Öskubuskuævintýrið AlbinoLeffe 20. nóvember 2007 13:30 Úr leik Juventus og AlbinoLeffe á síðustu leiktíð NordicPhotos/GettyImages Smálið AlbinoLeffe situr sem stendur í efsta sæti ítölsku B-deildarinnar í knattspyrnu. Það verður að teljast afrek fyrir lið sem stofnað var af litlum efnum við samruna tveggja neðrideildarliða fyrir aðeins níu árum. "Það er betra að hafa fáa stuðningsmenn en enga," stendur á fána sem hörðustu stuðningsmenn liðsins bera með sér á útivellina og það ekki af ástæðulausu, því stundum gætu áhorfendurnir sem fylgja liðinu í útileiki sennilega komist fyrir í einum bíl. Á toppnum í Serie-B AlbinoLeffe er í efsta sæti B-deildarinnar á Ítalíu með 10 sigra, 2 jafntefli og aðeins 2 töp. Þessi óvænti árangur hefur orðið til þess að menn hafa borið smáliðið saman við önnur öskubuskuævintýri á Ítalíu á síðustu árum - lið eins og Castel di Sangro og nú síðast Chievo Verona. Chievo liðið braust til metorða fyrir nokkrum árum með því að komast upp úr neðri deildum og tryggja sér sæti í Evrópukeppni, en félagið er nú komið aftur í baráttuna í B-deildinni aftur. Það er til merkis um breytta tíma þegar AlbinoLeffe vann einmitt leik liðanna í B-deildinni 1-0 í síðasta mánuði. 3000 áhorfendur Liðið er svo lítið að það fær ekki einu sinni að spila heimaleikina sína á eigin heimavelli - því hann tekur ekki nema um 3000 áhorfendur. Liðið spilar því heimaleiki sína á heimavelli Atalanta, en þar koma venjulega ekki nema í besta falli 3000 manns að fylgjast með leikjum liðsins. "Þeir eiga ekki nema örfáa "utras" og flestir þeirra sem mæta á leiki AlbinoLeffe eru í raun stuðningsmenn Atalanta sem skella sér á leik af því það er svo ódýrt að fá miða," sagði blaðamaður frá Bergamo. AlbinoLeffe stendur fyrir nöfn liðanna tveggja í grennd við Milanó sem sameinuð voru fyrir níu árum. Það voru Albinese Calcio og SC Leffe. Sameiningin var ekki sérlega vinsæl á sínum tíma en náðist loks í gegn. 15000 manns búa í Albino og aðeins um 5000 búa í Leffe sem stendur við rætur Alpana.Stóð í Gömlu KonunniHann er sjaldnast þétt setinn bekkurinn á leikjum AlbinoLeffeMynd/NetiðLiðið vann sér sæti í C-deildinni rétt fyrir aldamótin og hafði svo betur gegn Pisa í leik um laust sæti í B-deildinni með sögulegum hætti árið 2003. Þá tapaði liðið fyrri leiknum á heimavelli en náði að snúa við dæminu og vinna útileikinn með eina 1000 stuðningsmenn á sínu bandi á móti tíu sinnum fleiri stuðningsmönnum heimamanna.Á síðasta tímabili varð liðið svo þess heiðurs aðnjótandi að spila tvívegis við Juventus þegar stórliðið var í B-deildinni og lauk báðum viðureignunum með jafntefli. Það er því ljóst að AlbinoLeffe skartar eins góðum árangri á móti Juventus eins og hvert annað lið á Ítalíu.Pippo og SignoriLiðið er að mestu skipað heimamönnum en það hefur líka alið af sér stórstjörnur á borð við markaskorarana Giuseppe Signori og Filippo Inzaghi, sem á sínum tíma spiluðu með S.C. Leffe á níunda og tíunda áratugnum.Árslaun leikmanna liðsins eru ekki há og til að mynda er markaskorarinn Marco Cellini (sem er markahæstur í B-deildinni í dag) með um 19 milljónir króna í árslaun. Það er ekki mikið hærra en bestu leikmennirnir í A-deildinni eru að fá á viku.Árangurinn engin tilviljunNú á aðeins eftir að koma í ljós hvort árangur þessa smáliðs er aðeins bóla, en leikmennirnir vilja meina að árangur þess sé engin tilviljun."Við höfum sýnt það að það er engin tilviljun að við erum á toppnum í deildinni. Við vitum hvað við erum góðir og finnum það betur með hverjum leiknum. Það er hinsvegar ljóst að ef við verðum á toppnum um jólin, getum við hvergi falið okkur fyrir sviðsljósinu," sagði Ivan Del Prato, fyrirliði liðsins.Byggt á efni frá Reuters Ítalski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Sjá meira
