Spænski boltinn

Fréttamynd

Canales að ganga í raðir Real Madrid

Samkvæmt Marca er Real Madrid nálægt því að ná samkomulagi við Racing Santander um kaup á hinum átján ára gamla miðjumanni Sergio Canales sem þykir einn efnilegasti leikmaður Spánar um þessar mundir.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid heldur pressunni á Barcelona

Real Madrid vann öruggan 3-0 sigur gegn Espanyol á Santiago Bernabeu-leikvanginum í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Sergio Ramos kom heimamönnum yfir með skallamarki strax á fimmtu mínútu og Kaka bætti við öðru marki eftir hálftíma leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho orðaður við Real Madrid

Portúgalinn Jose Mourinho gæti staðið frammi fyrir erfiðum ákvörðunum næsta sumar. Heimildir herma nefnilega að Real Madrid vilji fá hann sem þjálfara næsta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo vonast eftir afmælisgjöf frá spænsku aganefndinni

Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid og portúgalska landsliðsins, á 25 ára afmæli í dag og hann á sér óska afmælisgjöf frá aganefnd spænska knattspyrnusambandsins. Ronaldo vonast eftir því að fá leikbann sitt helmingað þannig að hann geti spilað með Real á móti Espanyol á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Raul sáttur við lífið á bekknum

Real Madrid-goðsögnin Raul er í nýju hlutverki hjá spænska félaginu í vetur. Eftir að hafa verið aðalsóknarmaður liðsins síðustu 15 ár er hann kominn á bekkinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Cristiano Ronaldo fékk að heyra það í spænsku blöðunum

Cristiano Ronaldo varð harðlega gagnrýndur í spænskum fjölmiðlum í morgun eftir framkomu sína í 2-0 sigri Real Madrid á Malaga í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Ronaldo skoraði bæði mörk Real í lok fyrri hálfleiks en var síðan rekinn útaf fyrir olnbogaskot í seinni hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Cristiano Ronaldo: Átti ekki að fá rautt fyrir að nefbrjóta hann

Cristiano Ronaldo baðst afsökunar á því að nefbrjóta Patrick Mtiliga, varnarmann Malaga, í spænsku úrvalsdeildinni í gær en þó ekki fyrr en eftir leikinn. Ronaldo skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Real Madrid en var síðan rekinn útaf fyrir að því virtist greinilegt olnbogaskot tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikmenn Barcelona vildu ekki fá Robinho

Brasilíski sóknarmaðurinn, Robinho, hefur átt í erfiðleikum með að aðlagast hjá Manchester City og hefur engan veginn staðist þær væntingar sem til hans eru gerðar hjá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Thierry Henry gefur tíu milljónir til hjálpar Haíti

Thierry Henry, framherji Barcelona og franska landsliðsins, var mjög rausnarlegur þegar hann gaf 56 þúsund evrur, eða tíu milljónir íslenskra króna, til hjálparstarfs á Haíti í kjölfar jarðskjálftans hræðilega á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Guardiola búinn að framlengja

Framhaldssögunni um framtíð Pep Guardiola, þjálfara Barcelona, er lokið því hann er búinn að skrifa undir nýjan samning við Evrópumeistarana.

Fótbolti
Fréttamynd

Lionel Messi sá yngsti til að skora hundrað mörk fyrir Barcelona

Argentínumaðurinn Lionel Messi varð í gær yngsti leikmaður Barcelona frá upphafi til þess að ná því að skora hundrað mörk fyrir félagið. Messi skoraði tvö mörk í 4-0 sigri á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í gær og fyrra markið hans í leiknum var númer hundraðasta í aðeins 188 leikjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona komið með fimm stiga forskot á Spáni

Barcelona tryggði sér fimm stiga forskot á Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 4-0 sigur á Sevilla á Camp Nou í kvöld. Lionel Messi varð í leiknum sextándi leikmaður Barcelona sem nær því að skora hundrað mörk fyrir félagið en hann skoraði tvo síðustu mörk Barca.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid á eftir 18 ára strák hjá Racing Santander

Sergio Canales, hefur slegið í gegn með Racing Santander í spænsku úrvalsdeildinni í vetur og nú vill stórliðið Real Madrid endilega kaupa þennan átján ára strák sem skoraði meðal annars tvö mörk á móti Sevilla um síðustu helgi.

Fótbolti