Real Madrid hefur áhuga á því að fá til sín þýska framherjann Miroslav Klose hjá Bayern Munchen en félagið leitar nú að framherja í staðinn fyrir Argentínumanninn Gonzalo Higuain sem verður frá út þetta tímabil vegna meiðsla.
Miroslav Klose er orðinn 32 ára gamall en hann hefur skorað 58 mörk í 105 landsleikjum fyrir Þjóðverja þar af fjórtán markanna í úrslitakeppni HM. Klose hefur skorað meira en 120 mörk í þýsku úrvalsdeildinni með Kaiserslautern, Werder Bremen og Bayern.
Spænska blaðið AS segir að Klose sé á óskalista Jose Mourinho og umboðsmaður leikmannsins staðfesti það við Bild að hann hafi fengið fyrirspurn frá Real Madrid en málið sé enn á frumstigi.
Klose ætlar sér að verða með þýska landsliðinu á EM 2012 en það gæti spillt fyrir honum í landsliðinu þurfi hann að sitja mikið á bekknum hjá Real Madrid. Klose hefur skorað 6 mörk í fyrstu 4 leikjum Þjóðverja í undankeppninni.
Klose hefur reyndar verið mikið meiddur á þessu tímabili en hefur skorað 5 mörk í 12 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Klose á þó enn eftir að skora í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu þrátt fyrir að vera búinn að spila í 453 mínútur.
Umboðsmaður Klose segir að Real Madrid hafi áhuga
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti

Svona var blaðamannafundur Snorra
Handbolti


Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn


