Spænski boltinn Mallorca - Real Madrid í beinni í kvöld Leikur Real Mallorca og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 17:50. Madrid er enn í baráttu um Meistaradeildarsæti í úrvalsdeildinni, en Mallorca hefur aftur gengið afleitlega og því hlýtur pressan að vera mikil á gestina að klára leikinn. Sport 26.2.2006 09:53 Kynþáttafordómar skyggðu á sigur Barca Barcelona bar sigurorð af Real Zaragoza 2-0 í kvöldleiknum í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi, en fáránleg framkoma stuðningsmanna Zaragoza í garð framherjans Samuel Eto´o hjá Barcelona var til háborinnar skammar. Dómari leiksins og samherjar hans náðu naumlega að hindra að Eto´o gengi af leikvelli vegna kynþáttafordóma. Sport 26.2.2006 07:45 Zaragoza - Barcelona í beinni á Sýn Leikur Real Zaragoza og Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 20:50 í kvöld. Zaragoza mun eflaust reyna að endurtaka leikinn frá því liðin mættust í spænska bikarnum fyrir mánuði, þegar Zaragoza sigraði 4-2 í hörkuleik en það var stærsta tap Barca á leiktíðinni. Sport 25.2.2006 19:36 Ósáttur við stuðningsmennina Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá Real Madrid hefur látið í veðri vaka að hann fari frá félaginu í sumar því honum finnist stuðningsmenn liðsins aldrei hafa tekið sér opnum örmum. Sport 20.2.2006 16:39 Barcelona burstaði Betis Spánarmeistarar Barcelona unnu stórsigur á Real Betis í kvöld og tryggðu stöðu sína á toppi La Liga deildarinnar. Real Madrid vann einnig öruggan sigur, þeir lögðu Alaves 3-0 á heimavelli. Sport 18.2.2006 23:27 Hlær að sögusögnum Framherjinn Samuel Eto´o hjá Barcelona gat aðeins hlegið þegar hann var spurður út í orðróm þess efnis að hann væri á leið til Englandsmeistara Chelsea í sumar. Sport 15.2.2006 15:16 Fjögur mörk nægðu Real ekki Real Madrid er úr leik í spænska bikarnum þrátt fyrir 4-0 sigur á Zaragoza í undanúrslitum keppninnar í kvöld, en Zaragoza vann fyrri leik liðanna 6-1 á dögunum og er því komið áfram í keppninni. Brasilíumennirnir Ronaldo, Robinho, Cicinho og Carlos skoruðu mörk Real. Sport 14.2.2006 22:16 Tekst Real hið ómögulega? Nú er kominn hálfleikur í síðari viðureign Real Madrid og Zaragoza í undanúrslitum spænska bikarnum og hafa heimamenn 3-0 forystu. Zaragoza vann fyrri leik liðanna 6-1 og því var talið nær öruggt að Real væri úr leik. Þeir Cicinho, Robinho og Ronaldo skoruðu mörk Real á fyrstu tíu mínútum leiksins og þurfa því tvö mörk í viðbót til að tryggja sér sæti í úrslitunum. Sport 14.2.2006 20:50 Cuper hættur með Mallorca Þjálfarinn Hector Cuper hefur sagt starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri spænska liðsins Real Mallorca, en liðinu hefur gengið afleitlega í vetur og er í neðsta sæti deildarinnar. Sport 14.2.2006 17:18 Stórleikur á Sýn í kvöld Viðureign Valencia og Barcelona verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19:50. Þetta er sannkallaður toppslagur því Barcelona er í efsta sæti deildarinnar með 52 stig, en Valencia í því þriðja með 43. Sigur hjá Barcelona í kvöld mundi þýða að liðið væri komið í afar vænlega stöðu í titilvörninni. Sport 12.2.2006 16:33 Bilbao - Real Madrid í beinni í kvöld Leikur Atletico Bilbao og Real Madrid í spænska boltanum verður í beinni útsendingu