Eins og fjallið væri að öskra á þau Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2021 23:01 Feðginin Urður Arna Ómarsdóttir og Ómar Bogason. Framhús er fremra húsið á myndinni. Aftara húsið er Múli, sem einnig fvarð fyrir skriðunni. Urður Arna Ómarsdóttir Feðgin á Seyðisfirði segjast ólýsanlega þakklát fyrir að geta haldið jól í heimabænum ári eftir að gríðarstór aurskriða fór yfir hluta hans. Ekki sé þó búið að tryggja öryggi bæjarbúa, sem margir pakki enn ofan í töskur þegar byrjar að rigna. Það var um klukkan þrjú síðdegis þann 18. desember í fyrra sem skriðan féll. Hún ruddist niður hlíðina og hrifsaði með sér atvinnuhúsnæði og íbúðarhús, þar á meðal Framhús við Hafnargötu. Þar bjuggu systurdætur Ómars Bogasonar, sem blessunarlega voru ekki heima þegar skriðan féll - en það vissi hann ekki þegar hann stóð og horfði bjargarlaus á húsið fara undir skriðuna. „Félagi minn sem er við hliðina á mér, ég ranka við mér þegar hann öskrar: Hún er að koma á okkur! Þá fyrst átta ég mig á því að hún er að koma svo hratt niður á Framhús og ég horfði á verkstæðið þar flettast upp eins og eldspýtustokk,“ segir Ómar. Hamfarir sem þessar hafa sett mark sitt á fjölskylduna en Erla Jóhannsdóttir móðir Ómars missti móður sína og tvær systur í snjóflóði í Goðdal 1948. Dásamlegt að geta haldið jólin heima Ómar og Urður Arna Ómarsdóttir, dóttir hans, lýsa gríðarlegum hávaða sem fylgdi skriðunni. „Það var eins og fjallið væri að öskra á mann, eins og í einhverri bíómynd. Það var eins og það væri eitthvað skrímsli uppi í fjallinu,“ segir Urður. Þau eru sammála um að hamfarirnar hafi verið reiðarslag fyrir samfélagið í bænum og langan tíma taki að vinna úr því - og þeirri vinnu ljúki ef til vill aldrei. En gleði og þakklæti sé þeim efst í huga nú. „En þetta er svo dásamlegt eftir ár að geta öll verið saman, haldið jólin okkar hérna, séð jólaljósin í öllum húsum. Í fyrra leið okkur svo illa.“ Þá er Ómar þeirrar skoðunar að mögulega ætti að færa hluta byggðarinnar í ljósi hamfaranna. „Það er bara það sem þarf að gera, við verðum að tryggja öryggi því það er enn þá þannig að fólk er óöruggt þegar rignir,“ segir Ómar. „Fólk er bara með tilbúnar töskur,“ bætir Urður við. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Það var um klukkan þrjú síðdegis þann 18. desember í fyrra sem skriðan féll. Hún ruddist niður hlíðina og hrifsaði með sér atvinnuhúsnæði og íbúðarhús, þar á meðal Framhús við Hafnargötu. Þar bjuggu systurdætur Ómars Bogasonar, sem blessunarlega voru ekki heima þegar skriðan féll - en það vissi hann ekki þegar hann stóð og horfði bjargarlaus á húsið fara undir skriðuna. „Félagi minn sem er við hliðina á mér, ég ranka við mér þegar hann öskrar: Hún er að koma á okkur! Þá fyrst átta ég mig á því að hún er að koma svo hratt niður á Framhús og ég horfði á verkstæðið þar flettast upp eins og eldspýtustokk,“ segir Ómar. Hamfarir sem þessar hafa sett mark sitt á fjölskylduna en Erla Jóhannsdóttir móðir Ómars missti móður sína og tvær systur í snjóflóði í Goðdal 1948. Dásamlegt að geta haldið jólin heima Ómar og Urður Arna Ómarsdóttir, dóttir hans, lýsa gríðarlegum hávaða sem fylgdi skriðunni. „Það var eins og fjallið væri að öskra á mann, eins og í einhverri bíómynd. Það var eins og það væri eitthvað skrímsli uppi í fjallinu,“ segir Urður. Þau eru sammála um að hamfarirnar hafi verið reiðarslag fyrir samfélagið í bænum og langan tíma taki að vinna úr því - og þeirri vinnu ljúki ef til vill aldrei. En gleði og þakklæti sé þeim efst í huga nú. „En þetta er svo dásamlegt eftir ár að geta öll verið saman, haldið jólin okkar hérna, séð jólaljósin í öllum húsum. Í fyrra leið okkur svo illa.“ Þá er Ómar þeirrar skoðunar að mögulega ætti að færa hluta byggðarinnar í ljósi hamfaranna. „Það er bara það sem þarf að gera, við verðum að tryggja öryggi því það er enn þá þannig að fólk er óöruggt þegar rignir,“ segir Ómar. „Fólk er bara með tilbúnar töskur,“ bætir Urður við.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira