Ástin á götunni

Valsmenn unnu í Frostaskjóli
Garðar Gunnlaugsson skoraði sigurmark Vals á lokamínútu leiks Vals og KR. Leikurinn er því ekki framlengdur eins og allt stefndi í en mark Garðars kom skiljanlega eins og blaut tuska í andlit KR-inga.
Hart barist í Frostaskjóli
Nú þegar 22 mínútur eru liðnar af leik KR og Vals í fjórðungsúrslitum Visa-bikarkeppni kvenna er enn markalaust en liðin mæta vel stemmd til leiks.
Arsenal ber víurnar í Dacourt
Sky-fréttavefurinn segir frá því í morgun að Arsenal hyggist kaupa Frakkann Oliver Dacourt og að hann eigi að taka við hlutverki Patricks Viera. Dacourt er orðinn 31 árs og lék með Everton og Leeds í ensku úrvalsdeildinni.

Sumarið er undir
Sumarið er undir hjá okkur KR-ingum í kvöld," sagði Kristján Finnbogason fyrirliði KR í samtali við Vísi.is í dag. KR tekur á móti erfkifjendum sína í Val klukkan 19:15 í 8 liða úrslitum Vísa bikarkeppninnar.
Stoke kaupir Belga
Stoke City hefur náð samkomulagi um kaup á belgíska landsliðsmanninum Carl Hoefkens. Hoefkens er 26 ára varnarmaður en Stoke kaupir hann frá Germinal Beerschot.

Gerrard skoraði fimm á 113 mínútum
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, skoraði fimm mörk á aðeins 113 mínútum í leikjunum tveimur gegn velska liðinu TNS í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool vann leikina samanlagt 6-0 og mætir FBK Kaunas frá Litháen í næstu umferð.
Viktor Bjarki sá um HK
Það er óhætt að segja að þessi tvö lið sem áttust við í Kópavoginum í gær séu sannkölluð bikarlið. 1.deildarlið HK komst alla leið í undanúrslit í fyrra og sló bikarmeistarana í Keflavík úr leik í sextán liða úrslitum í ár. Fylkismenn unnu bikarinn 2001 og 2002 en leikur liðsins í sumar hefur verið ansi sveiflukenndur.

Fylkir ætlar sér Bikarinn
Bjarni Þórður Halldórsson, markvörður Fylkis, segir að ekkert annað en sigur í Vísa bikarkeppninni komi til greina. Fylkir á leik við HK í kvöld klukkan 19:15 á Kópavogsvelli í 8 liða úrslitum. "Okkur dettur ekki í hug að vanmeta HK-ingana, þeir eru með þétt lið”, sagði Bjarni Þórður í viðtali við Vísi.is.

Schevchenko ekki á förum
Andriy Schevchenko, knattspyrnumaður Evrópu árið 2004, er ekki á förum frá A.C.Milan eins og fjölmiðlar greindu frá í gær. "Ég hef alltaf sagt Roman Abramovich að það sé ekkert hægt að ræða um félagaskipti yfir í Chelsea. A.C.Milan vill mig og ég vil Milan. Það er nóg fyrir mig," sagði Schevchenko.

Fylkir áfram
Fylkismenn sigruðu HK 2-0 í 8 liða úrslitum Visa bikarkeppni karla í kvöld á Kópavogsvelli. Viktor Bjarki Arnarsson gerði bæði mörk Fylkismanna. Þeir eru þar með komnir í undanúrslit ásamt FH. En leik KR og Vals annars vegar og Fram og ÍBV hins vegar eru á morgun og þar með lýkur 8 liða úrslitum.

Leikmaður Neftchi fær rautt
Alexandr Chertoganov, leikmaður Neftchi, hefur verið rekinn af velli eftir að hafa slegið til Jóns Þorgríms Stefánssonar.

Eiður styður Crespo
Eiður Smári Guðjphnsen segir að Hernan Crespo hafi alla burði til að verða ein skærasta stjarna Chelsea á þessari leiktíð.
Ronaldo hættir eftir HM 2006
Brasilíski framherjinn Ronaldo ætlar að hætta að spila með brasilíska landsliðinu eftir HM í Þýskalandi sem fram fer á næsta ári. Ronaldo ætlar að klára samninginn sinn við Real Madrid og leggja síðan knattspyrnuskóna á hilluna vorið 2009.

Allan jafnar fyrir FH
Allan Borgvardt hefur jafnað fyrir FH með ágætu skoti rétt við vítateigslínu.

Brynjar Björn til Reading
Tilboði enska 1.deildarliðsins Reading í íslenska landsliðsmanninn Brynjar Björn Gunnarsson sem leikur hjá Watford hefur verið samþykkt. Ekki er vitað hvert kaupverðið er sem stendur. Nú á Brynjar Björn eftir að standast læknisskoðunn og semja um eigin hagi áður en hann getur gengið frá félagaskiptum í Reading en fyrir hjá félaginu er Ívar...
Enn jafnt hjá FH - Daði frábær
Eftir þrjátíu og sex mínútna leik er enn jafnt í Kaplakrikanum, en FH hefur þó verið betra liðið. Auðun Helgason og Ásgeir Ásgeirsson eru báðir búnir að komast nálægt því að skora en skallar þeirra fóru naumlega yfir markið. Neftchi hefur þó fengið besta færi leiksins,en þá slapp Tomislav Misura í gegn en Daði Lárusson sá við honum.