á Sýn klukkan 20:50 í kvöld. Real tapaði síðasta leik sínum mjög illa þegar liðið steinlá í bikarnum 6-1 fyrir Zaragoza og því er ljóst að stuðningsmenn liðsins heimta sigur og ekkert annað í kvöld. Sport 11.2.2006 19:35 Við játum okkur ekki sigraða Juan Ramon Lopez Caro, stjóri Real Madrid, segir sína menn ekki ætla að játa sig sigraða í spænska bikarnum þrátt fyrir að vera kjöldregnir í fyrri leik sínum gegn Real Zaragoza í gærkvöldi 6-1. Sport 9.2.2006 15:13 Real Madrid niðurlægt Stjörnulið Real Madrid var tekið í sannkallaða kennslustund í kvöld þegar liðið sótti Real Zaragoza heim í fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænska bikarsins. Zaragoza sigraði 6-1 og eru möguleikar Madrid ansi litlir fyrir síðari leikinn, en hætt er við því að stuðningsmenn liðsins eigi eftir að láta vel í sér heyra eftir þennan skell. Sport 8.2.2006 22:13 Loksins tapaði Barcelona Barcelona tapaði í kvöld á heimavelli sínum fyrir Atlético Madrid, 1-3 í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta er fyrsta tap liðsins eftir að hafa unnið 18 leiki í röð í öllum keppnum. Fernando Torres skoraði tvisvar fyrir gestina en Henrik Larsson gerði eina mark heimamanna sem eru efstir með 52 stig, 9 stiga forskot á Valencia. Sport 5.2.2006 20:41 Zidane í fantaformi - skoraði tvennu Real Madríd vann í gærkvöldi sjöunda leikinn í röð í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið burstaði Espanyol 4-0. Zinedine Zidane var besti maður vallarins og skoraði tvö marka sinna manna. Klukkan 18 í dag verður leikur Barcelona og Atletico Madríd sýndur beint á Sýn. Sport 5.2.2006 12:52 Ensku liðin vilja fá Beckham Florentino Perez, forseti Real Madrid, segir að ensk lið bíði í röðum með að fá enska landsliðsmanninn David Beckham úr röðum spænska liðsins, en segir ekki á döfinni að selja leikmanninn. Sport 3.2.2006 17:04 Auðveldur sigur Barcelona Barcelona heldur áfram sigurgöngu sinni í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og í dag vann liðið öruggan útisigur á Mallorca 3-0. Argentínumaðurinn Lionel Messi skoraði tvö mörk fyrir Barcelona og Ludovic Giuly skoraði eitt, en Börsungar léku manni fleiri síðasta stundarfjórðinginn eftir að Tuzzio var vikið af velli í liði Mallorca. Sport 29.1.2006 20:32 Fótboltinn þarf menn eins og Riquelme Jose Pekerman, landsliðsþjálfari Argentínu, segir að fótboltinn þurfi nauðsynlega á mönnum eins og Juan Roman Riquelme að halda, en hinn snjalli leikstjórnandi Villareal á Spáni hefur ekki alltaf farið troðnar slóðir á leið sinni á toppinn. Sport 25.1.2006 16:27 Barcelona vinnur 18. leikinn í röð Barcelona jók forystu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í 10 stig í kvöld með 2-0 sigri á Alaves. Osasuna tapaði í kvöld fyrir Villareal, 2-1 og hrasaði þar með niður í 3. sæti. Valencia vann Real Betis á útivelli, 0-2 og náði þar með að komast upp fyrir Osasuna í 2. sætið. Sport 22.1.2006 21:16 Beckham og Carlos með glæsimörk fyrir Real Madrid Real Madrid komst í gærkvöldi í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 3-1 sigri á Cadiz. Mörk úr tveimur heimsklassaaukaspyrnum frá Robert Carlos og David Beckham tryggðu sigurinn. Atlético Madrid komst í 11. sæti deildarinnar í gærkvöldi þar sem liðið er með 23 stig með góðum 0-2 útisigri Real Zaragoza. 