Rýmingum ekki aflétt fyrr en búið er að verja svæðið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. október 2021 19:15 Mikið tjón varð í skriðuföllunum í desember í fyrra. Vísir/Arnar Halldórsson Ekki er útilokað að rýmingar á Seyðisfirði muni standa þar til búið er að tryggja byggðina með fullnægjandi hætti. Þá verði íbúum á svæðum sem ekki er hægt að tryggja ekki heimilað að snúa aftur heim. Enn mælist hreyfing á hrygg á hlíðinni á Seyðisfirði milli skriðusársins sem myndaðist í desember í fyrra og Búðarár. Hryggurinn er talsvert sprunginn og talið er hugsanlegt að hann fari niður í smærri brotum en allur í einu. Unnið er að gerð nýs hættumats en það mun stýra ákvörðun sem verða teknar um framtíðarvarnir en fyrir liggur að hægt er að verja að minnsta kosti hluta svæðisins. „Það eru skilaboð sem mig léttir við að sjá,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Múlaþings. „En það eru svæði sem við höfum ekki heimilað að flytja inn á ný vegna þess að menn treysta sér ekki til þess að gefa það út að það sé hægt að verja þau. Og þá erum við að horfa til þess að þá er ekki hægt að heimila að fólk búi þar áfram,“ bætir hann við.Hann segir að frekari rýmingar á B og C svæðum séu vel hugsanlegar. „Það er mjög líklegt að það muni koma til rýminga á þessum svæðum, þar til hægt hefur verið að ráðast í framkvæmdir við varanlegar lausnir. Þá muni koma upp sú staða að það muni þurfa að rýma tímabundið, það er bara svo.“ Björn segir að fólk hafi tekið rýmingunum misvel, sem sé mjög skiljanlegt. „Ég skil það vel að fólk sé ekki sátt. En öryggi íbúanna er stóra málið og þess vegna er gripið til rýmingar. Ef það er einhver vafi þá rýmum við frekar en að segja „kannski er þetta í lagi“.“ Hann segir að hlutir muni skýrast eftir helgi og að haldinn verði íbúafundur um miðja viku. „Í ljósi þess sem gerðist á sínum tíma þá verðum við að sýna fyllstu aðgát og það er það sem við erum að gera.“ Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Enn mælist hreyfing á hrygg á hlíðinni á Seyðisfirði milli skriðusársins sem myndaðist í desember í fyrra og Búðarár. Hryggurinn er talsvert sprunginn og talið er hugsanlegt að hann fari niður í smærri brotum en allur í einu. Unnið er að gerð nýs hættumats en það mun stýra ákvörðun sem verða teknar um framtíðarvarnir en fyrir liggur að hægt er að verja að minnsta kosti hluta svæðisins. „Það eru skilaboð sem mig léttir við að sjá,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Múlaþings. „En það eru svæði sem við höfum ekki heimilað að flytja inn á ný vegna þess að menn treysta sér ekki til þess að gefa það út að það sé hægt að verja þau. Og þá erum við að horfa til þess að þá er ekki hægt að heimila að fólk búi þar áfram,“ bætir hann við.Hann segir að frekari rýmingar á B og C svæðum séu vel hugsanlegar. „Það er mjög líklegt að það muni koma til rýminga á þessum svæðum, þar til hægt hefur verið að ráðast í framkvæmdir við varanlegar lausnir. Þá muni koma upp sú staða að það muni þurfa að rýma tímabundið, það er bara svo.“ Björn segir að fólk hafi tekið rýmingunum misvel, sem sé mjög skiljanlegt. „Ég skil það vel að fólk sé ekki sátt. En öryggi íbúanna er stóra málið og þess vegna er gripið til rýmingar. Ef það er einhver vafi þá rýmum við frekar en að segja „kannski er þetta í lagi“.“ Hann segir að hlutir muni skýrast eftir helgi og að haldinn verði íbúafundur um miðja viku. „Í ljósi þess sem gerðist á sínum tíma þá verðum við að sýna fyllstu aðgát og það er það sem við erum að gera.“
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira