Spænski boltinn

Fréttamynd

Lionel Messi sá yngsti til að skora hundrað mörk fyrir Barcelona

Argentínumaðurinn Lionel Messi varð í gær yngsti leikmaður Barcelona frá upphafi til þess að ná því að skora hundrað mörk fyrir félagið. Messi skoraði tvö mörk í 4-0 sigri á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í gær og fyrra markið hans í leiknum var númer hundraðasta í aðeins 188 leikjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona komið með fimm stiga forskot á Spáni

Barcelona tryggði sér fimm stiga forskot á Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 4-0 sigur á Sevilla á Camp Nou í kvöld. Lionel Messi varð í leiknum sextándi leikmaður Barcelona sem nær því að skora hundrað mörk fyrir félagið en hann skoraði tvo síðustu mörk Barca.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid á eftir 18 ára strák hjá Racing Santander

Sergio Canales, hefur slegið í gegn með Racing Santander í spænsku úrvalsdeildinni í vetur og nú vill stórliðið Real Madrid endilega kaupa þennan átján ára strák sem skoraði meðal annars tvö mörk á móti Sevilla um síðustu helgi.

Fótbolti
Fréttamynd

Sevilla vann Barcelona í spænska bikarnum

Sevilla vann 2-1 sigur á Barcelona í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar í kvöld. Leikurinn fór fram á Camp Nou í Barcelona en seinni leikurinn fer fram á heimavelli Sevilla í næstu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Máttlausir Madridingar

Leikmenn Real Madrid voru búnir með tívolibomburnar gegn Osasuna í kvöld og urðu að sætta sig við markalaust jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Agüero: Hugsa bara um Atletico

Sergio Agüero segir að ekki skuli taka of mikið mark á því sem fram kemur í fjölmiðlum og að hann hugsi ekki um annað en að spila með Atletico Madrid þessa dagana.

Enski boltinn
Fréttamynd

Bestu kaupin í spænska boltanum

Hinn geðugi Cyrus C. Malek hjá goal.com fylgist vel með í spænska boltanum og hann hefur tekið saman lista yfir bestu kaupin í spænska boltanum.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiði boðið til Barcelona

Eiði Smára Guðjohnsen er boðið að vera viðstaddur sérstakan fagnað fyrir leik Barcelona og Villarreal um helgina en þá verður haldið upp á það að Börsungar unnu sex titla á árinu 2009.

Fótbolti
Fréttamynd

Iniesta vill vinna sexuna aftur

Andres Iniesta, miðjumaður Barcelona, segir að leikmenn liðsins verði að njóta þess að hafa unnið sexuna ótrúlegu í ár en eftir að það komi ekkert annað til greina en að endurtaka leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

United mun líklega lána Macheda til Spánar

Það eru líkur á því að Manchester United láni Federico Macheda til Spánar þegar félagsskiptaglugginn opnar í næsta mánuði. Macheda átti stóran þátt í því að Manchester United vann enska meistaratitilinn í fyrra en hefur hinsvegar fengið fá tækifæri með liðinu á þessu tímabili.

Enski boltinn