8 leikir eru á dagkrá La Liga á Spáni í dag; Sport 22.1.2006 15:13 Fullkomin byrjun fyrir Cassano Ítalski framherjinn Antonio Cassano átti sannkallaða draumabyrjun með liði sínu Real Madrid í gærkvöldi þegar hann skoraði sigurmark liðsins á útivelli í 1-0 sigri á Real Betis í spænska bikarnum. Sport 19.1.2006 16:42 Gabri líklega til Middlesbrough Allt útlit er fyrir að Middlesbrough sé að vinna kapphlaupið um spænska miðjumanninn Gabri, sem hefur hug á því að komast burt frá Barcelona. Sport 19.1.2006 09:36 Við getum betur Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona segir að liðið geti gert enn betur en það hefur sýnt á fyrri helmingi keppnistímabilsins á Spáni og fagnar því að liðið þurfi ekki að treysta á neitt annað en sjálft sig til að vinna spænsku deildina. Sport 17.1.2006 14:39 Real er að rétta úr kútnum Franski miðjumaðurinn Zinedine Zidane segir að Real Madrid sé nú óðum að sýna sitt rétta andlit eftir góðan 4-2 sigur liðsins á Sevilla í gær, þar sem hann skoraði sjálfur þrennu. Sport 16.1.2006 19:11 Beckham er sannur atvinnumaður Juan Ramon Lopez Caro, stjóri Real Madrid, segir að David Beckham hafi tekið fréttunum af Sven-Göran Eriksson í bresku pressunni um helgina með stakri ró, en í blaðamenn News of the World lokkuðu Svíann í gildru þar sem hann talaði af sér, meðal annars um Beckham. Sport 16.1.2006 18:35 Zidane með þrennu fyrir Real Madrid Real Madrid lyfti sér upp í 4. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld þegar liðið sigraði Sevilla 4-2. Zinedine Zidane var sjóðheitur og skoraði þrennu fyrir Madridarliðið sem var mun betri aðilinn í leiknum. Sport 15.1.2006 22:26 17. sigur Barcelona í röð Óvænt úrslit urðu í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar botnlið Alaves vann 2-0 útisigur á Deportivo Coruna. Þetta var fyrsti leikur Alaves undir stjórn nýja knattspyrnustjórans Juan Carlos Oliva. Barcelona vann 17. leik sinn í röð í öllum keppnum talið þegar Katalóníurisinn vann 2-1 sigur á Athletic Bilbao á Nou Camp í kvöld. Sport 15.1.2006 19:56 Real Madrid mætir Betis Í dag var dregið í fjórðungsúrslit spænska bikarsins í knattspyrnu, en leikirnir verða spilaðir 18. og 25. janúar. Real Betis mætir Real Madrid, Cadiz mætir Espanyol, Deportivo mætir Valencia og Barcelona mætir annað hvort Zaragoza eða Atletico Madrid, Sport 13.1.2006 14:01 Real Madrid burstaði Atletico Bilbao Einn leikur fór fram í spænska bikarnum í kvöld. Real Madrid bar sigurorð af Atletico Bilbao 4-0. Brasilíska undrabarnið Robinho skoraði tvö mörk fyrir Real í leiknum og þeir Ramos og Soldado sitt markið hvor. Þá endaði báðum leikjum kvöldsins í ítalska bikarnum með markalausu jafntefli, en það voru viðureignir Cittadella og Lazio annarsvegar og leikur Inter og Parma hinsvegar. Sport 12.1.2006 22:06 Vill losna frá Real Madrid Danski miðjumaðurinn Thomas Gravesen hefur gefið það út í samtali við breska fjölmiðla að hann vilji losna frá spænska félaginu, því hann fái allt of lítið að spila. Gravesen hefur því verið mikið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni, ekki síst sitt gamla félag Everton, sem virðist hafa saknað hans mikið síðan hann flutti í sólina á Spáni. Sport 10.1.2006 07:50 « ‹ 254 255 256 257 258 259 260 261 262 … 266 ›
