Mælingar truflast áfram vegna rigningar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. október 2021 12:01 Skriðan sem féll á Seyðisfirði í desember er sú stærsta sem fallið hefur í þéttbýli á Íslandi. Vísir/Egill Aðalsteinsson Jarðvegsfleki utan við Búðará á Seyðisfirði hefur færst um rúma fjóra sentímetra síðan á sunnudag. Truflun hefur hins vegar orðið á mælingum þar sem mælar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni. Íbúar á rýmingarsvæðum fá ekki að fara inn í hús sín um helgina. Um klukkan níu í gærkvöldi stytti upp eftir um fjörutíu millimetra úrkomu líkt og spáð var. Hreyfing mælist enn í hlíðinni hægra megin við Búðará í skriðusárinu sem myndaðist í skriðuföllunum í desember í fyrra og er hættustig því enn í gildi. „Þetta eru orðnir rúmir fjórir sentimetrar þar sem mælist mest síðan á sunnudag,” segir Magni Hreinn Jónsson, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni. Almannavarnir tilkynntu í morgun að vegna úrkomunnar og þeirrar óvissu sem henni fylgi fái íbúar á rýmingarsvæðum ekki að fara inn í hús sín fram yfir helgi. Hreyfingar síðasta sólarhring mældar með Bylgjuvíxlmælingu. Hreyfingin er svipuð og verið hefur frá því á sunnudag.Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands Magni segir erfitt að bera saman hreyfingarnar sem nú mælist við hreyfingarnar í fyrra, þar sem önnur tækni sé nú til staðar. „Þá var þetta sama mælakerfi ekki komið upp. Þannig að við höfum svo sem ekki beinan samanburð en svona miðað við sjónmat þá er þetta væntanlega mun minni hreyfing heldur en var,” segir hann en bætir við að hreyfingarnar séu engu að síður töluverðar. „Á þessum tíma er þetta mikil hreyfing, verður að teljast,” segir Magni. Ekki var hægt að fylgjast sérstaklega með hreyfingum við Búðará í fyrra þar sem mælar Veðurstofunnar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni, en hamfararigning hafði verið í bænum dagana áður en stóra skriðan féll. Nýir mælar voru settir upp í kjölfarið en þeir eru þó áfram að vissu leyti bundnir við góðar aðstæður. Þannig varð truflun á alstöðinni í rigningunni í gær og hefur hún enn ekki farið rétt í gang eftir að stytti upp. „GPS tækin og radarskanninn þau virka alveg óháð aðstæðum hvort sem það er rigning eða þoka. Alstöðin mælir með lasermælingu, hún þarf gott skyggni þannig að hún truflast eins og í úrkomunni í gær og þá eru truflanir á þeim þá þurfum við að styðjast við radargögnin og GPS mælingar í gegnum svoleiðis atburði.” Íbúafundur verður haldinn á Teams og í Herðubreið klukkan sextán þar sem fulltrúar Veðurstofu munu svara spurningum. Íbúar á rýmingarsvæðum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Um klukkan níu í gærkvöldi stytti upp eftir um fjörutíu millimetra úrkomu líkt og spáð var. Hreyfing mælist enn í hlíðinni hægra megin við Búðará í skriðusárinu sem myndaðist í skriðuföllunum í desember í fyrra og er hættustig því enn í gildi. „Þetta eru orðnir rúmir fjórir sentimetrar þar sem mælist mest síðan á sunnudag,” segir Magni Hreinn Jónsson, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni. Almannavarnir tilkynntu í morgun að vegna úrkomunnar og þeirrar óvissu sem henni fylgi fái íbúar á rýmingarsvæðum ekki að fara inn í hús sín fram yfir helgi. Hreyfingar síðasta sólarhring mældar með Bylgjuvíxlmælingu. Hreyfingin er svipuð og verið hefur frá því á sunnudag.Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands Magni segir erfitt að bera saman hreyfingarnar sem nú mælist við hreyfingarnar í fyrra, þar sem önnur tækni sé nú til staðar. „Þá var þetta sama mælakerfi ekki komið upp. Þannig að við höfum svo sem ekki beinan samanburð en svona miðað við sjónmat þá er þetta væntanlega mun minni hreyfing heldur en var,” segir hann en bætir við að hreyfingarnar séu engu að síður töluverðar. „Á þessum tíma er þetta mikil hreyfing, verður að teljast,” segir Magni. Ekki var hægt að fylgjast sérstaklega með hreyfingum við Búðará í fyrra þar sem mælar Veðurstofunnar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni, en hamfararigning hafði verið í bænum dagana áður en stóra skriðan féll. Nýir mælar voru settir upp í kjölfarið en þeir eru þó áfram að vissu leyti bundnir við góðar aðstæður. Þannig varð truflun á alstöðinni í rigningunni í gær og hefur hún enn ekki farið rétt í gang eftir að stytti upp. „GPS tækin og radarskanninn þau virka alveg óháð aðstæðum hvort sem það er rigning eða þoka. Alstöðin mælir með lasermælingu, hún þarf gott skyggni þannig að hún truflast eins og í úrkomunni í gær og þá eru truflanir á þeim þá þurfum við að styðjast við radargögnin og GPS mælingar í gegnum svoleiðis atburði.” Íbúafundur verður haldinn á Teams og í Herðubreið klukkan sextán þar sem fulltrúar Veðurstofu munu svara spurningum. Íbúar á rýmingarsvæðum eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira