Verðlag

Fréttamynd

Verð­munur getur verið allt að 28 prósent

Verslunin Prís í Kópavogi hefur verið ódýrust í samanburði verðlagseftirlits ASÍ frá opnunardegi verslunarinnar í ágúst í fyrra og verið vel undir verði annarra verslana allan þann tíma. Sem stendur er Prís um 6% ódýrara en Bónus og Krónan að meðaltali og 10% ódýrara en Nettó. Sælgæti frá Nóa Siríus heldur áfram að hækka í verði og áhugavert er að sjá lækkun á vöruverði hjá Krónunni við komu Prís á markaðinn.

Neytendur
Fréttamynd

Til að halda trúverðug­leika gæti bankinn þurft að „knýja fram harða lendingu“

Ef það fer að hægja nokkuð á umsvifum í hagkerfinu á sama tíma og verðbólgan reynist áfram þrálát kann það leiða til þess að peningastefnan muni „knýja fram harða lendingu“ í efnahagslífinu, að sögn seðlabankastjóra, ætli bankinn sér að standa við þá skýru leiðsögn um hvað þurfi að gerast áður en vextir lækki frekar. Hann segir fátt mæla með því að fara að slaka á lánþegaskilyrðum fasteignalána á meðan verðhækkanir á þeim markaði eru enn vandamál við að ná niður verðbólgunni.

Innherji
Fréttamynd

Vextir ó­breyttir og ekki eru að­stæður til að slaka á raunaðhaldinu

Vaxtalækkunarferlið sem hófst undir lok síðasta árs er núna komið í biðstöðu með ákvörðun peningastefnunefndar að halda vöxtum óbreyttum, sem var í samræmi við væntingar, en samkvæmt nýrri spá Seðlabankans er útlit fyrir að verðbólga fari hækkandi næstu mánuði. Nefndin heldur óbreyttri leiðsögn um að ekki sé hægt að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi í kringum fjögur prósent meðan það er enn nokkur verðbólguþrýstingur til staðar.

Innherji
Fréttamynd

Hver eru rökin fyrir því að lækka vexti um 25 punkta, þvert á spár grein­enda?

Greinendur reikna fastlega með því að vöxtum verði haldið óbreyttum þegar peningastefnunefnd kynnir ákvörðun sína á miðvikudaginn enda ekki útlit fyrir að verðbólgan lækki á næstunni. Þótt spennan sé lítil með sjálfa vaxtaákvörðunina verður áhugaverðara að heyra tóninn í yfirlýsingu nefndarinnar og þá hafa hagfræðingar Arion banka jafnframt týnt til helstu rök fyrir því að halda áfram með vaxtalækkunarferlið.

Innherjamolar
Fréttamynd

Þykir svart­sýnin í verð­lagningu skulda­bréfa „keyra úr hófi fram“

Miðað við þá „Ódysseifsku leiðsögn“ sem peningastefnunefndin hefur gefið út er ljóst að næstu skref í vaxtaákvörðunum munu aðallega ráðast af þróun verðbólgunnar, en horfurnar þar gefa ekki tilefni til bjartsýni um frekari vaxtalækkanir á árinu. Aðalhagfræðingur Kviku telur samt ekki þurfa stór frávik í komandi verðbólgumælingum til að setja lækkun vaxta aftur á dagskrá og undrast svartsýni skuldabréfafjárfesta sem verðleggja inn aðeins tvær vaxtalækkanir næstu þrjú árin.

Innherji
Fréttamynd

Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu

Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans geri hlé á vaxtalækkunarferlinu, haldi stýrivöxtum óbreyttum og að þeir muni ekki lækka meira á árinu. Nefndin hefur lækkað vexti á síðustu fimm fundum en í ljósi „þrálátrar verðbólgu og kröftugrar eftirspurnar“ er talið að hún staldri við í bili.

Innlent
Fréttamynd

Ný verð­skrá kinda­kjöts von­brigði fyrir sauðfjár­bændur

Deild sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands lýsir yfir vonbrigðum með þau afurðaverð sem kynnt hafa verið fyrir komandi haust. Formaður stjórnar segir vonbrigði að afurðaverð fylgi ekki verðlagi í landinu og segir verð fyrir dilkakjöt ekki standa undir þeim kostnaði sem falli til við framleiðsluna, jafnvel að teknu tilliti til stuðningskerfa.