Mallorca - Real Madrid í beinni í kvöld Leikur Real Mallorca og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 17:50. Madrid er enn í baráttu um Meistaradeildarsæti í úrvalsdeildinni, en Mallorca hefur aftur gengið afleitlega og því hlýtur pressan að vera mikil á gestina að klára leikinn. Sport 26.2.2006 09:53
Kynþáttafordómar skyggðu á sigur Barca Barcelona bar sigurorð af Real Zaragoza 2-0 í kvöldleiknum í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi, en fáránleg framkoma stuðningsmanna Zaragoza í garð framherjans Samuel Eto´o hjá Barcelona var til háborinnar skammar. Dómari leiksins og samherjar hans náðu naumlega að hindra að Eto´o gengi af leikvelli vegna kynþáttafordóma. Sport 26.2.2006 07:45
Zaragoza - Barcelona í beinni á Sýn Leikur Real Zaragoza og Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 20:50 í kvöld. Zaragoza mun eflaust reyna að endurtaka leikinn frá því liðin mættust í spænska bikarnum fyrir mánuði, þegar Zaragoza sigraði 4-2 í hörkuleik en það var stærsta tap Barca á leiktíðinni. Sport 25.2.2006 19:36
Ósáttur við stuðningsmennina Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá Real Madrid hefur látið í veðri vaka að hann fari frá félaginu í sumar því honum finnist stuðningsmenn liðsins aldrei hafa tekið sér opnum örmum. Sport 20.2.2006 16:39
Barcelona burstaði Betis Spánarmeistarar Barcelona unnu stórsigur á Real Betis í kvöld og tryggðu stöðu sína á toppi La Liga deildarinnar. Real Madrid vann einnig öruggan sigur, þeir lögðu Alaves 3-0 á heimavelli. Sport 18.2.2006 23:27
Hlær að sögusögnum Framherjinn Samuel Eto´o hjá Barcelona gat aðeins hlegið þegar hann var spurður út í orðróm þess efnis að hann væri á leið til Englandsmeistara Chelsea í sumar. Sport 15.2.2006 15:16
Fjögur mörk nægðu Real ekki Real Madrid er úr leik í spænska bikarnum þrátt fyrir 4-0 sigur á Zaragoza í undanúrslitum keppninnar í kvöld, en Zaragoza vann fyrri leik liðanna 6-1 á dögunum og er því komið áfram í keppninni. Brasilíumennirnir Ronaldo, Robinho, Cicinho og Carlos skoruðu mörk Real. Sport 14.2.2006 22:16
Tekst Real hið ómögulega? Nú er kominn hálfleikur í síðari viðureign Real Madrid og Zaragoza í undanúrslitum spænska bikarnum og hafa heimamenn 3-0 forystu. Zaragoza vann fyrri leik liðanna 6-1 og því var talið nær öruggt að Real væri úr leik. Þeir Cicinho, Robinho og Ronaldo skoruðu mörk Real á fyrstu tíu mínútum leiksins og þurfa því tvö mörk í viðbót til að tryggja sér sæti í úrslitunum. Sport 14.2.2006 20:50
Cuper hættur með Mallorca Þjálfarinn Hector Cuper hefur sagt starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri spænska liðsins Real Mallorca, en liðinu hefur gengið afleitlega í vetur og er í neðsta sæti deildarinnar. Sport 14.2.2006 17:18
Stórleikur á Sýn í kvöld Viðureign Valencia og Barcelona verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19:50. Þetta er sannkallaður toppslagur því Barcelona er í efsta sæti deildarinnar með 52 stig, en Valencia í því þriðja með 43. Sigur hjá Barcelona í kvöld mundi þýða að liðið væri komið í afar vænlega stöðu í titilvörninni. Sport 12.2.2006 16:33
