Tækni

Fréttamynd

Brosandi bílar

Uppfinningamenn hjá bílaframleiðandanum Toyota hafa fengið einkaleyfi í Bandaríkjunum fyrir hugmynd að bíl sem sýnir tilfinningar.

Erlent
Fréttamynd

Dregið í opnunarleik Vísis

Búið er að draga úr skráningum sem bárust í opnunarleik Vísis sem efnt var til vegna opnunar nýs og glæsilegs vefs, www.visir.is 16. júní síðastliðinn. Samtals skráðu sig rúmlega 11.000 manns og voru fimm heppnir þátttakendur dregnir út.

Innlent
Fréttamynd

Veirur orðnar fleiri en í fyrra

Þótt árið 2004 sé rétt hálfnað eru tölvuveirur þegar orðnar fleiri en allt árið 2003. Sasser kallaðist sá síðasti og gerði stormandi ólukku víða um heim, einn af mörgum ormum með mörgum afbrigðum, en slíkir ormar virðast einmitt vera í sérstakri tísku nú um stundir, ef þannig má að orði komast.Þetta má lesa á vef Tæknivals, <strong><a href="http://www.taeknival.is/" target="_blank">taeknival.is.</a></strong>

Innlent
Fréttamynd

Vefsíður sem luma á óværu

Fyrir skömmu vöruðu sérfræðingar á sviði upplýsingaöryggis við nýrri óværu á Internetinu sem stolið getur aðgangsorðum og reikningsupplýsingum fólks sem notast við heimabanka í tölvum sínum. Notendur geta fengið óværuna í tölvur sínar úr sumum "pop-up" auglýsingum sem spretta upp frá síðum sem vafrað er inn á á Internetinu.

Innlent
Fréttamynd

Google á Nasdaq

Leitarvélafyrirtækið Google hefur ákveðið að félagið verði skráð á Nasdaq-markaðinn að loknu frumútboði. Vangaveltur voru um að félagið yrði skráð á NYSE-markaðinn.

Erlent
Fréttamynd

Íslenskt viðmót í ágúst

Í næsta mánuði verður fáanlegt íslenskt viðmót á nýjasta skrifstofuhugbúnaðarvöndul Microsoft og stýrikerfi. Hægt verður að kaupa hugbúnaðinn með íslensku viðmóti eða hlaða viðmótinu niður af vef Microsoft.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælafundur við Alþingi á morgun

Þjóðarhreyfingin - viðbragðshópur sérfræðinga svokallaður, sem hafinn var handa við að hvetja landsmenn til að hafna fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fyrirhuguð var, mun efna til mótmælafundar við Alþingishúsið á morgun klukkan 12:30.

Innlent
Fréttamynd

Netnotkun eykst

Netnotendum fjölgar ekki á Íslandi. Fækkar ekki heldur - og Íslendingar státa líkast til enn af heimsmeti í Netnotkun þrátt fyrir að hún standi í stað þriðja árið í röð. Fjórir af hverjum fimm Íslendingum nota Netið. Þetta kemur fram á vef Tæknivals, <strong><a href="http://www.taeknival.is" target="_blank">taeknival.is</a></strong>

Innlent
Fréttamynd

Fyrirtækin losa um budduna

Reikna má með því að fyrirtæki losi aðeins um budduna á þessu ári og verji meira fé en undanfarin ár til endurnýjunar á tölvubúnaði og öðru sem lýtur að upplýsingatækni, að því er fram kemur á <a href="http://www.taeknival.is/" target="_blank"><strong>vef Tæknivals.</strong></a>

Innlent
Fréttamynd

Truflanir á tölvupósti

Síminn Internet hefur á einum og hálfum sólarhring stöðvað um hálfa milljón vírussýktra tölvupóstskeyta sem send voru til viðskiptavina fyrirtækisins. Í tilkynningu fyrirtækisins kemur fram að starfsmenn Símans hafa sjaldan séð annað eins magn sýktra skeyta á jafn skömmum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Óværan sem gerir usla á netinu

Útgáfur Netsky ormsins eru fyrirferðamestar á mánaðarlegum lista vírusvarnafyrirtækisins Central Command yfir "sóðatylftina," eða fyrirferðamestu tölvuóværuna í liðnum mánuði. Fyrsta sæti listans vermir hins vegar Sasser ormurinn, sem uppgötvaðist 30. apríl sl. Hann varð fljótlega mjög fyrirferðamikill og sýkti þúsundir Windows tölva um heim allan.

Erlent
Fréttamynd

Íslenskumælandi talgervill í síma

Í sumarlok er von á íslenskumælandi talgervli í farsíma sem gagnast getur blindum og sjónskertum. Með hjálp búnaðarins geta blindir og sjónskertir þá nýtt sér til fulls þá kosti sem farsímatæknin hefur í för með sér, svo sem SMS eða MMS smáskilaboð sem síminn les þá upphátt fyrir notandann.

Innlent