þarf Juve að vinna sigur og AC Milan að mistakast að vinna sigur gegn Parma á útivelli en þrjú stig skilja toppliðin tvö að þegar tveimur umferðum er ólokið. Sport 6.5.2006 17:46 Forskot Juventus einungis þrjú stig Juventus gerði 1-1 jafntefli við Lazio á heimavelli sínum í dag á meðan AC-Milan sigraði Messina 3-1 á útivelli. Forskot Juventus er því komið niður í 3 stig þegar þrjár umferðir eru eftir en Juventus hefur mistekist að sigra í fimm deildarleikjum í röð. Sport 22.4.2006 14:06 Roma mætir Inter í úrslitum Roma tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum ítölsku bikarkeppninnar þegar liðið lagði Palermo 1-0 á heimavelli sínum. Það var gamla kempan Damiano Tommasi sem skoraði sigurmark Rómverja á 30. mínútu. Roma tapaði fyrri leiknum 2-1 en kemst áfram á marki skoruðu á útivelli. Liðið mætir Inter Milan í úrslitum keppninnar. Sport 12.4.2006 21:38 « ‹ 190 191 192 193 194 195 196 197 198 … 200 ›
Engin útsala fyrirhuguð Forráðamenn ítalska stórliðsins AC Milan hafa gefið það út að engar af stórstjörnum félagsins verði settar á sölulista þó ljóst þyki að liðið eigi litla möguleika á að vinna meistaratitilinn á næstu leiktíð eftir að hafa fengið stigarefsinguna á dögunum. Liðið fær ekki heldur að taka þátt í meistaradeildinni, en það þýðir ekki að árar verði lagðar í bát í Mílanó. Fótbolti 18.7.2006 16:57
Við höfum ekki efni á leikmönnum Juventus Arsene Wenger gefur lítið út á þann orðróm að Arsenal sé á höttunum eftir einhverjum af stórstjörnum Juventus sem væntanlega munu yfirgefa ítalska félagið á næstu mánuðum, því hann segir að Arsenal hafi einfaldlega ekki efni á að borga þeim laun. Fótbolti 18.7.2006 14:58
AC Milan þykir líklegast til að hreppa Zambrotta Eins og búast mátti við í kjölfar ófara Juventus á síðustu dögum, hafa stórlið Evrópu nú rennt hýru auga til bestu leikmanna félagsins. Hinn fjölhæfi Gianluca Zambrotta er þar engin undantekning, en Sky-sjónvarpsstöðin heldur því fram að AC Milan sé líklegasta félagið til að landa honum. Fótbolti 18.7.2006 14:29
Juventus dæmt niður og svipt tveimur titlum Ítalska stórliðið Juventus hefur verið dæmt niður í B-deildina þar í landi og verður svipt meistaratitlunum tveimur sem liðið vann í ár og í fyrra. Þá hafa lið Lazio og Fiorentina einnig verið dæmd niður um deild. Fjórða liðið sem lá undir grun í málinu, AC Milan, heldur sæti sínu í A-deildinni en dregin verða 15 stig af liðinu í byrjun tímabils. Fótbolti 14.7.2006 19:01
Úrskurðar að vænta seinna í dag Nú styttist í að dómur falli í stóra spillingarmálinu sem riðið hefur yfir ítalska knattspyrnu á síðustu vikum og seinnipartinn í dag kemur í ljóst hvort stórliðin Juventus, AC Milan, Lazio og Fiorentina verða dæmd niður um deild í refsingarskyni. Fótbolti 14.7.2006 14:33
Roberto Donadoni tekur við af Lippi Ítalska knattspyrnusambandið gekk í dag frá ráðningu Roberto Donadoni í stöðu landsliðsþjálfara Ítala í stað Marcello Lippi sem sagði af sér á dögunum. Donadoni hefur ekki mikla reynslu af þjálfun, en var síðast með lið Livorno á Ítalíu og stýrði liðinu í sjötta sæti í deildinni. Hann er aðeins 43 ára gamall og stýrði áður Lecce og Genoa. Donadoni gerði garðinn frægan með liði AC Milan sem leikmaður og var í landsliðinu sem hlaut bronsið á HM árið 1990. Fótbolti 13.7.2006 18:14
Inter kaupir þrjá leikmenn Stórlið Inter Milan á Ítalíu hefur fest kaup á þremur nýjum leikmönnum. Sá þekktasti er líklega franski miðjumaðurinn Oliver Dacourt sem leikið hefur með Roma undanfarin ár og var fastamaður í franska landsliðinu í mörg ár. Þá hefur liðið fengið til sín Brasilíumennina Maicon Douglas Sisenando frá Mónakó og Maxwell Scherrer Cabelino Andrade frá Empoli, en þeir eru báðir 24 ára gamlir. Fótbolti 12.7.2006 16:48
Cannavaro á leið til Real Madrid? Yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid segir að það sé aðeins dagaspursmál hvenær félagið landi varnarjaxlinum og fyrirliða ítalska landsliðsins, Fabio Cannavaro. Nýráðinn þjálfari Real þekkir Cannavaro vel frá dögum sínum hjá Juventus og eru menn í herbúðum Real bjartsýnir á að landa hinum smáa en knáa 32 ára gamla miðverði fljótlega. Fótbolti 11.7.2006 16:40
Deschamps tekinn við Juventus Frakkinn Didier Deschamps hefur verið ráðinn næsti þjálfari ítalska stórliðsins Juventus. Deschamps varð heimsmeistari með franska landsliðinu árið 1998 og gerði garðinn frægan sem leikmaður Juventus á sínum tíma. Frekari frétta er að vænta af ráðningu Deschamps síðar í dag. Fótbolti 10.7.2006 16:17
Fabio Capello hættur hjá Juventus Fabio Capello hefur sagt af sér sem þjálfari Juventus á Ítalíu, en líklegt þykir að félagið verði á næstunni dæmt til að leika í neðri deildunum þar í landi. Capello hefur verið sterklega orðaður við spænska liðið Real Madrid að undanförnu og er fyrsti kostur nýkjörins forseta félagsins Ramon Calderon. Capello hefur gert Juventus að tvöföldum meisturum á Ítalíu, en heldur nú væntanlega til Spánar á ný þar sem hann gerði einmitt Real að meisturum árið 1997. Fótbolti 4.7.2006 14:04
Illa slasaður eftir hátt fall Gianluca Pessotto, leikmaður Juventus til 11 ára og núverandi yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Tórínó eftir að hafa dottið út um glugga og fallið 15 metra til jarðar. Fótbolti 28.6.2006 13:42
Fjögur stórlið fyrir rétt Í stuttri fréttatilkynningu frá Ítalíu í dag kemur fram að risafélögin Juventus, AC Milan, Fiorentina og Lazio hafi öll verið boðuð til að mæta fyrir rétt vegna þáttar síns í stóra knattspyrnuhneykslinu sem riðið hefur yfir ítalska knattspyrnu á síðustu vikum. Fótbolti 22.6.2006 17:49
Cannavaro þriðji leikreyndasti landsliðsmaðurinn Fabio Cannavaro náði þeim áfanga í leiknum við Gana í gær að verða þriðji leikjahæsti ítalski landsliðsmaðurinn frá upphafi þegar hann spilaði sinn 94. leik á ferlinum og var jafnframt fyrirliði liðsins. Aðeins Paolo Maldini (126) og markvörðurinn Dino Zoff (112) hafa spilað fleiri landsleiki en Cannavaro, sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir þá bláu árið 1997. Sport 13.6.2006 11:54
Adriano hvetur Emerson til að leika með Inter Adriano, framherji Brasilíu og Inter á Ítalíu, hvetur landa sinn Emerson til þess að fara til Inter, fari svo að Juventus verði dæmt niður um deild. Emerson hefur áður sagt að það komi ekki til greina að spila í Ítölsku B deildinni og því ljóst að hann muni yfirgefa félagið fari svo að það verði dæmt niður um deild. Fótbolti 13.6.2006 03:30
Atletico Madrid hefur áhuga að fá Materazzi Samkvæmt Ítalska blaðinu La Gazzetta dello Sport þá hefur Atletico Madrid áhuga að fá Marco Materazzi, leikmann Inter og Ítalska landsliðsins til sín. Villarreal hafði áður sýnt þessum 32 ára gamla leikmanni áhuga. Fótbolti 5.6.2006 15:39
Chelsea við það að landa Shevchenko Englandsmeistarar Chelsea hafa nú fengið formlegt leyfi frá AC Milan til að ræða við úkraínska framherjann Andriy Shevchenko og talið er að hann gæti jafnvel farið í læknisskoðun hjá félaginu í dag. Talið er að kaupverðið verði um 34 milljónir punda. Sport 31.5.2006 13:07
Staðfestir brottför sína frá Milan Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko staðfesti í dag að hann færi frá liði AC Milan á Ítalíu af fjölskylduástæðum sem hann hafði greint frá fyrir nokkru og mun hann því væntanlega fara á fullu í viðræður við Englandsmeistara Chelsea á næstu dögum. Sport 26.5.2006 17:53
Verðum að ræða við konuna hans Shevchenko Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko tilkynnir forráðamönnum AC Milan á morgun hvort hann ætli sér að framlengja samning sinn við félagið eða ganga til liðs við Englandsmeistara Chelsea. Félagi hann Gennaro Gattuso ætlar að gera sitt til að reyna að sannfæra framherjann sterka um að vera áfram í Mílanó. Sport 24.5.2006 20:15
Lögregla réðist inn á skrifstofur Juventus Heimildamaður Reuters-fréttastofunnar greindi frá því í dag að ítalskar lögreglusveitir hefðu í dag ráðist til inngöngu á skrifstofur knattspyrnufélagsins Juventus og lagt þar hendur á gögn sem tengjast meðal annars leikmannakaupum Ítalíumeistaranna. Sport 18.5.2006 16:05