Innlent
Fréttamynd

Verð­tryggingar­skekkjan farin að skila bönkunum auknum vaxta­tekjum á nýjan leik

Á liðnu ári setti mikið jákvætt verðtryggingarmisvægi bankanna almennt þrýsting á vaxtamun og hreinar vaxtatekjur þeirra á sama tíma og verðbólgan var á skarpri niðurleið. Núna er staðan önnur, verðbólgan jafnvel farin að hækka, og jákvæð afkomuviðvörun Arion ásamt uppgjöri Landsbankans sýnir að auknar vaxtatekjur skýra einkum mikinn afkomubata.

Innherjamolar
Fréttamynd

Kaffi heldur á­fram að hækka í verði

Dagvöruvísitala verðlagseftirlitsins, sem mælir breytingar á mikilvægustu daglegu innkaupum heimilanna í matvöruverslunum, hækkaði um 0,31 prósent í júní miðað við maí. Þetta er talsvert minni hækkun en mánuðina á undan, þar sem hækkunin hefur verið yfir hálfu prósenti á mánuði. Frá þessu er greint í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ.

Neytendur
Fréttamynd

For­stjóri Haga segir ekki sömu rök og áður fyrir miklum hækkunum frá birgjum

Það eru vonbrigði hvað matarverðbólgan virðist ætla að vera þrautseig, að sögn forstjóra stærsta smásölufyrirtækis landsins, einkum núna þegar ekki eru sömu forsendur og áður fyrir miklum kostnaðarhækkunum og hann ætlist til þess að það „speglist í verðákvörðunum okkar birgja.“ Þá boðar hann tíðindi innan skamms í tengslum við frekari arðbæran vöxt félagsins, hálfu ári eftir að kaupin á færeyska verslunarfélaginu SMS voru kláruð, og að Hagar séu á þeim vettvangi „hvergi nærri hætt.“

Innherji
Fréttamynd

Sam­keppnin tryggir hag neyt­enda

Matvöruverð á Íslandi hefur hækkað um tæp 6% á undanförnum mánuðum þrátt fyrir styrkingu krónunnar sem vanalega dregur úr verðhækkun á innfluttri vöru. Þetta vekur áleitnar spurningar: Er um tímabundna sveiflu að ræða, eða endurspeglar hækkunin dýpri vandamál í kerfinu?

Skoðun
Fréttamynd

Þarf „tölu­vert og viðverandi að­hald“ til að minnka inn­lendan verðbólguþrýsting

Eigi að takast að vinna bug á þrálátum innlendum verðbólguþrýstingi þá er líklegt að það muni þurfa „töluvert og viðverandi aðhald“ í kringum fjögurra prósenta raunvaxtastig, að mati tveggja ytri nefndarmanna í peningastefnunefnd Seðlabankans. Ekki verður svigrúm til að ráðast í frekari lækkun stýrivaxta á næstunni ef nýjasta verðbólguspá Seðlabankans gengur eftir, en hún gerir ráð fyrir að verðbólgan sveiflist nálægt núverandi gildi fram í byrjun næsta árs.

Innherji
Fréttamynd

Verðbólgu­væntingar fyrir­tækja og heimila nánast ó­breyttar milli fjórðunga

Ný könnun á verðbólguvæntingum fyrirtækja og heimila, bæði til skemmri og lengri tíma, sýnir að þær héldust meira og minna óbreyttar á alla mælikvarða og eru því enn vel yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Mælingin veldur peningastefnunefnd, sem kemur næst saman seint í ágústmánuði, væntanlega nokkrum áhyggjum en eftir að verðbólguvæntingar höfðu áður farið smám saman lækkandi eru núna vísbendingar um að tekið sé að hægja á þeirri þróun.

Innherji
Fréttamynd

Verðlagssæti Ís­lands enn eitt árið komi ekki á ó­vart

Verð á almennum neysluvörum var það næsthæsta á Íslandi í Evrópu á síðasta ári samkvæmt nýrri úttekt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Formaður Neytendasamtakanna segir að honum þyki þetta miður þó tölurnar komi engum á óvart sem fylgst hafi með verðlagi á Íslandi undanfarin ár. Ýmislegt sé til ráða.

Neytendur
Fréttamynd

Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum

Verðlag á dagvöru hækkaði 0,58 prósent í maí samkvæmt dagvöruvísitölu ASÍ og nemur árshækkun um 4,5 prósentum. Um er að ræða fjórða mánuðinn í röð þar sem vísitalan hækkar um meira en hálft prósent milli mánaða en sá hækkunartaktur jafngildir um 6 prósent árshækkun á matvörum.

Neytendur
Fréttamynd

Verð­bólga lækkar um 0,4 stig

Verðbólguaukning í síðasta mánuði gekk til baka í maí samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Verðbólga mælist nú 3,8 prósent og hefur ekki verið lægri í fjögur og hálft ár.

Viðskipti innlent