Bilbao - Real Madrid í beinni í kvöld Leikur Atletico Bilbao og Real Madrid í spænska boltanum verður í beinni útsendingu á Sýn klukkan 20:50 í kvöld. Real tapaði síðasta leik sínum mjög illa þegar liðið steinlá í bikarnum 6-1 fyrir Zaragoza og því er ljóst að stuðningsmenn liðsins heimta sigur og ekkert annað í kvöld. Sport 11.2.2006 19:35
Við játum okkur ekki sigraða Juan Ramon Lopez Caro, stjóri Real Madrid, segir sína menn ekki ætla að játa sig sigraða í spænska bikarnum þrátt fyrir að vera kjöldregnir í fyrri leik sínum gegn Real Zaragoza í gærkvöldi 6-1. Sport 9.2.2006 15:13
Real Madrid niðurlægt Stjörnulið Real Madrid var tekið í sannkallaða kennslustund í kvöld þegar liðið sótti Real Zaragoza heim í fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænska bikarsins. Zaragoza sigraði 6-1 og eru möguleikar Madrid ansi litlir fyrir síðari leikinn, en hætt er við því að stuðningsmenn liðsins eigi eftir að láta vel í sér heyra eftir þennan skell. Sport 8.2.2006 22:13
Loksins tapaði Barcelona Barcelona tapaði í kvöld á heimavelli sínum fyrir Atlético Madrid, 1-3 í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta er fyrsta tap liðsins eftir að hafa unnið 18 leiki í röð í öllum keppnum. Fernando Torres skoraði tvisvar fyrir gestina en Henrik Larsson gerði eina mark heimamanna sem eru efstir með 52 stig, 9 stiga forskot á Valencia. Sport 5.2.2006 20:41
Zidane í fantaformi - skoraði tvennu Real Madríd vann í gærkvöldi sjöunda leikinn í röð í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið burstaði Espanyol 4-0. Zinedine Zidane var besti maður vallarins og skoraði tvö marka sinna manna. Klukkan 18 í dag verður leikur Barcelona og Atletico Madríd sýndur beint á Sýn. Sport 5.2.2006 12:52
Ensku liðin vilja fá Beckham Florentino Perez, forseti Real Madrid, segir að ensk lið bíði í röðum með að fá enska landsliðsmanninn David Beckham úr röðum spænska liðsins, en segir ekki á döfinni að selja leikmanninn. Sport 3.2.2006 17:04
Auðveldur sigur Barcelona Barcelona heldur áfram sigurgöngu sinni í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og í dag vann liðið öruggan útisigur á Mallorca 3-0. Argentínumaðurinn Lionel Messi skoraði tvö mörk fyrir Barcelona og Ludovic Giuly skoraði eitt, en Börsungar léku manni fleiri síðasta stundarfjórðinginn eftir að Tuzzio var vikið af velli í liði Mallorca. Sport 29.1.2006 20:32
Fótboltinn þarf menn eins og Riquelme Jose Pekerman, landsliðsþjálfari Argentínu, segir að fótboltinn þurfi nauðsynlega á mönnum eins og Juan Roman Riquelme að halda, en hinn snjalli leikstjórnandi Villareal á Spáni hefur ekki alltaf farið troðnar slóðir á leið sinni á toppinn. Sport 25.1.2006 16:27
Barcelona vinnur 18. leikinn í röð Barcelona jók forystu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í 10 stig í kvöld með 2-0 sigri á Alaves. Osasuna tapaði í kvöld fyrir Villareal, 2-1 og hrasaði þar með niður í 3. sæti. Valencia vann Real Betis á útivelli, 0-2 og náði þar með að komast upp fyrir Osasuna í 2. sætið. Sport 22.1.2006 21:16
Beckham og Carlos með glæsimörk fyrir Real Madrid Real Madrid komst í gærkvöldi í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 3-1 sigri á Cadiz. Mörk úr tveimur heimsklassaaukaspyrnum frá Robert Carlos og David Beckham tryggðu sigurinn. Atlético Madrid komst í 11. sæti deildarinnar í gærkvöldi þar sem liðið er með 23 stig með góðum 0-2 útisigri Real Zaragoza. 8 leikir eru á dagkrá La Liga á Spáni í dag; Sport 22.1.2006 15:13
