Múlaþing

Fréttamynd

Stuðningurinn verði til staðar fyrir íbúa

„Þetta er auðvitað átakanlegt. Að sá þessar rosalegu hamfarir sem hér hafa orðið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún er nú stödd á Seyðisfirði með ráðherrum ríkisstjórnar sinnar, þar sem þau hafa verið að virða ástandið fyrir sér eftir miklar aurskriður í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð

Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn.

Innlent
Fréttamynd

Hættu­stig enn í gildi á Seyðis­firði

Hættustig almannavarna er áfram í gildi á Seyðisfirði og rýmingar að hluta til í gildi í bænum vegna skriðuhættu. Þá er óvissustig almannavarna í gildi á Austurlandi vegna skriðuhættu.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er allt annar bær en fyrir nokkrum dögum síðan“

Kristinn Már Jóhannesson slökkviliðsmaður var að ganga frá búnaði eftir að hafa dælt upp úr kjallara þegar stóra aurskriðan féll á Seyðisfjörð síðdegis á föstudaginn. Hann segir að eftir að drunur fóru að heyrast í bænum hafi hlutirnir gerst hratt og að það sé undarleg tilfinning að snúa aftur í bæinn.

Innlent
Fréttamynd

Fjórtán hús hrunin eða horfin á Seyðisfirði

Þrettán hús við Hafnargötu á Seyðisfirði og eitt við Austurveg eru hrunin eða alveg horfin eftir skriðurnar þar. Sérfræðingar segja tjónið vera gríðarlegt og það muni taka mörg ár að meta það. Starfshópur á vegum stjórnvalda hefur verið skipaður til að reyna að ná utan um hversu mikið heildartjónið er.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga

Sveitafélagið Múlaþing boðar til íbúafundar fyrir Seyðfirðinga klukkan 16 í dag. Tilgangurinn með fundinum er að upplýsa íbúa Seyðisfjarðar um stöðu mála og gefa þeim kost á að koma á framfæri fyrirspurnum sem veitt verða svör við á fundinum sé þess kostur.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að huga að jólamatnum og „hygge sig“

Hermann Svavarsson Seyðfirðingur beið komu sonar síns á Hótel hérað í dag en til stendur að halda aftur á Seyðisfjörð í dag. Aur og drulla er í námunda við hús hans á Seyðisfirði sem stendur þó enn.

Innlent
Fréttamynd

Sakna þess að leika við vini sína á Seyðisfirði

Frændsystkinin Aron Elvarsson tíu ára og Júlía Steinunn Ísleifsdóttir tólf ára reikna með því að mega fara heim til sín á Seyðisfjörð og sækja nauðsynjavörur í dag. Þau voru í heimsókn hjá vinkonu sinni að spila tölvuleik á föstudag þegar skriður féllu í bænum og rafmagnið fór af.

Innlent
Fréttamynd

Ekki var hægt að fylgjast með hreyfingum sökum rigningar

Hreyfingar höfðu verið við Búðará á Seyðisfirði dagana áður en stóra skriðan féll á föstudag. Spýjur höfðu myndast í fjallinu en ekki var hægt að fylgjast sérstaklega með hreyfingunum því mælar Veðurstofunnar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni.

Innlent
Fréttamynd

Sérfræðingar meta stöðuna í birtingu

Rýmingar eru enn í gildi á Seyðisfirði vegna hættu á aurskriðum og 276 íbúar bíða þess að snúa heim. Allt virðist hafa verið með kyrrum kjörum á svæðinu í nótt, að sögn ofanflóðasérfræðings, og úrkoma hefur verið lítil síðasta sólarhring. Staðan verður metin þegar líða tekur á daginn.

Innlent
Fréttamynd

Þjónustu­mið­­stöð al­manna­varna verður opnuð á Seyðis­firði

Almannavarnir munu fljótlega opna þjónustumiðstöð fyrir íbúa á Seyðisfirði. Verkefni slíkrar miðstöðvar felst meðal annars í upplýsingagjöf til almennings og þjónustu við þá aðila sem hafa orðið fyrir tjóni og þá sem hættan hefur haft önnur bein áhrif á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.

Innlent
Fréttamynd

Synti út úr skriðunni eftir að hafa bjargað manni úr björgunar­sveitar­bíl

„Ég sé skriðuna fara af stað. Hún byrjar að renna niður. Ég horfi niður og þar sé ég björgunarsveitarbíl sem var við lokunarpóst, sem ég veit að mun lenda í skriðunni. Eftir það sé ég bara björgunarsveitarbílinn. Þó svo að hús hafi farið fram hjá á sama tíma þá sá ég aldrei húsið, ég sá bara björgunarsveitarbílinn því ég vissi að hann væri mannaður.“

Innlent
Fréttamynd

Áfram neyðarstig á Seyðisfirði

Neyðarstig verður áfram í gildi á Seyðisfirði og hættustig á Eskifirði. Þetta var ákveðið í dag eftir fund almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og lögreglu með ofanflóðasérfræðingum Veðurstofu Íslands, aðgerðarstjórn, vettvangsstjórn og fulltrúum mikilvægra innviða og stofnana á Austurlandi nú fyrir hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Skoða hvort hægt sé að af­létta hluta rýmingar

Vonast er til að hægt verði að aflétta hluta rýmingar á Seyðisfirði í dag. Aðgerðastjórn og Veðurstofan fundaði í morgun klukkan tíu í samhæfingarstöð almannavarna varðandi næstu skref en endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin.

Innlent
Fréttamynd

Vatns­þrýstingur fer minnkandi í jarð­vegi

Vatnsþrýstingur hefur minnkað í jarðvegi á Seyðisfirði og útlit er fyrir að hreinsunarstarf geti hafist. Aðgerðarstjórn og samhæfingarstöðin hafa skipulagt björgunarstarf og gera nú áætlanir um hreinsun. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“

Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna.

Innlent