Smálið AlbinoLeffe situr sem stendur í efsta sæti ítölsku B-deildarinnar í knattspyrnu. Það verður að teljast afrek fyrir lið sem stofnað var af litlum efnum við samruna tveggja neðrideildarliða fyrir aðeins níu árum. "Það er betra að hafa fáa stuðningsmenn en enga," stendur á fána sem hörðustu stuðningsmenn liðsins bera með sér á útivellina og það ekki af ástæðulausu, því stundum gætu áhorfendurnir sem fylgja liðinu í útileiki sennilega komist fyrir í einum bíl. Á toppnum í Serie-B AlbinoLeffe er í efsta sæti B-deildarinnar á Ítalíu með 10 sigra, 2 jafntefli og aðeins 2 töp. Þessi óvænti árangur hefur orðið til þess að menn hafa borið smáliðið saman við önnur öskubuskuævintýri á Ítalíu á síðustu árum - lið eins og Castel di Sangro og nú síðast Chievo Verona. Chievo liðið braust til metorða fyrir nokkrum árum með því að komast upp úr neðri deildum og tryggja sér sæti í Evrópukeppni, en félagið er nú komið aftur í baráttuna í B-deildinni aftur. Það er til merkis um breytta tíma þegar AlbinoLeffe vann einmitt leik liðanna í B-deildinni 1-0 í síðasta mánuði. 3000 áhorfendur Liðið er svo lítið að það fær ekki einu sinni að spila heimaleikina sína á eigin heimavelli - því hann tekur ekki nema um 3000 áhorfendur. Liðið spilar því heimaleiki sína á heimavelli Atalanta, en þar koma venjulega ekki nema í besta falli 3000 manns að fylgjast með leikjum liðsins. "Þeir eiga ekki nema örfáa "utras" og flestir þeirra sem mæta á leiki AlbinoLeffe eru í raun stuðningsmenn Atalanta sem skella sér á leik af því það er svo ódýrt að fá miða," sagði blaðamaður frá Bergamo. AlbinoLeffe stendur fyrir nöfn liðanna tveggja í grennd við Milanó sem sameinuð voru fyrir níu árum. Það voru Albinese Calcio og SC Leffe. Sameiningin var ekki sérlega vinsæl á sínum tíma en náðist loks í gegn. 15000 manns búa í Albino og aðeins um 5000 búa í Leffe sem stendur við rætur Alpana.Stóð í Gömlu KonunniHann er sjaldnast þétt setinn bekkurinn á leikjum AlbinoLeffeMynd/NetiðLiðið vann sér sæti í C-deildinni rétt fyrir aldamótin og hafði svo betur gegn Pisa í leik um laust sæti í B-deildinni með sögulegum hætti árið 2003. Þá tapaði liðið fyrri leiknum á heimavelli en náði að snúa við dæminu og vinna útileikinn með eina 1000 stuðningsmenn á sínu bandi á móti tíu sinnum fleiri stuðningsmönnum heimamanna.Á síðasta tímabili varð liðið svo þess heiðurs aðnjótandi að spila tvívegis við Juventus þegar stórliðið var í B-deildinni og lauk báðum viðureignunum með jafntefli. Það er því ljóst að AlbinoLeffe skartar eins góðum árangri á móti Juventus eins og hvert annað lið á Ítalíu.Pippo og SignoriLiðið er að mestu skipað heimamönnum en það hefur líka alið af sér stórstjörnur á borð við markaskorarana Giuseppe Signori og Filippo Inzaghi, sem á sínum tíma spiluðu með S.C. Leffe á níunda og tíunda áratugnum.Árslaun leikmanna liðsins eru ekki há og til að mynda er markaskorarinn Marco Cellini (sem er markahæstur í B-deildinni í dag) með um 19 milljónir króna í árslaun. Það er ekki mikið hærra en bestu leikmennirnir í A-deildinni eru að fá á viku.Árangurinn engin tilviljunNú á aðeins eftir að koma í ljós hvort árangur þessa smáliðs er aðeins bóla, en leikmennirnir vilja meina að árangur þess sé engin tilviljun."Við höfum sýnt það að það er engin tilviljun að við erum á toppnum í deildinni. Við vitum hvað við erum góðir og finnum það betur með hverjum leiknum. Það er hinsvegar ljóst að ef við verðum á toppnum um jólin, getum við hvergi falið okkur fyrir sviðsljósinu," sagði Ivan Del Prato, fyrirliði liðsins.Byggt á efni frá Reuters
Ítalski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Sjá meira