Ekki komist áfram síðan 2000
Íslensk lið hafa ekki komist í aðra umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu síðustu fjögur tímabil en síðasta liðið til að komast í gegnum fyrstu hindrun var KR sem sló út maltneska liðið Birkirkara sumarið 2001. FH-ingar mæta Neftchi í Kaplakrika í kvöld og þurfa að vinna upp 0-2 forustu Azerana frá því í fyrri leinum í Bakú.

Placente til Celta Vigo
Argentínski landsliðsmaðurinn Diego Placente er genginn til liðs við spænsa liðið Celta Vigo frá Bayer Leverkusen. Placente er 28 ára gamall og lék með Leverkusen í úrslitum Meistaradeildar Evrópu árið 2002 gegn Real Madrid. Placente neitaði samningi við Leverkusen því hann vildi fara frá Þýskalandi.
Eiður ætlar að verja titilinn
Eiður Smári Guðjohnsen segir að Chelsea ætli sér að verja Englandsmeistaratitilinn sem liðið vann á síðustu leiktíð en gerir sér fyllilega grein fyrir því að til að það takist megi liðið hugsanlega ekki tapa einum einasta leik.
FH 1 - Nefchi 2 (75 mín)
Nefchi er komið í 2-1 gegn FH.
Helveg til Mönchengladbach
Hvað eiga Danirnir, Ulrik Le Fevre, Henning Jensen, Allan Simonsen, Carsten Nielsen, Steen Thychosen, Johnny Mölby, Peter Nielsen, Per Pedersen og Morten Skoubo sameiginlegt? Jú allir hafa þeir leikið með þýska liðinu Borussia Mönchengladbach og í dag bættist enn einn Daninn við því Thomas Helveg gekk frá félagskiptum í Mönchengladbach.....

Ballack ekki til United
Michael Ballack, fyrirliði þýska landsliðsins og leikmaður Bayern Munchen, hefur undanfarna mánuði verið orðaður við stórlið í allri Evrópu. Manchester United og Inter Milan hafa bæði verið orðuð við kaup á miðjumanninum sterka, en hann hefur nú lýst því yfir að líklegast sé að hann verði áfram hjá Bayern Munchen.

Byrjunarlið FH -Heimir ekki með
Markvörður: Daði Lárusson (F) Vörn: Auðun Helgason, Tommy Nielsen, Freyr Bjarnason, Guðmundur Sævarsson Miðja: Baldur Bett, Ásgeir Ásgeirsson og Davíð Þór Viðarsson Sókn: Allan Borgvardt, Tryggvi Guðmundsson, Jón Stefánsson.
Vörn Neftchi einfaldlega of sterk
Skynsamur leikur Neftchi lagði grunninn að sigri liðsins gegn FH í gær, þegar Íslandsmeistararnir féllu út úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

30 stuðningsmenn Nefchi mættir
Hafnarfjarðarmafían, stuðningsmannaklúbbur FH, má hafa sig alla við í kvöld ætli þeir sér að hafa betur á áhorfendapöllunum, því 30 háværir stuðningsmenn Nefchi frá Azerbadjan eru mættir til landsins. Nefchi sigraði fyrri leikinn 2-0 og því þurfa FH-ingar mikinn stuðning. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19:15.

Benitez segir að Baros sé á förum
Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur viðurkennt að koma Peter Crouch til liðsins frá Southampton sé líkleg til að marka endalok Milan Baros hjá félaginu.
Kristján tippar á KR og ÍBV
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, telur að það verði KR og ÍBV sem komist í undanúrslit VISA-bikarsins með naumum sigrum í tveimur háspennuleikjum í kvöld. KR-ingar fá Valsara í heimsókn á meðan Fram tekur á móti Eyjamönnum í Laugardalnum og býst Kristján við tveimur leikjum þar sem spennustigið verður gríðarlegt.

Rafa hefur trú á Crouch
Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, er ánægður með að hafa fengið Peter Crouch til liðs við félagið. "Crouch er góður leikmaður með marga kosti. Hann mun styrkja framlínuna og með tilkomu hans höfum fleiri kosti í stöðunni."

Er Pires á leið frá Arsenal?
Forráðamenn Galatasaray eru sannfærðir um að þeir muni ná að lokka til sín franska miðjumanninn Robert Pires frá Arsenal á næstu dögum.
Draumur FH úti?
Draumar FH um sæti í 2.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu eru svo gott sem úti. Neftchi var að skora og staðan er nú 1-0 fyrir þeim. Nú þarf FH að gera fjörur mörk til að komast áfram.