Juventus meistari Juventus tryggði sér í dag Ítalíumeistaratitilinn í knattspyrnu, annað árið í röð, þegar liðið lagði Reggina 2-0 í lokaumferðinni þar í landi. Helstu keppinautar Juve í AC Milan unnu einnig leik sinn, en Tórínó-liðið hafði þriggja stiga forystu fyrir leikinn. David Trezeguet og Alessandro del Piero skoruðu mörk meistaranna í dag. Sport 14.5.2006 15:42
De Santis fer ekki á HM Ítalska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt FIFA að það sé hætt við að senda dómarann Massimo de Santis til keppni á HM eftir að ljóst var að hann væri viðriðinn stóra knattspyrnuhneykslið þar í landi. Aðstoðardómararnir sem áttu að fara með de Santis á HM hafa einnig verið settir út úr myndinni. Sport 13.5.2006 18:14
Shevchenko er ekki til sölu Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segir að þangað til félaginu berst formleg beiðni frá frá leikmanninum sjálfum um að fá að vera settur á sölulista, sé Andriy Shevchenko hreinlega ekki til sölu. Sport 13.5.2006 16:31
Staðfestir hugsanlega brottför Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko hefur nú staðfest að þær fréttir sem af honum bárust í morgun séu réttar - hann sé að íhuga að yfirgefa herbúðir AC Milan. Shevchenko segir að hann íhugi að fara af fjölskylduástæðum. Sport 12.5.2006 19:21
Fleiri hneykslismál í uppsiglingu? Fréttir á Ítalíu herma að þar í landi sé að hefjast ítarlega rannsókn í knattspyrnuheiminum eftir að grunur vaknaði um að úrslitum leikja í A-deildinni þar í landi hafi verið hagrætt með mútum. Forráðamenn Lazio, Juventus og Fiorentina liggja undir grun, auk þess sem HM dómarinn Massimo De Santis er sagður liggja undir grun. Sport 12.5.2006 15:23
Inter bikarmeistari annað árið í röð Inter Milan varð í kvöld bikarmeistari á Ítalíu annað árið í röð eftir að liðið lagði Roma 3-1 á heimavelli sínum í síðari leik liðanna og því samanlagt 4-2. Esteban Cambiasso, Julio Cruz og Obafemi Martins skoruðu mörk heimamanna í kvöld, en Shabani Nonda minnkaði muninn fyrir Rómverja. Sport 11.5.2006 21:06
Stjórn Juventus segir af sér Stjórn knattspyrnufélagsins Juventus sagði af sér á einu bretti í dag eftir að sannað þótti að stjórnarmenn félagsins hefðu með skipulögðum hætti haft áhrif á það hvaða dómarar dæmdu leiki liðsins í gegn um tíðina. Sönnunargögn eins og upptökur af símtölum voru lögð fram í málinu og því gátu stjórnarmenn ekki annað en sagt af sér. Sport 11.5.2006 19:00
Titilbaráttan enn opin á Ítalíu Juventus náði ekki að tryggja sér Ítalíumeistaratitilinn í knattspyrnu í dag þrátt fyrir 2-1 sigur á Palermo í næst síðustu umferð deildarinnar þar í landi. Á sama tíma unnu helstu keppinautar þeirra í AC Mila sem er í öðru sæti, 2-3 útisigur á Parma en þrjú stig skilja liðin fyrir lokaumferðina. Sport 7.5.2006 15:30
Juventus getur tryggt sér titilinn í dag Juventus getur tryggt sér ítalska meistaratitilinn í knattspyrnu annað árið í röð í dag, sunnudag, þegar meistararnir taka á móti Palermo á heimavelli sínum, Delle Alpi. Til að svo verði þarf Juve að vinna sigur og AC Milan að mistakast að vinna sigur gegn Parma á útivelli en þrjú stig skilja toppliðin tvö að þegar tveimur umferðum er ólokið. Sport 6.5.2006 17:46
Forskot Juventus einungis þrjú stig Juventus gerði 1-1 jafntefli við Lazio á heimavelli sínum í dag á meðan AC-Milan sigraði Messina 3-1 á útivelli. Forskot Juventus er því komið niður í 3 stig þegar þrjár umferðir eru eftir en Juventus hefur mistekist að sigra í fimm deildarleikjum í röð. Sport 22.4.2006 14:06
Roma mætir Inter í úrslitum Roma tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum ítölsku bikarkeppninnar þegar liðið lagði Palermo 1-0 á heimavelli sínum. Það var gamla kempan Damiano Tommasi sem skoraði sigurmark Rómverja á 30. mínútu. Roma tapaði fyrri leiknum 2-1 en kemst áfram á marki skoruðu á útivelli. Liðið mætir Inter Milan í úrslitum keppninnar. Sport 12.4.2006 21:38