Fullkomin byrjun fyrir Cassano Ítalski framherjinn Antonio Cassano átti sannkallaða draumabyrjun með liði sínu Real Madrid í gærkvöldi þegar hann skoraði sigurmark liðsins á útivelli í 1-0 sigri á Real Betis í spænska bikarnum. Sport 19.1.2006 16:42
Gabri líklega til Middlesbrough Allt útlit er fyrir að Middlesbrough sé að vinna kapphlaupið um spænska miðjumanninn Gabri, sem hefur hug á því að komast burt frá Barcelona. Sport 19.1.2006 09:36
Við getum betur Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona segir að liðið geti gert enn betur en það hefur sýnt á fyrri helmingi keppnistímabilsins á Spáni og fagnar því að liðið þurfi ekki að treysta á neitt annað en sjálft sig til að vinna spænsku deildina. Sport 17.1.2006 14:39
Real er að rétta úr kútnum Franski miðjumaðurinn Zinedine Zidane segir að Real Madrid sé nú óðum að sýna sitt rétta andlit eftir góðan 4-2 sigur liðsins á Sevilla í gær, þar sem hann skoraði sjálfur þrennu. Sport 16.1.2006 19:11
Beckham er sannur atvinnumaður Juan Ramon Lopez Caro, stjóri Real Madrid, segir að David Beckham hafi tekið fréttunum af Sven-Göran Eriksson í bresku pressunni um helgina með stakri ró, en í blaðamenn News of the World lokkuðu Svíann í gildru þar sem hann talaði af sér, meðal annars um Beckham. Sport 16.1.2006 18:35
Zidane með þrennu fyrir Real Madrid Real Madrid lyfti sér upp í 4. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld þegar liðið sigraði Sevilla 4-2. Zinedine Zidane var sjóðheitur og skoraði þrennu fyrir Madridarliðið sem var mun betri aðilinn í leiknum. Sport 15.1.2006 22:26
17. sigur Barcelona í röð Óvænt úrslit urðu í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar botnlið Alaves vann 2-0 útisigur á Deportivo Coruna. Þetta var fyrsti leikur Alaves undir stjórn nýja knattspyrnustjórans Juan Carlos Oliva. Barcelona vann 17. leik sinn í röð í öllum keppnum talið þegar Katalóníurisinn vann 2-1 sigur á Athletic Bilbao á Nou Camp í kvöld. Sport 15.1.2006 19:56
Real Madrid mætir Betis Í dag var dregið í fjórðungsúrslit spænska bikarsins í knattspyrnu, en leikirnir verða spilaðir 18. og 25. janúar. Real Betis mætir Real Madrid, Cadiz mætir Espanyol, Deportivo mætir Valencia og Barcelona mætir annað hvort Zaragoza eða Atletico Madrid, Sport 13.1.2006 14:01
Real Madrid burstaði Atletico Bilbao Einn leikur fór fram í spænska bikarnum í kvöld. Real Madrid bar sigurorð af Atletico Bilbao 4-0. Brasilíska undrabarnið Robinho skoraði tvö mörk fyrir Real í leiknum og þeir Ramos og Soldado sitt markið hvor. Þá endaði báðum leikjum kvöldsins í ítalska bikarnum með markalausu jafntefli, en það voru viðureignir Cittadella og Lazio annarsvegar og leikur Inter og Parma hinsvegar. Sport 12.1.2006 22:06
Vill losna frá Real Madrid Danski miðjumaðurinn Thomas Gravesen hefur gefið það út í samtali við breska fjölmiðla að hann vilji losna frá spænska félaginu, því hann fái allt of lítið að spila. Gravesen hefur því verið mikið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni, ekki síst sitt gamla félag Everton, sem virðist hafa saknað hans mikið síðan hann flutti í sólina á Spáni. Sport 10.1.2006 07:50